Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 30
Reynisson, ritstjórar Stundarinnar, voru bú-
in að vinna saman í mörg ár þegar ástin
blossaði upp og þau byrjuðu saman. Ekki
nóg með það heldur keyptu þau raðhús á
Seltjarnarnesi og fluttu inn ásamt
börnum sínum. Nú vantar bara hund á
heimilið til að taka vísitölu-stjúpfjöl-
skylduna alla leið.
Bergþór og
Laufey Rún
Ástin spyr ekki um stjórnmálaflokk
eins og kom í ljós þegar Bergþór Ólason,
þingmaður Miðflokksins, byrjaði með
Laufeyju Rún Ketilsdóttur, sem vinnur fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn. Bæði höfðu þau verið
töluvert lengi í lausagangi þegar ástin bankaði
upp á. Nú eiga þau von á barni sem kemur í heiminn í
byrjun sumars. Um er að ræða hennar
fyrsta barn en Bergþór átti dóttur áður
en þau hnutu hvort um annað.
Guðmundur
og Guðlaug
Guðmundur Hafsteinsson, fjár-
festir og fyrrverandi yfirmaður hjá
Google, og Guðlaug Kristbjörg Krist-
insdóttir forstjóri byrjuðu saman á
árinu.
Ásdís Rán og Gísli
Ásdís Rán Gunnarsdóttir fann ástina á árinu í
fanginu á Gísla Elmarssyni. Þau höfðu þekkst
lengi þegar þau rugluðu saman reytum. Hann
býr í Svíþjóð en hún í Búlgaríu en hann starfar í banka
og hefur umsjón með tölvukerfunum. Síðan þau byrjuðu
saman hafa þau ferðast mikið og verið bæði á sólar-
ströndum og í skíðaferðum.
Björk fann
ástina
Björk Guðmundsdóttir, einn
þekktasti tónlistarmaður
landsins, fann ástina. Sá
heppni heitir Alex Jallow og
er hann eigandi veitingastað-
arins Ogolúgó á Laugavegi
85.
Kristín Péturs
komin á fast!
Áhrifavaldurinn og leikkonan
Kristín Pétursdóttir fann ást-
ina á árinu í örmum kokks-
ins Hauks Más Hauks-
sonar. Hann hefur verið
farsæll í starfi en hann
rekur Yuzu-hamborg-
arastaðina ásamt fleir-
um. Parið hefur verið
duglegt að njóta menn-
ingar og lista saman og
virðast vera sköpuð
hvort fyrir annað.
Jóhanna Guðrún fann ástina eftir skilnað
Ein ástsælasta sögnkona landsins, Jóhanna Guðrún, fann ástina í örmum gam-
als kærasta þegar hún hnaut um Ólaf Friðrik Ólafsson. Þau voru par fyrir ára-
tug en svo slitnaði upp úr sambandinu. Nú eru þau hins vegar búin að finna
hvort annað á ný og eiga von á barni. Hann er viðskiptafræðingur og fyrir þá
sem hafa áhuga á ættfræði þá er hann sonur Ólafs F. Magnússonar, fyrrverandi
borgarstjóra í Reykjavík.
Sigurjón kominn
með kærustu!
Sigurjón Kjartansson, leikstjóri og hand-
ritshöfundur, er einn fyndnasti maður Ís-
lands. Hann var einn af þeim sem fundu
ástina en sú lukkulega heitir Halldóra
Guðbjörg Jónasdóttir og er snyrtifræð-
ingur og nuddari. Parið býr nú á Sel-
fossi og er hæstánægt hvort með annað.
Guðmundur Örn og
Ragnhildur Sveins
Guðmundur Örn Þórðarson fjárfestir, sem oft er
kenndur við Skeljung, og Ragnhildur Sveins-
dóttir, fyrrverandi eiginkona Eiðs Smára Guð-
johnsen, voru á ferð og flugi saman á árinu. Par-
ið býr hvort í sínu landinu; hann á Íslandi en hún
á Spáni, en það virðist ekki stoppa
þau þegar ástin er annars vegar.
Þórður og Berglind
Festival
Þórður Gunnarsson, verkefnastjóri
hjá Sýn, og Berglind Festival, eins og
hún er kölluð, mættu saman í leik-
húsið á frumsýningu „Vertu
úlfur“ í byrjun ársins.
Parið hefur verið á
fleygiferð í lífinu
síðan og hefur
hún verið að
gera gott mót í
þættinum Vik-
unni með Gísla
Marteini. Þar
fær hennar
leiftrandi húmor
að njóta sín.
Freyr og
Kolfinna Baldvins
Allt ætlaði um koll að keyra þegar
Freyr Gylfason og Kolfinna Baldvins-
dóttir skráðu sig í samband á Face-
book. Hann er kannski þekktastur
fyrir það að hafa verið fréttastjóri á
Stöð 2 en hún hefur unnið ýmis störf
í gegnum tíðina á fjölmiðlum.
Ingibjörg Dögg
og Jón Trausti
Ingibjörg Dögg Kjartans-
dóttir og Jón Trausti
Halldóra Guðbjörg
Jónsdóttir og Sig-
urjón Kjartansson.
Pör ársins 2021!
Björk Guðmundsdóttir
og Alexander Jallow
eru falleg saman.
2021 var ár rómantíkur og gleði. Þrátt fyrir að skemmtistaðir væru minna opnir á þessu ári en síðustu ár fann fólk maka. Sem kemur kannski
ekki á óvart því það er löngu orðið úrelt að finna sér lífsförunaut í myrkri um miðja nótt. Það myndu fáir kaupa sér bifreið við slíkar aðstæður.
Freyr Gylfason
og Kolfinna
Baldvinsdóttir.
Jón Trausti Reynisson
og Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir rit-
stjórar Stundarinnar
urðu ástfangin.
Þórður Gunnarsson og
Berglind Pétursdóttir.
Guðmundur
Hafsteinsson og
Guðlaug Kristbjörg
Kristinsdóttir.
Ásdís Rán
og Gísli.
Bergþór
Ólason og
Laufey Rún
Ketilsdóttir
eiga von á
barni.
Kristín Péturs-
dóttir og Hauk-
ur Már Hauks-
son fundu
hvort annað á
árinu.
Guðmundur
Örn Þórðarson
og Ragnhildur
Sveinsdóttir.
Jóhanna Guðrún
og Ólafur Friðrik
Ólafsson eru
ástfangin.
Ólafur F.
Magnússon er
tengdafaðir
Jóhönnu
Guðrúnar.
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021