Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 6
Þá tel ég mikilvægt að bregðast við athuga- semdum ESA og lagði áherslu á það í embætti mínu sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra lovisa@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við bráðabirgðaniðurstöðu ESA frá 2020 um meint brot ríkisins gegn reglum EES um umhverfis- mat. Fjallað hefur verið um málið í Fréttablaðinu. ESA hefur gefið rík- inu þrjá mánuði til að bregðast við. „Ríkið hefur brugðist við. Unnið hefur verið að breytingum á lögum um fiskeldi, hollustuhætti og meng- unarvarnir og umhverfismat fram- kvæmda og áætlana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í samstarfi við sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið. Drög að frumvarpi sem bregðast á við bráðabirgðaniður- stöðum ESA var kynnt í Samráðsgátt 15. desember og er á þingmálaskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra,“ segir Guðmundur Ingi í svari til Fréttablaðsins en spurt var hvers vegna ekki hefði verið brugðist við strax árið 2020 þegar bráðabirgða- niðurstaða ESA var birt. Hið sama kemur fram í svari við fyrirspurn til umhverfisráðuneytisins. Guðmundur Ingi ítrekar mikil- vægi þess að félagasamtök og almenningur geti tekið virkan þátt í stefnumótun og ákvörðunum sem varða umhverfi og náttúru, en meint brot íslenska ríkisins felast samkvæmt ESA í að útiloka almenning frá umfjöllun um bráða- birgðaleyfin og ókleift sé að kæra þau. Guðmundur Ingi segir í svari til fréttastofu að hann hafi beitt sér fyrir því sem ráðherra að auka möguleika almennings og félaga- samtaka til þátttöku. „Meðal annars með því að þre- falda f jár framlög til rekstrar umhverf isverndarsamtaka. Að sama skapi tel ég afar mikilvægt að félagasamtök geti kært ákvarðanir stjórnvalda er varða umhverfismál til óháðs úrskurðaraðila og gerði meðal annars gangskör að því að flýta málsmeðferðartíma úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála með styrkingu nefndarinnar á síðasta kjörtímabili. Þá tel ég mikilvægt að bregðast við athuga- semdum ESA og lagði áherslu á það í embætti mínu sem umhverfis- og auðlindaráðherra,“ segir hann. ■ Ráðherra segir búið að bregðast við ábendingum ESA ÚTSALA 30-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM SMÁRALIND KRINGLAN WWW.UTILIF.IS kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Eyðsla Íslendinga í vændiskaup minnkaði um rúm 2 prósent árið sem faraldurinn skall á. Samkvæmt gögnum Eurostat, töl- fræðistofnunar Evrópusambands- ins, eyddu Íslendingar 16 milljónum evra, eða rúmum 2 milljörðum íslenskra króna í vændi árið 2020. Vændi jókst allan áratuginn fram að faraldrinum. Árið 2016 jókst eyðslan um 16,6 prósent en á bilinu 6 til 7 prósent árin 2017 til 2019. Eurostat hefur ekki tölur um vændiskaup í öllum aðildarríkjum, en í f lestum sem tölur eru til yfir hefur vændi hríðfallið í faraldr- inum. Í Ungverjalandi og Eistlandi minnkaði eyðslan um nærri helm- ing. Í Svíþjóð stóð eyðslan hins vegar í stað og í Finnlandi jókst hún um 3 prósent. Eyðsla Íslendinga í fíkniefni hefur minnkað meira í faraldrinum, það er um 6,6 prósent. Alls eyddu Íslendingar rúmri 41 milljón evra í fíkniefni á árinu 2020, eða tæpum 6 milljörðum króna. Þetta þýðir að meðaltalið var 17.420 krónur á hvern Íslending. Eyðsla í fíkniefni jókst allan ára- tuginn fram að faraldrinum, vana- lega um 3 til 5 prósent, ef frá er talið árið 2013 þegar hún dróst saman um 1 prósent. ■ Vændi minnkaði lítillega samfara faraldrinum hér Vændi og eiturlyf kosta sitt. Jafnvægi hefur náðst í íbúa- flutningum milli höfuðborgar og landsbyggðar og stór svæði úti á landi sem áður bjuggu við langvarandi fólksfækkun eru nú í sókn. ser@frettabladid.is MANNFJÖLDI Verulegra breytinga hefur séð stað í þróun byggðasvæða hér á landi á síðustu árum og vekur þar einna mesta athygli að fólks- fækkun utan höfuðborgarsvæðisins hefur víðast hvar stöðvast. Þessara umskipta varð fyrst vart um síðustu aldamót, en svo virðist sem þau séu að festa sig í sessi. Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og rannsóknaprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri, bendir á að fólksfjölgun á höfuðborgarsvæð- inu hafi verið um eða undir lands- meðaltali frá aldamótum á sama tíma og mikill vöxtur hafi verið á byggðasvæðunum í kringum suð- vesturhornið, suður með sjó, fyrir austan fjall og norðan Hvalfjarðar. Fólki hafi jafnframt fjölgað í flest- um öðrum landshlutum, en innan landshlutanna hafi verið sterk til- hneiging til þess að íbúum fjölgi á stærri stöðunum en fækki í minni byggðarlögum. Þóroddur bendir á að hluti skýringarinnar felist í aðf lutningi fólks frá útlöndum, sem hafi dreifst tiltölulega jafnt um landið og hafi sérstaklega styrkt byggðir í vörn eins og opinberar tölur styðji. Önnur ástæða sé sú – og sæti tíðindum – að landsbyggðirnar sem liggi fjærst Reykjavík tapi ekki lengur mörgum íbúum til höfuð- borgarsvæðisins, heldur hafi nánast náðst jafnvægi á milli þessara svæða með minnkandi flutningum utan af landi til Reykjavíkur og bæjanna við borgarmörkin. Stóra myndin sé raunar sú að höfuð borgarsvæðið leiði ekki leng- ur íbúafjölgun, landsbyggðin haldi sínu og víða gott betur og suðvestur- svæðið, sem liggur á milli Hvítánna í Borgarfirði og Árnessýslu, vaxi nú heldur á kostnað höfuðborgar- svæðisins frá því sem áður var. Stóra myndin sýni því öðru fremur að langtum meira jafnvægi ríki nú á milli þessara þriggja byggðasvæða landsins en áður hefur þekkst. Sem dæmi um breytingarnar á byggðaþróun á þessari öld nefnir Þóroddur Akureyri, sem sé sér á báti, enda langstærsta byggðarlagið utan suðvesturhornsins og raunar fjölmennari en landshlutar á borð við Vestfirði, Norðurland vestra og Austurland. Þar hafi fólksfjölg- unin verið nánast línuleg í heila öld, þótt sveiflur hafi verið á milli ára. Vöxtur bæjarins hafi samt ekki verið á kostnað annarra byggðarlaga á Norðurlandi, heldur hafi þau náð til sín hluta þess straums sem annars hefði farið til höfuðborgarsvæðisins, svo sem sýnt er fram á í nýrri rann- sókn í Journal of Rural Studies. Hvað allra nýjustu íbúatölur frá byrjun nýs árs varði, haldist sama þróun áfram á landsvísu, fjölgi fólki um 2,0% en fjölgunin á höfuðborgar- svæðinu sé 1,9% eða rétt undir lands- meðaltali. Á Hvítársvæðinu fjölgi fólki hins vegar um 3,2%, en vöxtur- inn sé nú mestur fyrir austan fjall fremur en á Suðurnesjum. Áfram fjölgi fólki á stærstu stöð- unum í öðrum landshlutum en á síðasta ári hafi hins vegar orðið sú breyting að fólki fjölgar enn meira á jaðarsvæðum á borð við Suðaustur- land og sunnanverða Vestfirði. Með svipuðum hætti sé fjölgunin á Akureyri rétt yfir landsmeðaltali en um 3% á áhrifasvæði Akureyrar í sunnanverðum Eyjafirði. ■ Höfuðborgarsvæðið leiðir nú ekki lengur í íbúafjölgun eins og lengi var Akureyri hefur náð til sín hluta þess fólks sem annars hefði farið til höfuðborgarsvæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN Þóroddur Bjarnason, prófessor 6 Fréttir 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.