Morgunblaðið - 29.12.2021, Side 24

Morgunblaðið - 29.12.2021, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég er mjög ánægður með að fá að skrifa svona mikið fyrir þessar dönsku hljómsveitir sem virðast hafa uppgötvað mig,“ segir íslensk-þýska tónskáldið Steingrímur Rohloff þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans yfir hafið, í aðraganda fimmtugsafmælis hans sem vill svo til að er í dag 29. desember, til þess að forvitnast um störf hans í Danmörku. Steingrímur hefur verið beðinn að semja fjögur verk fyrir þrjár merkar danskar hljómsveitir. Hinn 17. mars mun Sinfóníuhljóm- sveit Álaborgar frumflytja verk eftir hann. Það er svokallað „concerto grosso“, þ.e. verk sem er flutt af stórri hljómsveit og nokkrum einleikurum. Einleikararnir fjórir sem þarna um ræðir spila allir með Berlínarfíl- harmóníunni og leika hver á sitt málmblásturshljóðfærið. „Þetta er stórt verk sem ég er mjög stoltur af og það er draumi líkast hvernig þessir einleikarar spila,“ segir hann. Áhrif frá leikhúsi og nýsköpun Steingrímur var einnig beðinn að semja verk fyrir tónleika Fílharmó- níusveitarinnar í Kaupmannahöfn sem eru tileinkaðir tónskáldinu Rob- ert Schumann og verða haldnir í byrj- un mars. Þeir eru hluti af tónleikaröð- inni „Afgørende øjeblikke“ þar sem teknir eru fyrir hápunktar í tónlistar- sögunni. „Ég hef skrifað verk um hann sem ég kalla „Schumann Fragmente“, hann dó snemma og líf hans var nokk- uð tragískt. Það verður hápunktur þessara tónleika.“ Verkið er skrifað fyrir einsöngvara og hljómsveit og er undir áhrifum frá leikhúsinu en sjálf hljómsveitin færir sig til í rýminu. Raftónlist sem og vísanir í verk Schu- manns koma einnig við sögu í verkinu. „Það er viss nýsköpun og ég var í góðu samstarfi við hljómsveitina og öllum mínum hugmyndum var tekið afskaplega vel.“ Sinfóníuhljómsveit Óðinsvéa hefur einnig pantað tvö verk eftir Stein- grím, „Krigsrequiem“ og „Doppel- gänger-Koncert“. Í því síðarnefnda umbreytast víóluleikararnir Law- rence Powers og Rafaell Altino í hálf- gerða tónlistartvífara. Hitt verkið er stríðssálumessa fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. „Það varpar ljósi á stríð og sýnir ólíkar hliðar þess. Þetta er frekar pólitísk sálumessa sem varpar ljósi á samtímann og jafnvel hlutverk Danmerkur í stríðinu í Afganistan og Írak. En ég vil samt halda þessu eins almennu og hægt er, þetta er vandamál sem virðist ekki ætla að hverfa, en þetta fjallar líka svolítið um samtímann og Dan- mörku,“ segir tónskáldið. „Ég lærði fyrst í Köln í Þýskalandi og síðan í París og það sem mér fannst svo gott við námið í París var áherslan á hljómsveitarútsetningu, þar hafði maður hljómsveit til að vinna með svo þar var mögulegt að upplifa að tónlistin væri spiluð af stórri hljómsveit. Svo það að ég skuli vera eftirsóttur í dag má þakka náms- árunum í París. Það að semja fyrir stórar hljómsveitir er flókið, þetta er flókið bæði félagslega og hljóð- fræðilega.“ Steingrímur hefur gaman af því að skrifa tilraunakennda tónist. Hann nefnir sem dæmi mjög tilrauna- kenndar óperur sínar þar sem hann blandar saman ýmsum ólíkum list- formum. „Ég vinn til dæmis með víd- eó, þar sem söngvararnir eiga að syngja dúett með myndbands- upptöku af sjálfum sér og ég hef látið slagverksleikara leika á nakta efri lík- ama. Ég hef prófað margt sem er virkilega „avant-garde“. Fyrir mér er ekki sérlega mikilvægt að gera markaðsvæna list, ég skrifa frekar mjög nútímalega tónlist.“ Grískur innblástur Steingrímur gaf nýlega út plötu þar sem Esbjerg Ensemble, sveit sem samanstendur af nokkrun af bestu hljóðfæraleikurum Evrópu, lék verk hans. Þar má finna brot úr óperu hans Lýsiströtu sem gerð var við texta Peters Laugesens og sýnd í Óðinsvéum. „Svo skrifaði ég nýtt verk um Medeu, það er efni sem ég hef unnið mikið með. Þessi plata er svolítið svart-hvít. Þetta eru þessar grísku kvenpersónur; önnur drap börnin sín og hin er þessi boðberi friðar,“ segir hann og bætir við: „Ég hef mjög gaman af því að vinna í leikhúsi og mig langar að gera meira af því því það inniheldur svo margar listgreinar og mér finnst svo gaman að vinna með sögur eins og gömlu grísku sögurnar og þetta sjón- ræna. Ég hef svo gaman af því að rjúfa skilin milli listgreina.“ Danska útvarpið útnefndi Stein- grím sem fulltrúa sinn á Alþjóðlega tónskáldaþinginu (International Rostrum of Composers) með verkið „Die 4 Himmelsrichtungen“. Þangað senda útvarpsstöðvar hvaðanæva úr heiminum verk sem þeim þykir það besta sem tónskáld heimalandsins hafa fram að færa. „Verkið er skrifað fyrir kvartett kærustu minnar og vina okkar sem búa allir hér rétt hjá okkur, á Austur- brú. Ég vildi skora á sjálfan mig, ég vildi að þetta yrði erfitt verk og stór- brotið.“ Þess má geta að Stein- grímur hefur áður verið fulltrúi Ís- lands á þessari hátíð. „Þetta voru bara stórstjörnur“ Það er athyglisvert að Íslend- ingar líti á hann sem Íslending en Dönum þykir hann danskt tónskáld. Þegar hann er spurður hvers lensk- ur honum sjálfum finnist hann vera segir hann að það sé erfitt að segja. Hann hefur búið í Danmörku í átján ár, fæddur á Íslandi en alinn upp í Þýskalandi. Móðir hans heitir Unn- ur Sigurðardóttir og er frá Sáms- stöðum í Fljótshlíð en faðirinn, dr. Alfred Rohloff, er þýskur. „Ég tala mjög mikla dönsku í hversdeginum og ég reyni að þvinga mig til þess að tala þýsku við börnin mín svo þau læri hana. Mér hefur aldrei fundist ég meira þýskur en ís- lenskur, og ég hef alltaf haft mikla tengingu við Ísland, það eru margir sem hafa flutt tónlistina mína, til dæmis Caput Ensemble og Sinfóníuhljómsveitin. En mér hefur alltaf þótt leiðinlegt að ég skuli ekki tala betri íslensku.“ Hans tónskáldaferill er vissulega litaður af námsárunum í Þýskalandi og Frakklandi og segist hann sér- staklega sakna Frakklands því þangað komi hann of sjaldan. „Ég er mjög þakklátur fyrir að þessar dönsku hljómsveitir skuli sýna verk- unum mínum áhuga en Þýskaland og Frakkland eru auðvitað þunga- vigtarlönd hvað viðkemur menningu og listum og þar eru betri innviðir fyrir tónlist eins og þá sem ég sem.“ Þegar hann er beðinn að líta yfir farinn veg á þessum tímamótum og rifja upp eitthvað sem honum þykir hápunktur nefnir hann samvinnuna við hina þýsku sveit Ensemble Mod- ern. „Það er ég virkilega þakklátur fyrir. Þegar ég var námsaður í Köln þá sá maður þau á tónleikum og þetta voru bara stórstjörnur í mín- um augum. Svo það er merkilegt að núna skuli þetta vera vinir mínir og kollegar.“ Ljósmynd/Niklas Ottander Tónskáldið „Ég hef prófað margt sem er virkilega avant-garde. Fyrir mér er ekki sérlega mikilvægt að gera markaðsvæna list, ég skrifa frekar mjög nútímalega tónlist,“ segir hið íslensk-þýska tónskáld Steingrímur Rohloff. Rýfur skilin milli listgreina - Þýsk-íslenska tónskáldið Steingrímur Rohloff semur verk fyrir þrjár danskar hljómsveitir - Gaf út plötu fyrr á árinu með Esbjerg Ensemble - Vill frekar gera tilraunir en vera markaðsvænn Bandaríski myndlistarmaðurinn Wayne Thiebaud er látinn, 101 árs að aldri. Litrík og vinsæl málverk eftir hann eru í eigu allra helstu listasafna Bandaríkjanna. Thiebaud ólst upp í mormónatrú í Utah-ríki en skildi snemma við trúna, var búsettur öll sín fullorð- insár sín í Kaliforníu og varð einn dáðustu listamanna ríkisins. Þrátt fyrir að hann hafi slegið í gegn á tímum popplistarinnar á 7. ára- tugnum byggðist list hans alla tíð á klassískum rótum en myndefnið sótti Thiebaud til miðrar tuttugustu aldar – hann málaði iðulega fagur- lega skreyttar kökur, matarborð, sælgæti og einnig hús, bíla og hrað- brautir, auk litfagurs landslags: táknmyndir ameríska draumsins og viss sakleysis. Í umfjöllun í The New York Times er hann sagður hafa verið málari minninga en líka birtunnar og þagnarinnar í vestur- hluta Bandaríkjanna. Wayne Thiebaud náði 101 árs aldri Málarinn Wayne Thiebaud. Kanadíski kvik- myndaleikstjór- inn Jean-Marc Vallée er látinn 58 ára að aldri. Í tilkynningu frá Nathan Ross, sem um árabil starfaði sem framleiðandi Vallée, sem send var til The Hollywood Reporter kemur fram að Vallée hafi látist á jóladag í kofa sínum í Quebec, en ekki kemur fram hver dánar- orsökin var. Vallée var þekktastur fyrir að leikstýra kvikmyndinni Dallas Buyers Club, sem skilaði honum Óskarsverðlaunatilnefn- ingu. Hann hlaut Emmy-verðlaun fyrir framlag sitt til þáttanna Big Little Lies sem HBO framleiddi. „Hann var sannur listamaður og snillingur,“ skrifar Ross í tilkynn- ingu sinni og tekur fram að Vallée hafi verið afar ástsæll. Í tilkynn- ingu frá HBO segir: „Vallée var snjall og ákafur kvikmynda- gerðarmaður, sem bjó yfir ein- stökum hæfileikum. Skyndilegt fráfall hans kemur okkur í opna skjöldu og við sendum samúðar- kveðjur til sona hans, Alex og Émi- les.“ Jean-Marc Vallée er látinn 58 ára Jean-Marc Vallee

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.