Morgunblaðið - 28.12.2021, Síða 38
Ljósbleikur
glanskjóll frá
Gucci gefur
tóninn.
Glans-
andi föt
Ef þú ert ekki búin að
kaupa þér pallíettuföt fyr-
ir áramótin þá gætir þú
gert það á nýju ári. 2022
verður ár glansandi fatn-
aðar hvort sem þér líkar
betur eða verr. Pallíett-
ubuxur við einfalda skyrtu
úr góðu efni er ekkert
nema lekkerheit.
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
M
eð vorinu
sjáum við
nátt-
úrulega,
heilbrigða
og ljómandi
húð koma aftur inn eins og síðustu sumur.
Áherslan er á „no makeup makeup“ þar sem
léttur farði er ráðandi ásamt mildum skygg-
ingar- og kinnalitum. Þar er
lykillinn að nota minna en
meira af formúlunum og
blanda vel svo við sjáum
næstum ekki að farði sé á
húðinni. Einnig væri hægt
að nota eingöngu hyljara til
að bera létt á þau svæði
sem við viljum hylja og
jafna,“ segir Björg.
Þrátt fyrir að húðin verði
mjög náttúruleg og létt
sjáum við bjartari liti í
augn- og varaförðun. „Eftir
því sem líða tekur á vor og
sumar sjáum við mikið af
pastel og björtum litum í
augnförðun þar sem mikið
verður um listrænar línur í
Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur
Yves Saint-Laurent á Íslandi, er farin að hlakka til
förðunartískunnar árið 2022.
Marta Maria Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is
Glannalegir
augnskuggar
verða móðins.
Settu á þig
maskara og
rauðan varalit.
kringum augun. Þar fylgjum við engum
reglum heldur verður tískan óreglulegar línur
og skyggingar á augum og jafnvel með sanser-
uðum skuggum yfir hina litina, í augnkrókinn
eða við augnlínu. Augnförðunin verður svo
toppuð með léttum maskara og ýfðar og nátt-
úrulegar augabrúnir halda sínu striki.“
Í varatískunni helst glossið inni og verður
enn vinsælla.
„Glansandi, glossaðar og jafnvel
glimmeraðar varir verða málið árið
2022 ásamt björtum varalitum. Það er
svo gaman að geta leikið sér með var-
irnar og þá eru engar reglur; notaðu
allt saman eða berðu bara létt gloss á
varirnar. Þú gætir jafnvel bætt
glimmeruðum augnskugga yfir
varalitinn eða glossið til að fá enn
meiri hreyfingu og ljóma. Rauði
varaliturinn er kominn til að vera!
Rautt er klassískt allan ársins
hring og munum við sjá miklu
meira af honum á
komandi ári, sem er
sérstaklega fallegt
við náttúrulega húð-
ina og skarpa eye-
linerinn.“
Glansandi
glimmervarir
Bleikar og rauðar
glansandi varir verða
áberandi 2022.
Keðjubelti
Það er auðvelt að uppfæra stílinn með
einu belti eða svo. Keðjubelti frá tísku-
húsum á borð við Chanel og Gucci er eitt-
hvað sem þykir eftirsóknarvert. Hægt er
að nota keðjubeltin á margvíslegan hátt.
Ýmist við pils og rúllukragapeysu, yfir
kjóla eða buxur og topp og ekki vera í
neinu stressi þótt það sé smá bert á milli.
Það má!
Kvenfatatískan 2022!
Lítill jakki er eitthvað
sem allar þurfa að eiga í
fataskápnum. Þessi
fæst á zara.com.
Rúllukragapeysa og pils
með hænsnafótamunstri
Kristen Stewart leikur Díönu prinsessu í kvikmynd-
inni Spencer sem sýnd er í bíóhúsum um þessar mund-
ir. Þar klæðist hún þröngu pilsi með hænsnafótam-
unstri og er í rauðri rúllukragapeysu við. Þessi
samsetning á eftir að gera allt vitlaust á nýju ári.
Skærir litir
Ef þú ert týpan sem er alltaf í
svörtu því það er svo öruggt gætir þú
komið á óvart á nýju ári. Þú gætir
fengið þér peysu í skærum lit eða
jafnvel buxur eða kjól.
Kristen Stewart í hlutverki
Díönu prinsessu í Spen-
cer. Hér má sjá þröngt
pils við rúllukragapeysu.
Litlir jakkar
Ef það er eitthvað sem þú þarft
að eiga fyrir nýtt ár þá er það lítill
jakki. Jakki sem passar við allt og
þú getur verið í litlum hlýrabol
innan undir. Þú gætir jafnvel
fengið þér buxur í stíl eða pils
sem nær rétt fyrir ofan hné.
Glansandi efni verða
móðins. Þessi kjóll er
frá Gucci og tilheyrir
sumarlínunni 2022.
Sumartíska Chanel
2022. Hér má sjá háls-
festar og keðjubelti í öll-
um heimsins útfærslum.
Pallíettubuxur frá
Norma Kamali.
Þær fást á net-a-
porter.com.
Keðjubelti gera allt vitlaust á
nýju ári. Þetta er frá franska
tískuhúsinu Chanel.
Nýtt ár kallar á ný tækifæri. Þegar kemur að
fatatískunni er margt áhugavert sem þú
ættir að tileinka þér ef þú vilt vera móðins.
Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is
Litríkir satín-
jakkar verða
áberandi 2022.
Þetta dress er
frá Gucci.
Hvernig væri að
fjárfesta í neonlit-
uðum buxum?
Þessar eru frá
Gucci.
Húðin á að vera
náttúruleg og iða
af heilbrigði.