Morgunblaðið - 29.12.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 29.12.2021, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021ÁRAMÓT hafðu það notalegt á nýju ári vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum „Eitt á enda ár vors lífs er runnið“ ViðskiptaMogginn bauð framkvæmdastjórum hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að horfa fram á næsta ár, líkt og áður hefur verið gert á þessum vettvangi við áramót, og svara spurn- ingunum: Hvaða breytingar myndir þú vilja sjá á nýju ári til þess að bæta rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni fyrirtækja sem tilheyra þínum samtökum? Hefur eitthvað breyst til batn- aðar á árinu sem er að líða? Ljósmynd/Styrmir Kári & Heiðdís Photography Ég treysti því að áform stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar, sem flokkast undir útfærslu á almennri stefnumörk- un um rekstrarumhverfi fyrirtækja, verði hrint í framkvæmd. Yfirgrípandi stefnan, að vaxa til meiri velsældar, er þó innihaldslaus ef samkeppnishæfni fyrirtækja verður ekki bætt og jafnframt verði dregið úr og stöðvaður vöxtur hins opinbera á síðasta kjör- tímabili. Aukin hlutdeild hins opinbera í þjóðarbúskapn- um, þar sem starfsfólk er sogað úr einkageiranum, mun ekki stuðla að vexti til meiri velsældar, raunar þvert á móti. Samkvæmt sáttmálanum skal draga úr hindrunum í gildandi regluverki og tryggja að ný löggjöf sé skýr og skilvirk. Orsakasambandið á milli samkeppnishæfni og velsældar þjóða er ótvírætt. Í árlegri skýrslu IMD- viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni 64 þjóða hafnaði Ísland í 21. sæti árið 2021 en hin norrænu ríkin voru meðal 11 efstu. Þar lendir Ísland í 21. sæti varðandi regluverk atvinnulífs og í 33. sæti varðandi skilvirkni vinnumarkaðarins. Ísland þarfnast því einfaldari og skýrari reglna til að nálgast hin norrænu ríkin í sam- anburðinum. Í sáttmálanum er sett fram almenn stefna um bætt vinnubrögð og aukna skilvirkni við gerð kjarasamninga. Áformaðar eru nokkrar breytingar á ákvæðum vinnu- löggjafar um ríkissáttasemjara sem allar horfa til fram- fara. Meginkerfisvandi vinnumarkaðarins felst þó í ara- grúa samningsaðila og samstöðuleysi þeirra. Þann vanda hefur íslensk löggjöf skapað. Mikilvægustu kerf- isumbæturnar fælust í verulegri fækkun stéttarfélaga og kjarasamninga sem gætu skapað grundvöll fyrir samstöðu um markmið og launahlutföll. Langtímamark- mið íslensks samfélags hlýtur að vera svipuð verðbóga og launabreytingar og í samkeppnislöndum, en ekki tvö- falt til þrefalt meiri eins og reynsla undangenginna ára- tuga ber órækt vitni um. Aukinn áhrifamáttur peningastefnunnar undanfarin ár er mjög jákvæð breyting fyrir atvinnulífið. Skýringin er sú að óverðtryggð útlán til heimila hafa aukist veru- lega á kostnað verðtryggðra. Í lok þessa árs er staða útlána banka til heimila þannig að tveir þriðju eru óverðtryggð en þriðjungur verðtryggð, en í árslok 2018 voru hlutföllin öfug, þ.e. þriðjungur var óverðtryggður. Þetta hefur í för með sér að hver prósenta stýrivaxta Seðlabankans er miklu áhrifaríkari en áður. Þeir eru nú 2% en voru 5% að meðaltali síðasta áratug. Samtök atvinnulífsins Halldór Benjamín Þorbergsson Við hjá Félagi atvinnurekenda myndum vilja sjá efndir á fyrirheitum stjórnvalda um létt- ara regluverk og lægri skatta fyrir fyrir- tækin, ekki sízt þau minni og meðalstóru. Það er stórmál fyrir atvinnurekendur að launa- tengdir skattar og gjöld lækki. Tímabundin lækkun tryggingagjalds á árinu 2021 hjálpaði til og hefði átt að vera varanleg. Við viljum sjá heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni með viðskiptafrelsi að leiðarljósi; að einkaaðilar fái skýra heimild til að selja áfengi í smásölu og áfengisauglýsingar verði leyfðar. Um leið yrðu settar reglur um starfsemi, sem viðgengst í dag án þess að um hana séu til neinar reglur. Núverandi regluverk er óskýrt og götótt og fyrirtæki sitja ekki við sama borð. FA berst áfram fyrir aukinni fríverzlun við önnur ríki. Endur- skoðun tollasamnings við Evrópusambandið skilar vonandi út- víkkun á tollfrjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur, í sam- ræmi við ákvæði EES-samningsins. Stjórnvöld ættu sömuleiðis að endurskoða fáránlegar reglur um tolla á t.d. blómum og að- föngum til innlendrar matvælaframleiðslu. Stjórnvöld ættu að setja skýrar reglur um að ríkisrekin eða ríkisstyrkt fyrirtæki og stofnanir séu ekki í beinni samkeppni við einkaaðila. Sömuleiðis ætti að gera átak í stjórnarháttum op- inberra fyrirtækja og tryggja að þar ráði hæfni hverjir stjórna, ekki flokksskírteini eða tengsl. Byrði atvinnulífsins vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hefur þyngzt um meira en 70% frá því núverandi kerfi fast- eignamats var tekið upp 2015. Nokkur sveitarfélög lækkuðu skattprósentuna á árinu en í langflestum tilvikum hækkuðu þau duglega tekjur sínar af skattinum. Á nýju ári þarf að fara fram samtal ríkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja um nýtt, gegnsærra og stöðugra kerfi skattheimtu af atvinnuhúsnæði. Taka ætti upp samkeppnismat á allri löggjöf um atvinnulífið, með sama hætti og gert var varðandi byggingariðnað og ferða- þjónustu í samstarfi við OECD. FA vill efla samkeppnislöggjöf- ina, til varnar minni og meðalstórum fyrirtækjum gagnvart of- ríki opinberra aðila og markaðsráðandi fyrirtækja. Síðast en ekki sízt þarf að breyta vinnubrögðum á vinnumark- aðnum og semja um launahækkanir sem atvinnulífið getur stað- ið undir og meiri sveigjanleika í kjarasamningum. Opinberir starfsmenn þurfa að sætta sig við að verða ekki framar leiðandi í hækkunum launakostnaðar. Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Margt jákvætt hefur breyst á árinu sem er að líða þrátt fyrir heimsfaraldur. Má þar nefna stóraukna notkun rafrænna lausna, sem sparar viðskiptavinum fjármuni og ekki síður tíma. Tími sem ella færi í biðraðir og akstur með pappíra getur nú nýst okkur til gæðastunda með okkar nánustu. Hið opinbera hefur stigið stór skref í stafrænni vegferð sinni og standa þar upp úr rafrænar þinglýsingar sem nú eru orðnar að veruleika eftir áralanga bið. Starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Áfram verður umhverfið í stöðugri þróun og sífellt fleiri verkefni eru falin fjármálafyrirtækjum s.s. í baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Mikilvægt er að regluverkið sé sambærilegt því sem gildir á hinu sameiginlega evrópska efna- hagssvæði, sé sanngjarnt og ekki of íþyngjandi. Íslensk fjármálafyrirtæki búa við umtalsverða skattlagningu umfram önnur fyrirtæki og samkeppnisaðila, bæði hér- lendis og erlendis. Mikilvægt er að endurmeta þessa sérstöku skattlagningu reglu- lega með tilliti til þeirra áhrifa sem hún hefur á neytendur og samkeppnisstöðu. Sjaldan hefur verið eins mikilvægt að auka samstarf milli fyrirtækja, líkt og fjár- málafyrirtækja, og hins opinbera í baráttunni við netárásir, netglæpi og pen- ingaþvætti. Aukin tíðni netárása á stofnanir, fyrirtæki og mikilvæga innviði um all- an heim kallar á nýjar aðferðir og aukið samstarf. Ánægjulegt er að sjá hvernig opinberir aðilar líkt og Fjarskiptastofnun og Seðlabankinn eru að byrja að taka á þessu málum og mikilvægt að stjórnvöld styðji við fyrirtæki og varnir og vinnu þessara aðila. Árás á einn er mál okkar allra því enginn veit hver verður næstur og þó varnirnar hafi reynst nokkuð góðar er ljóst að samfélagslegur kostnaður getur orðið mikill. Á komandi ári vildum við einnig sjá að hafin verði vinna við breytingar á ákvæð- um skaðabótalaga er lúta að vátryggingum. Um er að ræða mikla hagsmuni fyrir neytendur þar sem gildandi ákvæði skaðabótalaga um ákvörðun bóta fyrir varan- lega örorku eru með öðrum hætti hér á landi en t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Í Danmörku er t.d. gólf á útgreiðslu bóta vegna varanlegrar örorku miðað við 15%, en slíkt gólf er ekki í íslenskri löggjöf. Háar fjárhæðir eru greiddar vegna vænts tekjutaps eftir slys sem leiða til líkamstjóns. Um 75% allra greiddra bóta hafa verið vegna mála þar sem örorka er metin undir 15%. Þá er matsferillinn kostnaðar- samur og gætu breytingar á löggjöfinni leitt til töluverðrar hagræðingar fyrir við- skiptavini tryggingafélaganna. Katrín Júlíusdóttir Samtök fjármálafyrirtækja 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.