Morgunblaðið - 29.12.2021, Síða 7
Það er ótrúlega mikilvægt að finna helgunina í starfinu á
hverjum tíma. Fyrir hverju brennur maður? Í fyrstu
störfunum var helgunin fólgin í að læra sem mest og afla sér
reynslu. Hjá Kauphöllinni vaknaði ég á hverjum morgni og fann að
ég var þarna fyrir litlu hluthafana, að tryggja þeim sama aðgengi
að upplýsingum og stóru aðilunum. Í bankanum upplifði maður
þetta nánast eins og herskyldu. Það þurfti einfaldlega að byggja
upp bankakerfið að nýju og síðan var auðvelt að brenna fyrir sjálf-
bærnina […] Það er augljóst í mínum huga hver hún er hér á vett-
vangi Creditinfo. Hér snýst verkefnið um fjárhagslega heilsu sam-
félagsins. Réttar upplýsingar um það hvernig fjárhagsleg staða
mála er. Það er starf sem skiptir gríðarlega miklu máli og er bein-
línis þjóðhagslega mikilvægt. Gögn skipta öllu máli við ákvarð-
anatöku, ef hún á að vera vönduð. Greinargóðar upplýsingar, t.d. í
ástandi eins og hefur ríkt vegna kórónuveirunnar, skipta sköpum.
20. október
Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, frkv.stj. Creditinfo á Íslandi
”
„Þessi sameining er ekki endastöð. Við munum þróa
áfram það sem við erum að gera, sem er að flytja vörur
samhliða verkefnunum fyrir álfyrirtækin. Við sjáum mikil tæki-
færi í að þróa félögin saman í eina átt. […] Þetta eru tvö öflug
fyrirtæki sem hafa verið í rekstri í töluverðan tíma og byggja
bæði starfsemi sína á þjónustu við álfyrirtæki. Cargow þjónustar
Alcoa á Reyðarfirði og í Noregi en Thorship þjónustar Rio Tinto í
Straumsvík. […] Skipin eru þannig búin að þau geta flutt gáma
og lausavöru með álinu. Það er gott svigrúm í skipunum og kerfið
okkar er hannað í kringum þetta fyrirkomulag. Á mánudags-
morgni er eitt skip á Reyðarfirði, eitt í Noregi og tvö í Rotter-
dam. Svo skipta skipin sér á milli hafna í stöðugri hringferð, með
möguleika á nokkrum viðkomum á leiðinni. Það sama á við um
Thorship nema þar er farið beint til Rotterdam með ál og aðrar
útflutningsvörur og almennan innflutning til landsins.“
1. desember
Stefán H. Stefánsson og Ragnar Jón Dennisson,
Cargow og Thorship
”
Rudolf Gubric: „Eftirspurnin hefur ekki dregist
saman í faraldrinum heldur hafa síðustu ársfjórð-
ungar verið góðir hjá okkur. Við höfum fengið margar pant-
anir og eftirspurn hefur aukist eftir lausnum til að fram-
leiða tilbúna rétti. Þá ekki síst til framleiðslu á skyndibita
en mikil eftirspurn hefur verið eftir ofnum okkar.“
Janka Boreková: „Það er eins og ég sagði ekki alltaf auð-
velt að finna starfsfólk. Ekki síst sökum þess að vinnu-
markaðurinn í Slóvakíu er sterkur, sérstaklega í Nitra en
hér mælist lægsta atvinnuleysið í öllum 79 héruðum lands-
ins. Það mældist 3,4% í lok október en samkvæmt opinber-
um tölum eru 3.200 manns hér án vinnu og 5.500 stöður í
boði. Við reynum að laða til okkar fólk frá öðrum svæðum í
Slóvakíu og greiðum fólki m.a. bónus fyrir að flytja til
Nitra.“
24. nóvember
Rudolf Gubric og Janka Boreková
”
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 7VIÐTÖL 2021
„Við erum hrærð og stolt yfir miklum áhuga á útboð-
inu. Við höfum fengið inn 6.500 nýja hluthafa sem við
bjóðum velkomna,“ segir Gunnþór sem hóf árið 1996 störf hjá
SR mjöli hf., sem síðar sameinaðist Síldarvinnslunni.
„Umhverfið hefur mikið breyst síðan 1996. Þá voru margar
fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi og það var mikil uppbygging í
fiskimjölsiðnaðinum á árunum 1990-2000. Á þessum árum tóku
fiskimjölsverksmiðjurnar á móti 1 til 1,5 milljónum tonna á ári.
Þá voru stórir loðnukvótar og mörg skip voru mun minni en
þau sem nú eru. Ég byrjaði fljótlega að sjá um hráefnisstýringu
fyrir verksmiðjurnar. Það voru oft mikil læti því skipin voru
burðarminni, kvótar stórir en þá þurfti oft að veiða á skömmum
tíma.“
2. júní
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar
”
„Tískuheimurinn hefur verið að rústa sjálfum sér. Hér
áður var þetta allt í föstum skorðum. Tískan var kynnt
á tískuvikunni í New York og á öðrum helstu sýningarpöllum og
vörusýningum heimsins sex mánuðum áður en hún kom í búðir.
Ný hönnun var hernaðarleyndarmál og allir biðu þess spenntir
að sjá hvað hönnuðir hefðu verið að undirbúa fyrir markaðinn.
Ef einhver tók upp myndavél á vörusýningu þar sem var verið
að kynna það sem átti að koma í verslanir hálfu ári síðar var það
litið mjög alvarlegum augum. Nú er þetta þannig að það er búið
að klæða áhrifavalda í fötin áður en þau eru sýnd á tískupöll-
unum, og dreifa myndum á samfélagsmiðlum. Svo eru vörurnar
nánast komnar á útsölu um leið og þær koma í búðirnar. Hrað-
inn er orðinn svo mikill og skaðlegur.“
11. ágúst
Bergþóra Guðnadóttir, eigandi Farmers Market
”
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri.
Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir.
Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.
Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden.
Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Megna.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Orri Hauksson, for-
stjóri Símans, & Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri.
Hannes Alfreð Hannesson, framkvæmdastjóri TVG
Express.
Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Íslenskra
fasteigna.
Sigurður Þór Helgason, framkvæmdastjóri DJI.
Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa.
Elías Guðmundsson og Viggó Vigfússon, eigendur
Héðinn Kitchen & Bar.
Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna.
Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns
þróunarfélags.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Sverrir Pálmason, fasteignasali í Grænubyggð.
Gunnar Hákonarson, framkvæmdastjóri
Kolaportsins.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Ingólfur Árni Gunnarsson, verkefnastjóri hjá
Langasjó.
Aðrir sem rætt var við
„Ég tel að við eigum bjarta framtíð. Eftirspurnin eftir áli
í heiminum hefur verið að aukast í langan tíma, eða að
jafnaði um 2-3% á ári. Það skýrist ekki síst af áherslunni á að gera
farartæki léttari, þar með talið bíla og flugvélar, með notkun áls.
Síðustu tvo áratugi eða svo hafa álverin í Kína mætt aukinni
eftirspurn eftir áli en Kína fór þá úr því að vera smáframleiðandi í
að vera stærsti álframleiðandi heims. En nú hafa Kínverjar greint
frá því að þeir hyggist láta staðar numið við uppbyggingu álvera, í
því skyni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og miða fram-
leiðslugetuna við 46 milljónir tonna. Til samanburðar hljóðar eft-
irspurnin í heiminum nú upp á 65 milljónir tonna af áli á ári. Og ef
áform Kínverja ganga eftir mun í fyrsta sinn í tvo áratugi skapast
þörf fyrir að byggja upp framleiðslugetu á Vesturlöndum til að
mæta vaxandi eftirspurn.“
8. september
Jesse Gary, forstjóri Century Aluminum
”
„Í Frakklandi er það enn mikil skömm að mistakast og
fólk óttast álit náungans. Það hræðist að verða fyrir að-
kasti og fá á sig blett. Í Bandaríkjunum hins vegar, þótt enginn
vilji að sér mistakist, þá er þetta litið mun mildari augum. Það
er litið á það sem þroska og lærdóm að mistakast. Það að vera
hræddur við að gera skyssu er mesta hindrunin fyrir því að
hæfileikaríkt fólk stofni fyrirtæki. Það kýs frekar að ráða sig til
starfa hjá öðrum. Þú vilt ekki vera stimplaður sem tapari. Í
Bandaríkjunum getur maður alltaf byrjað aftur. […] Lykil-
atriðið í því er að ég flutti til Bandaríkjanna árið 2009 til að
reyna að gera fyrirtækið eins bandarískt og mögulegt var. Ég
fór því með fjölskylduna, setti börnin í skóla og kom mér vel
fyrir. Þetta var eina leiðin til að geta fengið hæfileikafólk til
starfa.“
22. september
Jean-Baptiste Rudelle raðfrumkvöðull
”
Það má að mörgu leyti segja að þau hafi komið til
okkar á sömu forsendum og Sotheby’s. Vandamálið
hjá þeim var að meðalaldur viðskiptamannahópsins hækkaði
einfaldlega um eitt ár á hverju ári. Það varð ekki endurnýj-
un. Við töldum lausnina vera að uppfæra nálgun fyrirtækisins
og færa notendaupplifunina inn í nútímann. Jafnvel þótt við-
skiptavinir þessara fyrirtækja séu í hópi ríkasta fólks í heimi,
stundum sagt að það sé ríkasta eina prósentið af ríkasta eina
prósentinu, þá notast þetta fólk við sama viðmót í tölvum og
símum og allir aðrir. Þótt miklar eignir opni fólki aðgang að
ýmsu sem við höfum ekki aðgang að er það samt þannig að
Elon Musk og Jeff Bezos eru með sama notendaviðmót og
við hin.
9. júní
Atli Þorbjörnsson, forstjóri Gangverks
”