Morgunblaðið - 29.12.2021, Síða 6
Við erum í raun ekki í samkeppni við stofnanir á borð
við viðskiptabankana í aðildarríkjunum. Við erum í sí-
fellt meira mæli í samstarfi við þá og við komum með lausnir
inn á markaðinn sem þeir bjóða alla jafna ekki. Þar nefni ég t.d.
mjög löng lán, jafnvel til 30 ára. Þannig virkum við sem eins
konar grunnlánveitandi til lengri tíma litið og viðskiptabank-
arnir sjá svo um framkvæmdir ýmiss konar eða fyrirgreiðslu
sem sækja þarf með skömmum fyrirvara. Þetta kom ágætlega
fram í samtölum okkar við Isavia í heimsókn okkar hingað. Þar
er horft til þess að NIB komi að langtímafjármögnun mjög
stórra verkefna en fyrirtækið geti leitað til viðskiptabankanna
varðandi aðra þætti í rekstrinum. Það er, eins og það er orðað,
gott að hafa byssupúðrið þurrt þegar grípa þarf til þess. Það er
mikilvægt að eiga inni drjúga fyrirgreiðslu hjá viðskiptabönk-
unum þegar þörfin skapast.
1. september
André Küüsvek, bankastjóri NIB
”
„Við sem komum til með að vinna saman að þessu
verðum að setja hjarta og sál í þetta og vinna af
ástríðu. Persónulega vil ég geta horft stolt til baka eftir 40-50
ár. Þannig vil ég að öðrum líði einnig. Þú getur búið til frá-
bært teymi sérfræðinga, en ef hjartað er ekki með í för verð-
ur verkefnið aldrei framúrskarandi. […] Mjög oft eru hann-
aðar einingar eða hverfisbútar þar sem mjög óljós skilaboð
eru gefin um hvaða atvinnustarfsemi á að koma í hverfið. Þá
getur svæðið orðið mjög ósamstætt. Hér erum við í nafla höf-
uðborgarsvæðisins. Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla sem
að þessu koma og öll hugsun og allt skipulag mun taka mið
af þessari heilsutengingu. Það kemur þá engum á óvart
hvaða atvinnustarfsemi velst inn á svæðið. […] Svo geturðu
verið með slæmt landsvæði, en með góðri og vel útfærðri
hugmynd geturðu bætt það til muna.“
27. október
Þorgerður Arna Einarsdóttir, frkv.stj. Akralands
”
„Það gengur vel og raunar sífellt betur. Nú heyra 13
lönd undir CCEP og við tilheyrum svokallaðri Norð-
ur-Evrópueiningu en undir hana heyra Holland, Belgía, Lúx-
emborg, Noregur, Svíþjóð og við. Þessir sex markaðir eru í
einni kippu en stóru markaðirnir eru einir og sér – Bretland,
Frakkland, Þýskaland og Íberíuskaginn. Við erum minnst í
hópi litlu landanna en njótum sömu virðingar. Skipulagið
gengur svolítið út á að gefa hverju landi það svigrúm sem það
þarf til að ná árangri á hverjum markaði fyrir sig. Það hefur
gengið vel.
Við erum sérstök að því leyti að við erum með bjórinn …
Þannig að helmingurinn af því sem við gerum er eitthvað sem
CCEP er ekki að fást við annars staðar. Við ráðum því sjálf og
mörkum okkar eigin stefnu en í hinu þurfum við að taka tillit
til þess sem Coca-Cola Company [í Atlanta] gerir …“
24. mars
Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola
”
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021VIÐTÖL 2021
Ég var til dæmis ósáttur við kaupin á Olís en með þeim
misstum við þrjár Bónusbúðir [að kröfu Samkeppnis-
eftirlitsins]; á Hallveigarstíg, á Smiðjuvegi og í Faxafeni. Áður
en Hagar keyptu Olís og Reykjavíkur Apótek ræddu fjármála-
sérfræðingar um að Hagar skulduðu ekki nógu mikið og allt í
einu heyrði maður hugtök sem maður skildi ekki alveg; ég hélt
að best væri að skulda sem minnst. Ég tel að best sé að vaxa á
eigin verðleikum. Vöxturinn á að koma innan frá. Það er það
sem Hagar standa fyrir.
Stefnan hjá þeim feðgum [Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ás-
geiri] var að ef Hagar eignuðust eitthvað skyldi það koma neyt-
endum til góða. Hagar fengu undanþágu frá Samkeppnis-
eftirlitinu til að kaupa apótek og olíufélag.“
10. febrúar
Guðmundur Marteinsson, framkv.stj. Bónuss
”
„Fyrir nokkrum árum var alltaf talað um nauðsyn þess
fyrir sprotafyrirtæki að vera í Kísildalnum í San
Francisco, í London eða New York til að eiga einhvern séns. En
svo fór það að breytast. Menn eru í auknum mæli farnir að
horfa út í heim og sjá að það eru að verða til frábær fyrirtæki í
Rúmeníu, Eystrasaltslöndunum og öðrum löndum, stöðum sem
engum hafði dottið í hug að góð fyrirtæki gætu komið frá. Svo
kemur veirufaraldurinn og það skerpti enn á þessu. Maður sér
miklu jafnari dreifingu á fjárfestingum og miklu meira er af
fjárfestingum frá Bandaríkjunum í evrópskum fyrirtækjum en
nokkru sinni áður. Það stafar að mínu mati að hluta til af því að
í svona ástandi þá skiptir ekki máli hvar þú ert staddur á fjar-
fundi í tölvunni.“
14. apríl
Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid
”
Ég leyfi mér að fullyrða að Valitor hafi ekki staðið betur í
langan tíma og eiginfjárstaðan er sterk. Valitor er því vel
búið undir framtíðina. Það er nauðsynlegt enda stórar áskoranir
fram undan. Við þurfum að auka sjálfvirkni og styrkja innri við-
skiptamannakerfin hjá okkur. En við vitum hvert við viljum stefna
og starfsemin er mun einfaldari en áður. Í því felast miklir styrk-
leikar til að sækja fram.Það eru ógnir og tækifæri á þessum mark-
aði […] Valitor er fjártæknihús og við vinnum að mörgum stórum
verkefnum í samstarfi við innlend og erlend fyrirtæki. Þar má nefna
samstarf við íslensku bankana um að innleiða Apple Pay, samstarf
við önnur hugbúnaðarhús og fleira. Við erum sífellt að þróa lausnir
fyrir okkar viðskiptavini og erum þátttakendur í hinni öru þróun –
ekki síst með samstarfi við önnur öflug og spennandi fyrirtæki.
17. mars
Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Valitor
”
Á margan hátt er það æskilegra að stytta vinnudaginn
fyrir allan hópinn og bæta þannig líðan og árangur heild-
arinnar. Ef við einblínum um of á einstaklinginn, og getu hans til
að afkasta meiru á styttri tíma, hættum við m.a. á að umbuna
þeim sem eru lagnir við að hámarka afköst sín á kostnað annarra.
Þessu til skýringar nefni ég dæmi sem hænsnabændur þekkja
vel. Sumar hænur eiga það nefnilega til að verpa miklu fleiri
eggjum en gengur og gerist en þessar ofurhænur eru líka mun
líklegri til að drepa önnur hænsn. Bóndi sem leyfir ofurhænu að
vaða uppi getur vænst þess að engar aðrar hænur verði eftir á lífi
í kofanum að ári liðnu. Við sjáum eitthvað þessu líkt gerast hjá
sumum hugbúnaðarfyrirtækjum þar sem t.d. undrasnjallir forrit-
arar sem afkasta margfalt á við aðra fá að komast upp með
óæskilega hegðun sem eitrar út frá sér.
31. mars
Alex Soojung-Kim Pang, höfundur Styttri
”
Í hverri viku, árið um kring, birta blaðamenn ViðskiptaMoggans viðtöl
og fréttaskýringar á miðopnu hans. Þar er farið ofan í saumana á at-
hyglisverðum fréttamálum og rætt við einstaklinga, innan landstein-
anna og utan, sem hafa forvitnilega sögu að segja. Víða er leitað
fanga, allt í þeim tilgangi að bregða upp mynd af íslensku efnahags-
og viðskiptalífi og hvernig hlutir þokast fram eða aftur á hverjum tíma.
Við áramót í fyrra var nefnt á þessum vettvangi að árið 2020 hefði
verið jafnt fordæmalaust og tíðindamikið. Hið sama má fullyrða um
árið 2021 sem nú er senn á enda.
Hér getur að líta brotabrot úr þeim viðtölum sem birst hafa á liðnu ári.
Auk þeirra hafa birst á þessum vettvangi fréttaskýringar um ýmis mál-
efni sem ástæða hefur þótt til að varpa ljósi á.
Með puttann á viðskipta-
púlsinum árið um kring