Morgunblaðið - 28.12.2021, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
Árlega velur lífsstílsvefurinn Smartland Mörtu Maríu bestu snyrtivörur ársins. Í ár er listinn yfirgripsmikill
og fjölbreyttur en blaðamenn vefsins hafa allt þetta ár prófað ógrynni af góssi sem gott er að bera á andlit,
í hárið eða á líkamann. Eftir ríkulega rannsóknarvinnu urðu þessar vörur fyrir valinu.
Augnkrem
ársins!
Sensai Refreshing Eye
Essence og Sensai Melty
Rich Eye Cream
Um er að ræða silkimjúkt gel
sem sett er undir augun með
ryð- og nikkelfrírri andlitsrúllu.
Henni er rennt mjúklega yfir
augnsvæðið kvölds og
morgna. Þegar búið er að rúlla
húðina með þessu er Melty
Rich Eye Cream nuddað vel
inn í húðina. Þessi tvenna
dregur úr þrota og frískar okk-
ur upp. Þetta fæst í Hagkaup.
CC krem
ársins!
IT Cosmetics CC+
Cream with SPF 50+
Síðasta vor fóru vör-
urnar frá IT Cosmet-
ics að fást á Íslandi.
CC kremið frá þeim
hefur slegið í gegn er-
lendis og var stemn-
ingin ekkert öðruvísi á
Íslandi. Þetta krem
hylur vel og er vel
hægt að nota í stað-
inn fyrir farða. Gott er
að bera kremið á með
bursta þannig að
áferðin verði ennþá
jafnari og fallegri.
Líkamsolía
ársins!
Weleda Arnica
Massage Oil
Þessi nuddolía er
löngu orðin klassísk
enda fagnaði Weleda
100 ára afmæli á
árinu sem er að líða.
Þessi olía mýkir
húðina, dregur
úr bólgum í lík-
amanum og
eykur blóð-
flæði húðar-
innar. Það er
gott að bera
hana á sig eftir
bað eða láta
nudda sig upp
úr henni
heima. Hún
fæst í apótek-
um og í völd-
um matvöru-
verslunum.
Gloss
ársins!
La Mer The Lip
Volumizer
Lungan úr árinu
þurfti fólk að bera
grímu þegar það
var innan um annað
fólk. Þá kom þetta
glæra gloss frá La
Mer eins og himna-
sending því það
mýkir varirnar og
gefur þeim góðan
raka. Það er fínt eitt
og sér en er líka
mjög gott yfir varalit
eða varalitablýant.
Það fæst á beauty-
box.is
Púður ársins!
By Terry Hyaluronic Hydra-Powder Palette
Í þessum fjórum litum er hægt að skyggja andlitið
þannig að fegurðin sé í forgrunni. Þetta púður státar
af þeim eiginleikum að fylla upp í fínar línur og mis-
fellur. Með þessum fjórum litum er auðvelt að móta
andlitsdrætti og gefa húðinni samfellt og fallegt yfir-
bragð. Þetta púður fæst í Madison Ilmhúsi.
Naglalakk ársins!
Nailberry Honesty
Þessi litur er mjúk-
ur og áreynslu-
laus. Kosturinn við
lökkin frá Nailberry
er að þau eru veg-
an og næra negl-
urnar vel. Lakkið
hleypir inn raka og
súrefni og hefur
hlotið vott-
un PETA
„Cruelty
free“.
Þessi
naglalökk
fást til
dæmis á
beauty-
box.is og í
Systra-
samlag-
inu.
Farði ársins!
Shiseido Synchro Skin Self Refreshing
Cushion Compact
Um er að ræða afar góðan farða sem hylur vel. Við
fyrstu sýn minnti hann á gamla góða kökumeikið
en það var þó ekki raunin þegar farðinn var kom-
inn á andlitið. Hann gefur fallega áferð og húðin
verður sléttari og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Ef
þú átt eftir að prófa þennan farða þá ættir þú að
bæta úr því strax. Hann fæst til dæmis í Hagkaup.
Auga-
brúna-
vara
ársins!
Anastasia Brow
Definer Auburn
Þessi blýantur gerir
kraftaverk þegar
augabrúnir eru ann-
ars vegar. Auðvelt er
að móta þær með
því að nota blýant-
inn. Í þessum blýanti
er líka bursti þannig
að hægt er að greiða
vel úr augnhárunum.
Það sem er svo gott
við þennan blýant er
að hann er skáskor-
inn og því auðvelt að
búa til skýrar línur.
Hann fæst á nola.is
Snyrtivörur
ársins 2021!