Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson 10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021ÁRAMÓT TímamótÚtgáfudagur 31.12.2021 Stútfullt blað af fersku og beittu efni, skrifað af sérfræðingum, áhrifamönnum og blaðamönnum sem munu fá lesendur til að velta vöngum yfir þróun og horfum í heiminum. Farið er yfir árið og horft fram á veginn á erlendum og innlendum vettvangi. Morgunblaðið í samstarfi við New York Times gefur út TÍMAMÓT Tímamót Heimurinn 2019 ásamt Tímamót Heimurinn 2018 Tímamót Heimurinn 2020 ásamt Heimurinn 2021 Tímamót Ómissandi blað um áramót. Algjör straumhvörf hafa orðið í áliðnaði með hækkun á álverðs á heimsmarkaði og skilar það sér beint inn í íslenskan þjóð- arbúskap, m.a. með bættri afkomu og vax- andi umsvifum þeirra þriggja álvera sem hér starfa og auknum tekjum orkufyrir- tækja vegna tengingar við álverð. Enn sýn- ir það sig að þegar vel gengur í áliðnaði þá hefur það mjög já- kvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Á liðnu ári var óvissu eytt með endurnýjun raforkusamninga hjá Isal og Norðuráli og gefið var út nýtt starfsleyfi fyrir álver- ið í Straumsvík til ársins 2037. Það gefur svo augaleið að sú staða sem upp er komin í bættri afkomu og samkeppnishæfni álvera gefur tilefni til að skoða vandlega hvort ekki séu tæki- færi til frekari uppbyggingar, framþróunar og fjárfestinga. Til marks um það tilkynnti Norðurál 16 milljarða fjárfest- ingu í nýjum steypuskála í haust, en með því skapast tugir starfa, stigið er lengra í virðiskeðjunni með verðmætari af- urðum, auk þess sem dregið er úr orkunotkun í fram- leiðsluferlinu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Það er auðvitað innspýting fyrir þann öfluga klasa sem myndast hefur í kringum álverin þegar ráðist er í slík fjárfestingar- verkefni, en á hverju ári kaupa álverin vörur og þjónustu af hundruðum fyrirtækja fyrir tugi milljarða og er þá raforka undanskilin. Þegar horft er fram á við liggja sóknarfærin í loftslags- málum fyrir íslenskan áliðnað. Íslensku álverin skrifuðu undir viljayfirlýsingu með íslenskum stjórnvöldum árið 2019 um að stefna að kolefnishlutleysi árið 2040. Hér á landi er grunn- urinn traustur fyrir sókn í loftslagsmálum, þar sem álfram- leiðsla losar hvergi minna en á Íslandi. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% hér á landi frá árinu 1990, en það hefur m.a. náðst fram með fjárfestingum í bættu framleiðsluferli og endurnýtingu flúors. Mest munar þó um að álið er framleitt með endurnýj- anlegri orku, en á heimsvísu er það orkuvinnslan sem losar mest þegar ál er framleitt. Losun við framleiðslu áls hér á landi er fjórum sinnum minni en að jafnaði í heiminum eða um fjögur tonn af koldíoxíði á tonn af áli. Meðaltalið er 18 tonn af koldíoxíði fyrir hvert tonn af áli en í Kína fer koldíoxíðmagnið í 20 tonn þegar álverin eru knúin með orku úr kolum. Margvísleg þróunarverkefni eru á borðinu hjá öllum álver- unum til að draga enn frekar úr losun. Ljóst er að tækifærin eru fyrir hendi með öflugum áliðnaði hér á landi til að verða í fremstu röð á þessu sviði. Nokkur verkefni lúta að tækniþró- un í föngun og niðurdælingu eða endurnýtingu koldíoxíðs, m.a. í samstarfi við Carbfix. Það var mikilvægur áfangi þegar Rio Tinto skrifaði undir samning við Carbfix á haustdögum um föngun og förgun kolefnis frá álveri Isal í Straumsvík. Í því fólst einnig að leitað yrði leiða til að nýta Carbfix- aðferðina til að draga úr losun frá starfsemi Rio Tinto á heimsvísu. Þá vinna álver hér á landi að þróun á kolefn- islausum skautum, en ef sú tækni verður að veruleika þá framleiða álver súrefni en ekki koldíoxíð. Fleiri verkefni eru á borðinu, m.a. hjá sprotafyrirtækjum innan Álklasans sem er til húsa í nýstofnuðu Tæknisetri og fagnaðarefni að vísir sé að myndast að öflugu rannsóknarsetri í áliðnaði hér á landi. Samál Pétur Blöndal Ár eftir ár er talað um mikilvægi þess að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði á Alþingi, í opinberri umræðu og á ýmsum vettvangi samstarfs atvinnulífs og stjórn- valda. En samt gerist allt of lítið. Sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs versnar þvert á móti ár frá ári á heildina litið. Fyrir atvinnugrein eins og ferðaþjónustu sem á daglega í harðri al- þjóðlegri samkeppni skiptir rekstrarumhverfið gríðarlegu máli fyrir verðmætasköpun fyrirtækjanna – og samfélagsins. Það er rándýrt að reka fyrirtæki á Íslandi samanborið við mörg helstu samkeppnislönd. Launakostnaður hefur hækkað svakalega frá 2015. Þar hefur opinberi markaðurinn haft erfið þrýstiáhrif á almenna markaðinn og þar með slævt sam- keppnishæfni fyrirtækja. Á þessu verða ríki og sveitarfélög að taka. Það er t.d. óboðlegt gagnvart samkeppnishæfni at- vinnulífs að sveitarfélög semji þannig að lægstu hækkanir þar á bæ séu hærri en þær hæstu á almenna markaðnum. Í kom- andi kjarasamningalotu þarf því að horfa fyrst og fremst til raunhæfra samninga sem taka mið af stöðu útflutningsgrein- anna og samkeppnishæfni þeirra. Til að koma til móts við hækkanir í launaumhverfinu er bráðnauðsynlegt að stjórnvöld geri alvöru skurk í því að ein- falda regluverk í rekstri fyrirtækja. Um þetta hefur sömu- leiðis verið mikið talað en of litlu áorkað undanfarin ár. Ný- legt samkeppnismat OECD á ferðaþjónustu sýnir vel hvers konar reglukraðak rekstur fyrirtækja í greininni þarf að tak- ast á við og hversu mikilvægt er að einfalda það. Sömuleiðis verður að gera alvöru úr áætlunum sem ekki hefur náðst að vinna nægilega vel, t.d. ein inn tvær út-reglu um regluverk at- vinnulífs, færslu leyfisveitinga yfir í tilkynningarskyldu, ein- földun eftirlits stofnana og rafræna stjórnsýslu, t.d. varðandi leyfisveitingar og eftirlit. Þetta er allt hægt að gera og bæði málflutningur fyrir kosningar og stjórnarsáttmálinn sýna að það er vilji til þessa alls hjá nýrri ríkisstjórn. Það hefur hins vegar verið sams konar vilji til staðar hjá a.m.k. fjórum síðustu ríkisstjórnum. Þrátt fyrir það hefur alþjóðleg samkeppnishæfni grein- arinnar hér á landi fallið undanfarin ár í mælingum World Travel and Tourism Council á samkeppnishæfni ferðaþjón- ustu (WTTC Index). Á árinu 2022 hefur ný ríkisstjórn því einstakt tækifæri til að snúa þeirri þróun við og koma góðum vilja í verk. Skýr skref til að bæta rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni ferðaþjónustu munu auka verðmætasköpun samfélagsins og viðspyrnu ferðaþjónustunnar, auka hagvöxt og tryggja áframhaldandi styrkingu kaupmáttar og lífskjara. Og það er sameiginlegur hagur okkar allra. Jóhannes Þór Skúlason Samtök ferða- þjónustunnar Iðnaður er stærsta atvinnugrein landsins og þar undir rúmast fjölbreytt starfsemi í hugverkaiðnaði, bygging- ariðnaði, framleiðsluiðnaði og handiðnaði. Þau eru því margar og ólíkar áskoranir sem blasa við fyrirtækjum í iðnaði en bætt samkeppnishæfni sem byggist á umbótum í menntun, innviðum, nýsköpun og starfsumhverfi sam- einar fyrirtækin. Ljóst er að kjarasamningar verða ein stærsta áskorun nýs árs þar sem tekist verður á um það hvort nóg sé til skiptanna eða um að auka verðmætasköpun. Iðnaðurinn hefur trú á hinu síðarnefnda. Eitt helsta viðfangsefni nýs árs verður að hraða uppbyggingu húsnæðis en ástandið á fasteignamarkaði hefur kynt undir óstöðugleika og verð- bólgu. Miklar væntingar eru bundnar við nýtt innviðaráðuneyti í þeim efn- um en sveitarfélögin þurfa að sýna meiri ábyrgð í málaflokknum með ákvörðunum í skipulagsmálum, hraðari leyfisveitingum og auknu framboði lóða. Á árinu hafa orðið talsverðar umbætur í byggingamálum þar sem regluverk hefur verið einfaldað og Mannvirkjaskrá tekin í notkun þar sem yfirsýn fæst á húsnæðis- og byggingamarkaðinn. Fyrir hönd Samtaka iðn- aðarins vona ég að árið 2022 geti orðið síðasta árið þar sem við teljum íbúðir í byggingu. Hugverkaiðnaður hefur blómstrað á líðandi ári þar sem saman fara öfl- ugir frumkvöðlar og stórbætt umgjörð nýsköpunar þar sem stjórnvöld hafa veðjað á hugvitið. Það veðmál getur skilað landsmönnum varanlegri aukningu á lífsgæðum. Það sárvantar fólk til starfa í hinum vaxandi hug- verkaiðnaði og tefur það vöxt. Stjórnvöld eiga að festa umgjörð nýsköp- unar í sessi og fjölga sérfræðingum á vinnumarkaðnum, jafnt innlendum sem erlendum, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Aðgerða er þörf í orkumálum. Uppbygging raforkukerfis verður við- fangsefni nýs árs. Staðan er einfaldlega sú að meira og minna öll orka sem er framleidd er seld og því til viðbótar er treyst á yfir hálfrar aldar gamla byggðalínu til að koma orku á milli staða. Niðurstaðan er sú að skerða hefur þurft orku til notenda og óveður veldur rafmagnsleysi í marga daga. Samtök iðnaðarins Sigurður Hannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.