Morgunblaðið - 29.12.2021, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 11VIÐTAL
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000
Sterkari
saman
í sátt við
umhverfið
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
NJÓTUM JÓLANNA
ÁHYGGJULAUS Á
ÖRUGGU HEIMILI
Viðskipti
Áramótin eru mikilvægur fjáröfl-
unartími hjá slysavarnafélögunum
og leggjast þar allir á eitt til að
flugeldasalan gangi sem best.
Kristján Þór hjá Landsbjörg seg-
ir m.a. fram undan að fjármagna
smíði nýrra björgunarskipa:
Hverjir eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Það er í æði mörg horn að líta
hjá stórum sjálfboðaliða-
samtökum eins og Slysavarna-
félaginu Landsbjörg en stærstu
verkefnin í dag eru meðal annars
þau að við erum að undirbúa end-
urnýjun allra okkar þrettán
björgunarskipa, en fyrsta skipið
kemur næsta sumar og mun það
vera staðsett í Vestmannaeyjum.
Von okkar er sú að endurnýjunin
muni ekki taka lengri tíma en tíu
ár.
Skipin eru smíðuð í Finnlandi
og kostar hvert skip 285 milljónir.
Íslenska ríkið kemur mjög
rausnarlega að þessu verkefni
með framlagi upp á 50% af fyrstu
þremur skipunum og viljayfirlýs-
ingu um að koma að næstu sjö
skipum með sama hætti.
Eðli málsins samkvæmt fer
mikill tími hér á skrifstofu
Landsbjargar í að tryggja það
fjármagn sem upp á vantar. Við
treystum á almenning og atvinnu-
lífið í fjármögnun á starfsemi fé-
lagsins, en þar er stór hópur
Bakvarða sem styðja ötullega við
bakið á félaginu með mánaðar-
legu framlagi. Það er hópur sem
skiptir okkur gríðarlega miklu
máli.
Nú í desember er svo einn af
annasömustu mánuðum ársins hjá
okkar fólki því ein helsta fjár-
öflun félagsins fer fram um ára-
mótin með sölu flugelda. Segja
má að flestir okkar sjálfboðaliða
komi með einum eða öðrum hætti
að þeirri fjáröflun. Nú sem
endranær treystum við á velvilja
landsmanna í kringum flugelda-
söluna.
Hver var síðasta
ráðstefnan sem þú sóttir?
Síðasta ráðstefnan sem ég sótti
var slysavarnaráðstefnan Slysa-
varnir 2021 sem félagið hélt um
miðjan október. Þar voru flutt
mörg mjög áhugaverð erindi.
Hvernig heldur þú
þekkingu þinni við?
Þar sem ég er tiltölulega ný-
byrjaður í starfi framkvæmda-
stjóra Slysavarnafélagsins hefur
það verið ærið verk að koma mér
inn í starfið og kynnast öllu því
frábæra fólki sem stendur að fé-
laginu. Við erum svo heppin að
reka tvo öfluga skóla, Slysavarna-
skóla sjómanna og Björg-
unarskólann, og ég geri ráð fyrir
að sækja nokkur námskeið hjá
þeim á komandi ári.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan
starfa?
Þar sem ég hef nýlega hafið
störf hjá Landsbjörg er ég ekki
að hugsa mér til hreyfings. Þeir
sem þekkja mig best vita að ég er
í draumastarfinu. Mjög nærandi
fyrir sál og líkama að vinna fyrir
sjálfboðaliðasamtök sem láta sig
varða almannaheill.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég reyni að fara á hlaupabretti
þegar tími gefst til. Annars er
konan dugleg að draga mig með í
göngutúra í nágrenni höfuð-
borgarsvæðisins.
Hvað myndirðu læra ef þú
fengir að bæta við þig nýrri
gráðu?
Ég er ákaflega sáttur við það
nám sem ég valdi mér á sínum
tíma. Ætli ég myndi ekki halda
áfram á sömu braut og dýpka
þekkingu mína á sviði stafrænnar
markaðssetningar.
Hvað gerir þú til að fá
orku og innblástur í starfi?
Lykillinn er að halda jafnvægi
á milli vinnu og fjölskyldu. Það er
hins vegar auðvelt að fá inn-
blástur og orku í því starfi sem
ég gegni í dag innan um alla þá
snillinga sem ég fæ að vinna með
dagsdaglega.
Hvaða lögum myndir þú breyta
ef þú værir einráður í einn
dag?
Við fylgjum þeim lögum sem
sett eru hverju sinni. Látum aðra
sem betur eru til þess fallnir sjá
um lagasetningu í landinu.
SVIPMYND Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Treysta á velvilja landsmanna
Morgunblaðið/Eggert
Kristján segir það nærandi fyrir sál og líkama að vinna fyrir sjálfboðaliðasamtök sem vinna að almannaheill
NÁM: Stundaði nám við San Jose State University og University
of Alabama á árunum 1983 til 1989 og lauk BS-prófi í markaðs-
fræðum og mastersgráðu í alþjóðamarkaðsfræðum.
STÖRF: Starfaði í fjármálageiranum í tæp þrjátíu ár. Vann fyrir
Landsbankann, Europay, SPRON, Valitor og Seðlabanka Ís-
lands. Hóf störf hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í byrjun apríl
á þessu ári.
ÁHUGAMÁL: Áhugamálin eru æði mörg. Hef mjög gaman af
góðum mat og vínum, þá helst í félagsskap góðra vina. Geri mik-
ið af því að ferðast með fjölskyldunni og er Ítalía í uppáhaldi. Hef
gaman af íþróttum og þá helst frjálsíþróttum, handbolta og fót-
bolta.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Geirlaugu B. Geirlaugsdóttur og
eigum við fimm börn: Viktor, Maríönnu, Geirlaug, Sveinbjörgu og
Birnu.
HIN HLIÐIN