Morgunblaðið - 29.12.2021, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 9SJÓNARHÓLL
S
ífellt algengara er að aðilar stofni til óvígðrar sam-
búðar eða dvelji lengur í slíku sambúðarformi áð-
ur en til hjúskapar er stofnað heldur en tíðkaðist
hjá eldri kynslóðum. Hugtakið óvígð sambúð er hvergi
skilgreint með beinum hætti í íslenskri löggjöf en með því
hefur almennt verið átt við um sambúð tveggja fullorðinna
einstaklinga sem halda sameiginlegt heimili og deila með
nánum hætti lífi sínu og hafi ákveðna fjárhagslega sam-
stöðu, án þess þó að þeir séu í hjúskap. Í lögum nr. 20/1991
um skipti á dánarbúum o.fl. miðast beiting heimilda til op-
inberra skipta í óvígðri sambúð við sambúð tveggja ein-
staklinga, sem skráðir hafi verið í þjóðskrá eða sem ráða
megi af öðrum ótvíræðum gögnum, enda eigi sambúð-
arfólk barn saman eða von á barni saman eða hafi búið
saman samfleytt í að minnsta kosti tvö ár.
Um hjúskap gilda hjúskaparlög nr. 31/1993 en engin
heildstæð löggjöf er enn til um óvígða sambúð. Um fjár-
mál einstaklinga í óvígðri sambúð
gilda þannig engar beinar reglur
öfugt við það sem farið er um fjár-
mál einstaklinga í hjúskap. Sam-
kvæmt 103. gr. hjúskaparlaga gild-
ir svokölluð helmingaskiptaregla
við slit hjúskapar en samkvæmt
henni fær maki helming nettó hjú-
skapareignar við fjárskipti milli
hjóna. Þessu er hins vegar ekki
eins farið í tilviki óvígðrar sambúðar þar sem gengið er út
frá því að hvor sambúðaraðilinn taki það sem hann átti við
upphaf sambúðar eða eignaðist meðan á henni stóð. Í
dómaframkvæmd hefur aðilum þá verið dæmd aukin
eignamyndun á grundvelli framlaga sinna en mat á slíku
er almennt atviksbundið í hverju tilviki fyrir sig.
Enginn lögerfðaréttur gildir milli sambúðaraðila í
óvígðri sambúð og eiga sambúðaraðilar ekki rétt til arf-
stöku eftir maka sinn nema ef fyrir liggur erfðaskrá. Maki
í óvígðri sambúð á heldur ekki rétt til setu í óskiptu búi
sem getur skapað vandkvæði sérstaklega þegar um sam-
eiginleg börn sambúðaraðila er að ræða, þar sem langlífari
maki þarf þá að eiga eignir búsins með börnunum og hefur
ekki ráðstöfunarrétt á þeim nema hann fjármagni greiðslu
til barnanna á arfshluta þeirra, sem getur verið fjárhags-
lega þung byrði fyrir eftirlifandi maka í kjölfar andláts.
Aðilar í sambúð gætu hins vegar gert slíka stöðu bærilegri
fyrir langlífari maka með gagnkvæmri erfðaskrá. Þannig
gætu sambúðaraðilar arfleitt 1/3 hluta eigna sinna til lang-
lífari maka sem myndi gera uppgjör arfshluta barna létt-
vægari í fjárhagslegu tilliti.
Í ljósi þess hve réttindi og skyldur sambúðaraðila eru
takmörkuð í hérlendri löggjöf kann það að vera skynsam-
legur kostur að mæla fyrir um mögulega framtíðarskipt-
ingu eigna í sambúðarsamningi milli sambúðaraðila, hvort
sem er við upphaf sambúðar eða á sambúðartíma. Sam-
búðarsamningur myndi þá mæla fyrir um hvernig rétt-
indum og skyldum aðila skuli skipt komi til sambúðarslita.
Um efni og umfang slíkra samninga er aðilum frjálst að
semja um og ekki sérstök formskilyrði fyrir staðfestingu
þeirra. Ekki er óalgengt í framkvæmd að sambúðarsamn-
ingar taki fyrst og fremst til þeirrar fasteignar þar sem
aðilar halda sameiginlegt heimili. Sambúðarsamningum er
við þær aðstæður almennt ætlað að vernda eiginfjárfram-
lag hvors aðila um sig í upphafi en tryggja að eignamynd-
un á sameiginlegum eignatíma skiptist sameiginlega eða í
tilteknum hlutföllum.
Á gildi slíks sambúðarsamnings
hefur reynt fyrir hérlendum dóm-
stólum og gerði svo m.a. í Hrd. nr.
162/2017. Í því máli hafði K ein lagt
fram tilekna fjárhæð umfram M
við kaup á fasteign sem aðilar voru
skráð fyrir í jöfnum eignarhlutföll-
um. Samhliða kaupunum undirrit-
uðu M og K samkomulag þar sem
kveðið var á um að kæmi til fjárslita milli þeirra yrði fyrst
gerð upp greiðsla K „og í því gætt fyllstu sanngirni“. Í
málinu hafði fasteignin hækkað töluvert frá kaupunum og
deildu aðilar um hvort verðhækkunin ætti að skiptast að
jöfnu eða hvort eiginfjárframlag K skyldi njóta sömu hlut-
fallslegu hækkunar og markaðsverð eignarinnar á tíma-
bilinu. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur komust að
þeirri niðurstöðu, með lítillega ólíkri aðferðafræði, eftir
túlkun á orðalagi sambúðarsamningsins, að K skyldi njóta
þessarar hlutfallslegu hækkunar á eiginfjárframlag sitt
með vísan til sambúðarsamningsins milli aðilanna.
Af dóminum má ráða hversu þýðingarmikið það getur
verið að mæla fyrir um slíka skipan mála í samningi og
seint hægt að segja að slíkur samningur, ef rétt er að stað-
ið, sé ósanngjarn í eðli sínu. Mikilvægt er að huga þessum
atriðum við upphaf sambúðar eða þegar stofnað er til fjár-
útláta vegna eignamyndunar enda er samningsstaðan, þar
eins og annars staðar, mun erfiðari ef allt er komið í bál og
brand.
Sambúðarsamningar
LÖGFRÆÐI
Birgir Már Björnsson
hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu
og kennari í skuldaskila- og eignarrétti við
Háskólann í Reykjavík
”
Ekki er óalgengt í fram-
kvæmd að sambúðar-
samningar taki fyrst og
fremst til fasteignar þar
sem aðilar halda sam-
eiginlegt heimili.
gera en að reima á sig svuntuna og
hita upp í grillinu.
Trufluð nautalund
Fyrir valinu varð trufflumaríner-
uð nautalund og meðlætið, brokkol-
ísalat, grænpiparsósa úr smiðju Há-
konar Más og undursamlegar
kramdar rattekartöflur með par-
mesan sáldrað yfir og bakað í ofni!
Nautalundinni lokaði ég á grilli á
funheitum teinunum – 300° sem We-
ber nær jafnvel í mestu kuldum. Tók
hana inn og lét hvíla í þrjár mínútur.
Inn í ofn við 160° í þrjár mínútur,
hvíla í þrjár og svo koll af kolli þar til
kjarnhitinn hafði náð 56° – þá var
steikin fullkomnuð. Eftir nokkurra
mínútna hvíld undir álpappír hafði
kjarnhitinn risið um 2-3° og kjötið
því fullkomlega við medium/rare-
mörkin sem svona kjöt á skilið að
berast fram við.
Poggio All’Oro (Litla Gullhæðin)
er hæð í eigu Banfi og þar er allt
gert til að láta vínviðinn skila af sér
eins lítilli uppskeru og mögulegt er
og þess vegna í öfugu hlutfalli við
bragðgæðin og dýptina.
Það hefur tekist einkar vel í 2013
Riserva og töfrar vínið fram þétta og
mikla tóna af fjólum og súkkulaði,
reyk og svörtum berjum. Kryddtón-
arnir leyna sér heldur ekki.
Í þessum árgangi voru 15.200
flöskur lagðar til hvílu í kjallara
hússins.
Gripur númer 455
Flaskan sem opnuð var í Urriða-
holtinu var númer 455. Lyfti hún
kvöldverðinum í hæðir með löngu og
óskertu eftirbragði, plómum og
kirsuberjum og var engu líkara en
að áramótin væru gengin í garð,
jafnvel þótt enn séu nokkrir dagar
eftir af árinu 2021.
Það eru til óteljandi og verri hug-
myndir en að verja tæpum 20 þús-
und krónum í Brunello af Gullhæð-
inni smáu í Montalcino. Öðru eins
verja menn í flugelda og telja ekki
eftir sér.
ses@mbl.is
Poggio All’Oro er fallegt vín í fallegri og þungri flösku. Banfi er full alvara
með þessu víni, enda krúnudjásnið í framleiðslunni sem er mikil og þekkt.
Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson