Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 32
Það var ekki bara Kári Stef- ánsson sem var að vinna með gallafata- Ken-útlitið. Hér er Ragna Lóa í galla- samfestingi sem gæti verið frá Mattel. Stórir kærastajakkar! Elísabet Gunnarsdóttir prímus mótor Trendnets er hrifin af stórum kær- astajökkum og notaði þá óspart á árinu. 32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 Dragtir og djammtoppar 2021 var ár vona og væntinga hvað viðkom klæðaburði. Þjóðin var svolítið í teygðum joggingfötum heima hjá sér en um leið og færi gafst var fólk búið að klæða sig upp á og notaði hvert tækifæri til þess að gera gott úr ástandinu. Sumarið var til dæmis sumar blómstrandi kjóla, litríkra dragta, beige-litaðra fata og djammtoppa. Íslenskar konur eru ekki vanar að gefa neinn afslátt þegar kemur að straumum og stefnum í klæðaburði og þannig var það líka í ár. Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í stíl. Báðar í ljósri dragt. Árelía Eydís Guðmunds- dóttir dósent við Háskóla Íslands og Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona klædd- ust báðar blóma- kjólum í sumar. Gallafata-Barbie og Ken Þegar miðaldra fólk var lítið var eftirsótt að eiga Barbie-dúkku í gallafötum frá toppi til táar. Það var svolítið eins og Lilja Al- freðsdóttir og Kári Stefánsson hefðu verið að vinna með þetta þema því bæði sáust þau í slíkum fatnaði á árinu. Fólk er hins veg- ar oft frekar ósammála þegar kemur að gallafata-Barbie- lúkkinu. Sumum finnst það æði en aðrir hata það! Nú verður hver að dæma fyrir sig! Elísabet Gunnarsdóttir á Trendneti er hér í stórum kær- astajakka en slíkir jakkar voru mjög áberandi á árinu. Engar goslausar skrifstofudragtir! 2021 var ár dragtarinnar. Þá erum við ekki að tala um hefð- bundnar svartar skrifstofudragtir heldur dragtir í glöðum lit- um. Ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir klæddust fínum drögtum á árinu og það þótti fréttnæmt þegar þær sáust saman á flugvelli nánast eins klæddar. Báðar í beige. Dragtir ársins voru ýmist með síðum smá útvíðum buxum og vel sniðnum jakka eða með aðsniðnum buxum og stórum jakka. Hver og ein valdi það sem passaði best! Eina sem ekki mátti 2021 var að vera í goslausum skrifstofudrögtum! Blómakjólar! Það komst enginn í gegnum sum- arið nema eiga litríkan blóma- kjól. Kjólarnir komu í öllum heimsins munstrum og voru ýmist alveg víðir eða aðeins teknir saman í mittinu. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dós- ent við Háskóla Íslands skartaði til dæmis afar fallegum blómakjól í útgáfuteiti sínu á Kjarval. Lilja Dögg Alfreðs- dóttir og Kári Stef- ánsson klæddust gallafötum á árinu. Einhverjir héldu því fram að Kári Stefánsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefðu verið eins og gallafata-Barbie á árinu. Ása Ninna Pét- ursdóttir fata- hönnuður og blaðamaður er hér í ljósri dragt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.