Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 1
REIÐA SIG Á LANDSMENNÁRIÐ SENN Á ENDA
Brunello-bolti frá Banfi sem gerir áramótin betri. 8
ViðskiptaMogginn hefur rætt við fjölda
áhugaverðra einstaklinga á árinu. Brot
af því besta er rifjað upp í dag. 6-7
VIÐSKIPTA
11
Flugeldasala slysavarnafélaganna er hafin og hjá
Landsbjörg leggjast allir á eitt til að mikilvægasta
fjáröflun ársins heppnist vel.
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
Tapið vel á fjórða milljarð króna
Samkvæmt svörum Byggðastofnunar við
fyrirspurn Félags atvinnurekenda tapaði Ís-
landspóstur samtals 1.258 milljónum króna á
samkeppnisrekstri innan alþjónustu í fyrra.
Afkoma þess starfsþáttar hafi verið neikvæð
um tæpar 749 milljónir og Byggðastofnun
staðfest að við það bætist viðbótarframlag rík-
isins upp á 509 milljónir.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Fé-
lags atvinnurekenda, segir þetta athyglisvert,
ekki síst í ljósi þess að vegna hækkana á gjald-
skrá erlendra sendinga í júní 2019 megi ætla
að tap af þeim hafi verið hverfandi í fyrra.
Að sama skapi megi ætla að tap hafi orðið af
samkeppnisrekstri Póstsins í ár eða þar til
gjaldskrá fyrir pakkasendingar var hækkuð 1.
nóvember sl. Sú undirverðlagning hafi bitnað
hart á einkafyrirtækjum á póstmarkaði.
Ólafur rifjar upp að Pósturinn hafi tapað
1.023 milljónum á samkeppni innan alþjónustu
árið 2019, að meðtöldu um 500 milljóna tapi af
erlendum pakkasendingum.
Þá hafi orðið 1.164 milljóna króna tap af
samkeppni innan alþjónustu árið 2018 og þar
af 818 milljóna tap vegna erlendra sendinga.
Samanlagt nemi tapið af alþjónustunni ríf-
lega 3.400 milljónum króna árin 2018-2020.
Það sé skýrt brot á póstlögum enda beri
gjaldskrá alþjónustu að endurspegla raun-
kostnað, að viðbættum hæfilegum hagnaði,
samanber 3. mgr. 17. greinar póstlaganna.
Ólafur bendir á að samkvæmt yfirliti starfs-
þátta hjá Póstinum hafi orðið óverulegt tap af
erlendum sendingum í fyrra. Tapið sé því til
komið vegna annarra þjónustuþátta.
Staðfestir skaðlega undirverðlagningu
„Þetta staðfestir enn og aftur ólögmæta og
skaðlega undirverðlagningu Íslandspósts sem
er í beinni andstöðu við lagaákvæðið um að
gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli taka mið af
raunkostnaði, að viðbættum hæfilegum hagn-
aði,“ segir Ólafur, sem telur tapið í fyrra vitna
um að undirverðlagning Póstsins á samkeppn-
isrekstri innan alþjónustu fari vaxandi. „Þetta
bendir líka til þess að eftirlit með gjaldskrám
Póstsins hafi brugðist,“ segir Ólafur.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tap Íslandspósts af samkeppni
innan alþjónustu var samtals 3,4
milljarðar á árunum 2018 til 2020.
Fyrirtækið fékk þá mikla meðgjöf.
Milljónir króna
Tap Íslandspósts af samkeppni innan alþjónustu
Heimild: FA/
Byggðastofnun
2018 2019 2020
Tap alls
Þar af vegna
erlendra sendinga
Viðbótarframlag
1.164
818
1.023
496
1.258
509
Tekjur íslenskra tónlistarmanna af
streymisveitum meira en tvöföld-
uðust á árinu sem nú er að líða, en
í tölurnar vantar enn niðurstöðu
desembermánaðar.
Tekjurnar námu rúmum 97 millj-
ónum króna fyrstu ellefu mánuði
ársins en allt árið í fyrra voru þær
tæpar 44 milljónir.
Guðrún Björk Bjarnadóttir,
framkvæmdastjóri höfundarréttar-
samtakanna STEFs, segir í samtali
við ViðskiptaMoggann að um sé að
ræða greiðslur til lagahöfunda en
tekjur til flytjenda og útgefenda
séu ekki inni í þessum tölum. „Ef
þú ert eigin útgefandi og flytjandi
líka færðu greitt fyrir sama
streymi annars staðar frá. Sú
greiðsla kemur ekki í gegnum
höfundarréttarsamtök, heldur
beint frá útgefanda sem fær tekj-
urnar í gegnum sinn miðlara eða
dreifingaraðila,“ útskýrir Guðrún.
Ein króna af hverju streymi
Að hennar sögn rennur um ein
króna af hverju streymi til ís-
lenskra tónlistarmanna. Af því fá
útgefendur og flytjendur 55%.
„Það er mín skoðun að lagahöf-
undar eigi að fá stærri sneið af
kökunni.“
Tekjurnar eru fyrir streymi ís-
lenskrar tónlistar bæði á Íslandi og
erlendis. Guðrún segir að tekjur
vegna spilunar á Íslandi hafi aukist
talsvert á árinu og séu komnar það
sem af er ári upp í 28 m.kr.
Stór hluti tekjuaukningarinnar
kemur til vegna kjarabóta í samn-
ingi við Spotify frá 2020 í gegnum
leyfisveitingakerfið Polaris Hub.
Samningurinn tryggir STEFi bein-
ar greiðslur fyrir streymi íslenskr-
ar tónlistar í allri Evrópu.
Tekjur af streymi tvöfölduðust á árinu
AFP
Fjölgað hefur um 269 félaga hjá
STEFi í ár að sögn Guðrúnar.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Nýr samningur jók tekjur
íslenskra tónlistarmanna.
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/mitsubishisalur
Fullnýttu þér niðurfellingu virðisaukaskatts áður en ívilnanir
tengiltvinnbíla verða lagðar af og sparaðu 960.000 krónur.
Eclipse Cross PHEV frá aðeins 5.490.000 kr. og jólapakki fylgir!
Mitsubishi Eclipse Cross PHEV
fyrir áramót!
*Til áramóta eru ívilnanir stjórnvalda um niðurfellingu á virðisaukaskatti 960.000 kr. Nánar á mitsubishi.is
Tryggðu þér 4x4 tengiltvinnbíl
Síðasti séns er í dag!
Sparaðu 960.000 kr.*
EUR/ISK
29.6.'21 28.12.'21
160
155
150
145
140
135
146,95
147,25
Úrvalsvísitalan
3.500
3.300
3.100
2.900
2.700
2.500
29.6.'21 28.12.'21
3.106,41
3.394,08