Morgunblaðið - 29.12.2021, Side 2

Morgunblaðið - 29.12.2021, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021FRÉTTIR VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR Mesta hækkun ICEAIR +5,14% 1,84 Minnsta hækkun ICESEA +0,68% 14,90 S&P 500 NASDAQ +1,28% 15.853,732 +1,53% 4.798,25 +1,02% 7.372,10 FTSE 100 NIKKEI 225 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. +0,94% 29.069,16 90 70 50 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)GULLVERÐ ($/únsu) 29.6.'21 1.500 2.000 1.762,8 29.6.'21 79,17 28.12.'21 74,76 28.12.'21 1.816,2 ÍSMARKAÐUR Ný ísbúð mun opna í lok janúar nk. í húsnæðinu sem áður hýsti ísbúðina Skúbb að Bæjarhrauni 2 í Hafn- arfirði. Þetta staðfestir eigandi hinnar nýju búðar sem enn hefur ekki fengið nafn, Kristinn Sigur- jónsson. Á dögunum var Skúbb lokað á staðnum og ætla eigendur fyrir- tækisins, Biobú, að einbeita sér að Skúbb á Laugarásvegi 1 ásamt því að sækja fram í matvörubúðum. Kristinn segir að undirbúningur fyrir nýju búðina sé í fullum gangi en að henni stendur einnig Jóna Kristín, dóttir Kristins. „Við verðum með fullt af nýj- ungum. Markaðurinn hefur ekki séð nema brotabrot af því sem hægt er að bjóða upp á í íssölu,“ bætir Krist- inn við og segir að ekki sé ólíklegt að notuð verði lífræn mjólk frá Biobú í ísinn, rétt eins og Skúbb gerir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skúbb verður áfram á Laugarásvegi 1 í Reykjavík. Skúbb vík- ur fyrir nýrri ísbúð Sykurmagn í hverjum seldum lítra af óáfengum drykkjum hjá Coca Cola á Íslandi hefur minnkað úr 73,6 grömmum árið 2015 í 52,9 grömm þetta haust, eða um rúm 28%. Um er að ræða allar óáfengar vörur sem fyrirtækið selur fyrir utan kaffi, þ.e. gosdrykki, vatns- drykki, íþróttadrykki, orkudrykki og safa. Hefur magnið jafnt og þétt dregist saman síðustu ár (sjá graf). Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca Cola á Íslandi, segir skýr- inguna þá að neytendur velji orðið sykurminni drykki – kolsýrða vatns- drykki og sykurlausa gosdrykki – í meira mæli en áður. Ekkert bendi til að sú þróun muni snúast við. Meðvitaðri um heilsuna Meðal áhrifaþátta sé aukin með- vitund um heilnæmi matvara, aukið úrval sykurlausra drykkja og að þeir séu orðnir bragðbetri. Loks segir hann aðspurður að þróunin sýni fram á að engin þörf sé fyrir sykurskatta, sem aflagðir voru fyrir nokkrum árum, enda sé þróun- in í átt að sykurleysi mjög ör. „Því má bæta við að markaðs- og söluáherslur hafa verið á sykurlausa drykki undanfarið auk þess sem vöruþróun hefur aðallega verið á sykurlausum eða sykurminni drykkjum,“ segir Einar Snorri. Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoð- arforstjóri Ölgerðarinnar, segir sykurmagn á hvern seldan drykkjarlítra hjá fyrirtækinu hafa dregist saman um nærri 50% frá 2016 (sjá graf). Óáfengir drykkir sem Ölgerðin framleiðir eru gosdrykkir, vatns- drykkir, malt- og léttöl, koffín- drykkir, safar og þykkni. „Gosdrykkjamarkaðurinn á Ís- landi hefur gjörbreyst og raunar drykkjarvörumarkaðurinn allur. Hlutdeild vatnsdrykkja og sykur- lausra gosdrykkja hefur aukist og kolsýrt vatn er orðið stór hluti af markaðnum,“ segir Gunnar. Vakning meðal neytenda „Þetta er fyrst og fremst vakning meðal neytenda en auðvitað hjálpar til stóraukið framboð af sykur- lausum valkostum. Vöruþróun okkar hefur beinst að sykurlausum drykkjum. Nefna má vörumerkið Kristal sem dæmi en við höldum því stöðugt á lofti með markaðssetningu og öflugri vöruþróun. Við erum þannig að ýta undir þessa þróun,“ segir Gunnar. Sykurskertri blöndu af malti og appelsíni var, að hans sögn, vel tekið síðustu jól og því hafi Ölgerðin sett á markað sykurlaust jólaöl og appelsín fyrir þessi jól. Nú í október hafi salan á sykurlausu app- elsíni farið fram úr sölu á appelsíni með sykri en það hefði þótt óhugs- andi fyrir nokkrum árum. Sykurmagn í drykkjum minnkar með hverju ári Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sykurmagn í óáfengum drykkjum hjá Coca Cola á Íslandi og Ölgerðinni hefur minnkað um tugi prósenta á aðeins nokkrum árum. Einar Snorri Magnússon Gunnar B. Sigurgeirsson Þróun sykurmagns í drykkjarvörum Magn sykurs í drykkjarvörum Ölgerðarinnar 2016-2021, g/líter*** Magn sykurs í drykkjarvörum Coca Cola* 2016-2021, g/líter** 60 50 40 30 20 10 80 70 60 50 40 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2016 2017 2018 2019 2020 2021 *Coca Cola European Partners Ísland ehf. 71 49 68 47 66 42 61 37 57 30 53 25 ***Gosdrykkir, vatnsdrykkir, malt- og léttöl, koffíndrykkir, safar og þykkni **Allar óáfengar vörur sem fyrirtækið selur fyrir utan kaffi. Þ.e. gosdrykkir, vatnsdrykkir, íþróttadrykkir, orkudrykkir og safar REIÐHJÓL Íslenska hjólafyrirtækið Lauf forks hf. hefur lokið 270 milljóna króna hlutafjáraukningu en KPMG var ráðgjafi í ferlinu. Styrkja á hlut- hafahópinn og kemur aukningin að mestu frá nýjum hluthöfum. Eftir viðskiptin er verðmæti fé- lagsins áætlað þrír milljarðar. Benedikt Skúlason og Guðberg Björnsson stofnuðu Lauf forks hf. árið 2011 en Guðberg sagði skilið við fyrirtækið í fyrra. Benedikt er nú stærsti hluthafinn en Nýsköpunarsjóður annar stærsti hluthafinn. Fyrirtækið var stofnað í kringum uppfinningu á hjólagaffli sem fór á markað árin 2013 og 2014. Þróað í kringum gaffalinn „Svo þróuðum við hann yfir í mal- arhjólagaffal árið 2016 og um ára- mótin 2017/2018 kynntum við hjól sem við höfðum þróað í kringum þann gaffal. Þ.e.a.s. við þróuðum malarhjólið okkar í kringum hann,“ segir Benedikt. Veltan hafi tvöfald- ast árlega undanfarin þrjú ár og stefni í u.þ.b. 950 milljónir í ár. „Það varð mikill vöxtur í sölunni um mitt ár 2020 þegar við fórum að selja beint á netinu. Við vorum í samstarfi við 120 verslanir í Banda- ríkjunum en sögðum því samstarfi upp á vormánuðum 2020 og lögðum áherslu á sölusíðuna. Fram að því kepptum við fyrst og fremst í gæð- um – að vera með gaffal sem enginn annar var með og bestu malarhjólin – en sumarið 2020 fórum við að geta boðið betra verð en flestir að auki. Upp frá því tvöfaldaðist salan á því ári og enn á ný í ár,“ segir Benedikt. Um 80% af sölunni fer til Banda- ríkjanna og segir Benedikt vel hægt að tvöfalda söluna á þeim markaði næstu ár. baldura@mbl.is Lauf forks sækir hlutafé og sækir fram Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Benedikt Skúlason, forstjóri Laufs. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.