Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 14
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það er oftar en ekki hinn ákærði sem leggur mesta áherslu á að réttað sé yfir honum fyrir lukt- um dyrum. Það væri nú betra fyrir þjóðir heims að eiga heri heilbrigðis- starfsfólks heldur en heri sem berjast hver við annan. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is KCM spítalinn í Póllandi hefur þjónustað fjölda Íslendinga varðandi magaermi og sambærilegar aðgerðir. Verð 5.490 EUR, um 825.000 ISK. Innifalið í pakkanum er aðgerðin, tvær nætur á spítalanum, dvöl á góðu nálægu hóteli fyrir og eftir og akstursþjónusta. Flugið er ekki innifalið. Nánari upplýsingar hjá HEI: www.hei.is/megrunaradgerdir Sími 8 200 725. Magaermi og sambærilegar aðgerðir Góð heilbrigðisþjónusta er okkur flestum afar mikil- væg en fullnægjandi mönnun er forsenda heilbrigðis- þjónustu, hvort heldur í heimsfaraldri eður ei. Því miður skortir á að mönnun í íslensku heilbrigðiskerfi sé næg, eins og bent hefur verið á í hverri einustu úttekt sem Embætti landlæknis hefur gert undanfarin ár. Þetta er reyndar alþjóðlegt vandamál en Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin hefur áætlað að það vanti 18 milljónir heil- brigðisstarfsmanna fram til ársins 2030 og það einungis til að sinna grunnþjónustu. Það er margt sem þarf að gera hérlendis til að tryggja fullnægjandi mönnun, þannig að hún sé í takti við eðli og umfang þjónustunnar. Það þarf að fjölga í mörgum heilbrigðisstéttum; með því að mennta fleiri en líka að gera starfsaðstæður meira aðlaðandi þannig að fólk haldist betur í starfi. Líta þarf til meðal annars vinnu- skipulags, kjara, stjórnunar, samráðs, símenntunar, tækifæra til kennslu og vísindavinnu, tækni, húsnæðis, aðstöðu, lagaumhverfis og fleiri þátta. Heilbrigðis- ráðherra skipaði í maí 2021 landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu, sem ætlað er að vera ráðgefandi um aðgerðir til að bæta úr og bregðast við, í samræmi við Heilbrigðisstefnu. Heimsfaraldur Covid-19 hefur svo sannarlega dregið fram mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks. Það væri nú betra fyrir þjóðir heims að eiga heri heilbrigðisstarfsfólks heldur en heri sem berjast hver við annan. Heilbrigðis- starfsfólk og umönnunarstéttir hafa svo sannarlega staðið sína plikt í heimsfaraldri Covid-19. Þegar faraldur- inn var að byrja vissum við ekki nema að fjöldi sjúklinga veiktist alvarlega og að heilbrigðisstarfsfólk erlendis væri að smitast og veikjast. Það hindraði ekki að okkar fólk stæði óhikað í framlínu og að bakverðir kæmu til starfa. Faraldurinn hefur nú staðið í tæp tvö ár með miklu álagi á kerfið allt. Það er að stærstum hluta sama fólkið sem stendur vaktina, dag út og dag inn af mikilli ósérhlífni. Ég vil votta öllu því góða fólki mína virðingu og þakka fyrir óeigingjörn og vel unnin störf. n Þakkir til heilbrigðisstarfsfólks Alma Möller landlæknir ser@frettabladid.is Skjólið Atvinnurekendur á Íslandi kalla nú eftir því að stjórnmálin láti að sér kveða í viðureigninni við heimsfaraldurinn. Það gangi ekki lengur að vísindin haldi um alla valdaþræði í landinu og stjórni því ein hvort fólk megi mæta til vinnu eða í skóla, verði að vera heima hjá sér eða á sóttvarnahóteli eða geti yfirleitt um frjálst höfuð strokið. En ætli það sé nú líklegt að stjórn- málin stökkvi fram og taki þessari herhvöt? Varla. Það hefur verið svo óskaplega gott að vera í skjóli vísindanna undanliðin misseri og gott ef það hefur ekki færst værð yfir íslensk stjórnmál vegna þessa. Og hvers vegna að eyðileggja svo- leiðis unaðsdaga? Skíðin Svo ofurrólegt er raunar yfir íslenskum stjórnmálum þessa dagana og vikurnar að jafnt ráð- herrar og flokksformenn eru svo til óþarfir í vinnunni. Þeir eru allt eins betur geymdir í skíðabrekk- unum austur á meginlandi Evr- ópu eða á áhorfendapöllunum þar um slóðir, en dægrastytting af því tagi er auðvitað einstaklega vel til fundin á meðan þríeykið ræður yfir eyjunni í útnorðri. Þar fyrir utan situr nú endurnýjuð íslensk ríkisstjórn að völdum sem ætlar sér ekki að breyta neinu til sjávar og sveita, svo það er kannski alveg inni í myndinni að framlengja fríið í útlöndum. n Tvisvar með stuttu millibili hefur aðal- meðferð í kynferðisbrotamáli farið fram fyrir opnum tjöldum, en það er undantekning frá meginreglunni. Í báðum tilvikum ákváðu brotaþolar að óska ekki eftir lokun. Þær vildu frekar hafa réttinn til að vera viðstaddar réttarhöldin, sem þær hefðu annars ekki fengið. Þolendur kynferðisbrota hafa lagt á það áherslu í byltingum undanfarinna ára og missera að skila skömminni. Fátt hefur sýnt þá afstöðu betur en óskir brotaþola í þessum tveimur málum um að þinghöld í málum þeirra verði opin. Lögum samkvæmt er tillitssemi við brotaþola eitt helsta markmið heimildar til að loka þing- höldum. Sá viðsnúningur er hins vegar að verða, að það er oftar en ekki hinn ákærði sem leggur mesta áherslu á að réttað sé yfir honum fyrir luktum dyrum. Þannig hefur vernd fyrir brota- þola snúist upp í vernd og leyndarhjúp hinum ákærða til hlífðar. Hér hafa brotaþolar valdið í hendi sér. Með því að leggja áherslu á opið þinghald í réttarhöldum sinna mála er skömminni skilað; skömminni sem lögin sjálf gera ráð fyrir og bjóða leyndar- hjúp til að varðveita hana. Meginreglan um opinbera málsmeðferð er ætluð til þess að veita dómstólum aðhald. Það þarf að birta dóma og þinghöld eru háð fyrir opnum tjöldum, annars vegar er það réttur þess sem sakaður er um refsiverða háttsemi, að réttum reglum sé beitt og mannréttindi hans virt. Hins vegar eiga brotaþoli og allir borgarar rétt á að fylgjast með því að réttlætið nái fram að ganga með eðlilegum hætti. Undanfarin misseri hafa konur gagnrýnt meðferð kynferðisbrotamála í landinu. Þær gagnrýna seinagang í kerfinu, þær gagnrýna að þeim sé ekki trúað og að kerfið sé of hliðhollt gerendum. Með því að leggja áherslu á opið þinghald í málum sínum, geta þær tryggt betur það aðhald sem þarf að vera fyrir hendi gagnvart dómsvald- inu. Þær geta skilað skömminni sem kerfið hefur sagt þeim að þær eigi að hafa, til gerandans, sem óskar einskis frekar en að fá dóm í kyrrþey. Auðvitað er ekki ánægjulegt fyrir þolendur að fjölmiðlar fjalli um mál þeirra. En það er senni- lega eina leiðin til þeirrar viðhorfsbreytingar sem þarf að verða bæði í réttarkerfinu og sam- félaginu. Fyrir meinta gerendur ætti opið þing- hald ekki heldur að vera svo afleitt enda ein- kennismerki á réttlátri málsmeðferð fyrir dómi, að þar fá sjónarmið allra aðila að koma fram. Líka þess sem telur sig saklausan af ákæru. n Skömm skilað SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.