Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 28
Menn eru
auðvitað
orðnir
óþreyju-
fullir að
komast á
svona
samkomu.
Sveinn Brynj-
ólfsson
Sjónvarpsþættirnir The Book of
Boba Fett á Disney+ eru nýjasta
tilraun Disney til þess að hámarka
fjárfestingu sína með kaupunum á
Lucasfilm og þar með öllu tengdu
Star Wars.
Stjörnustríðsaðdáendur eru í
seinni tíð orðnir ansi kröfuharður
hópur, sem hikar ekki við að láta
í sér heyra sé tilfinningum þeirra
misboðið með nýju efni. Þætt-
irnir um hina dáðu aukapersónu,
mannaveiðarann Boba Fett, virð-
ast þó almennt leggjast ágætlega
í mannskapinn. Þegar
þrír þættir eru að baki
kannar Fréttablaðið
hug Star Wars-aðdá-
enda beggja vegna
borðsins, en
fjórði þátturinn
fer í loftið í
kvöld.
Hvaða bull er þetta?
Heiðar
Sumarliðason
stjórnandi
hlaðvarpsins
Stjörnubíó
Ég tók eftir
því með The
Mandalorian að
þegar þættirnir
fóru mest á flug var Jon Favreau
hvergi nálægur sem höfundur, eða
þátturinn var þess eðlis að það
var ekki hægt að klúðra honum.
Til dæmis þegar Logi geimgengill
birtist.
Þeir þættir sem innihéldu atvik
sem vöktu upp kjánahroll hjá mér
voru hins vegar alltaf skrifaðir á
Favreau: froskakonan og eggin,
einhver? Nú þegar þrír þættir af
The Book of Boba Fett hafa verið
sýndir hefur þessi trú mín styrkst:
Dansar við Tuskens, einhver? Allir
eru þeir eftir Favreau, þunglama-
legir og lítið spennandi. Svo er
Boba Fett alls ekki sá töffari sem
ég hélt; stjórna með virðingu?
Hvaða bull er þetta? Einnig skil ég
ekki þessa þráhyggju þeirra hjá
Lucasfilm fyrir þessum Mandalori-
ans. Tvær fyrstu leiknu seríurnar
eru báðar um gaura í Mandalorian
galla og með hjálm. Þessi mark-
aður er mettur og vel það.
Stækkandi stjörnuþoka
Elsa María
Hertervig
Stjörnustríðs-
aðdáandi
Fyrstu þrír þætt-
irnir um Boba
Fett eru alveg
hreint magnaðir.
Fyrsti þátturinn
byrjaði hægt en undirbyggði vel
það sem á eftir hefur komið. Boba
sleppur úr Sarlacc-pyttinum á
Tatooine og er tekinn til fanga af
Tusken-ættbálki en sýnir fljótt að
hann er verðmætur bandamaður
og er innvígður í ættbálkinn.
Þau kenna honum siði sína og
sögu, sem er saga þjóðar sem lifði
af hrikalegar hörmungar og þurfti
að aðlagast lífi í gjörbreyttum
heimi, sem er táknrænt fyrir það
sem Boba hefur gengið í gegnum
og það sem hann á í vændum.
Allar persónur þáttanna eru
mjög vel gerðar, sviðsmyndin er
mögnuð og steam-punk þemað
yfir þeim á svo vel við á eyðimerk-
urplánetu eins og Tatooine. Mér
finnst frábært að stjörnuþokan
langt, langt í burtu er ennþá
sístækkandi og að eftir öll þessi
ár er hún ennþá að koma okkur á
óvart. n
Hvernig líst þér á The Book of
Boba Fett?
n Lykilspurningin
Svarfdælingar neyðast
annað árið í röð til að halda
sitt landsfræga þorrablót á
netinu. Sveinn Brynjólfsson,
forsprakki þorrablótsnefnd-
arinnar, segir ákvörðunina
hafa verið þungbæra, en ekki
dugir að deila við veiruna
skæðu í jötunmóð
odduraevar@frettabladid.is
„Fyrir jólin var maður farinn að
heyra út undan sér að það yrði
hreinlega að vera þorrablót. Sem
sagt á staðnum, en við ráðum víst
eitthvað litlu um það og ætlum að
feta í fótspor nefndarinnar frá því
í fyrra,“ segir Sveinn Brynjólfsson,
ofanflóðasérfræðingur hjá Veður-
stofunni, sem þetta árið á sæti í
þorrablótsnefnd Svarfaðardals.
Veiran brellna og brögðótta
hrakti sögulegt blótið í fyrra yfir
í fjarfundarbúnað og þá gekk fólk
að því gefnu að það yrði í fyrsta og
eina skiptið. Nú er ljóst að endur-
taka þarf þvingaðan leikinn og því
fer þorrablót Svarfdælinga fram
í tölvum, þann 5. febrúar, í stað
félagsheimilisins Rimar.
Annállinn á sínum stað
Sveinn segir blótið hins vegar ekki
muni svíkja neinn og þekktir dag-
skrárliðir verði á sínum stað. Sölvi
Hjaltason á Hreiðarsstöðum mun
þannig lesa upp hinn klassíska
þorrablótsannál Svarfdælinga líkt
og síðustu ár.
„Það tekur sennilega allt að
klukkutíma að f lytja hann, með
skemmtilegum innskotum frá
nefndinni, gríni og öðru slíku,“ segir
Sveinn. „Þetta gekk mjög vel í fyrra
og heppnaðist vel og meira að segja
ball á eftir með hljómsveit af svæð-
inu sem spilaði danslög í klukku-
tíma eftir á.“
Heldur samfélaginu gangandi
Sveinn segir því ljóst að hvergi verði
gefið eftir í ár þrátt fyrir vonbrigðin
sem fylgja því að Svarfdælingar
þurfi að sitja heima annað árið í röð.
„Þetta leggst þungt á menn. Eða
þannig, menn eru auðvitað orðnir
óþreyjufullir að komast á svona
samkomu. Þetta er það sem heldur
svona samfélagi gangandi: göngur,
Svarfdælingar þurfa aftur að blóta
þorra og þreyja súra veiruna á Zoom
Eitthvað verður fámennara í félagsheimilinu að þessu sinni en Svarfdælingar bjarga sér á Zoominu. MYND/AÐSEND.
Svarfdælingar
láta veiruna ekki
buga sig og nú
mun hver eta
súrmetið í sínu
horni.
Sveinn Waage
skólastjóri Bjór-
skóla.net
Þorrinn gengur
í garð með
bóndadeginum
á föstudaginn
en þorrabjórinn
flæddi inn á
markaðinn fyrir
síðustu helgi og þar er að venju af
nægu að taka fyrir bjóráhugafólk
sem þó er varla búið að rýma fyrir
nýjum birgðum eftir allt jóla-
bruggið.
„Þetta er alltaf að verða meira
og meira og umfangsmeira eftir
því sem árin líða,“ segir Sveinn
Waage, bjórsérfræðingur og
skólastjóri Bjórskóla.net, um árs-
tíðabundnu bjórbylgjurnar.
„Við sáum fyrst einhvers konar
nýja bjóra koma í kringum jólin en
núna eru árstíðirnar orðnar fleiri
og verða alltaf stærri.“ Sveinn
bendir þannig á að eitthvað um
25 tegundir af þorrabjór séu í
gangi núna.
„Þetta þorratengda bara
núna er mest bjórar en eitthvað
brennivín líka en það sem skýrir
þetta árstíðabrjálæði er að þar
opnast gluggi fyrir minni brugg-
húsin til að koma með eitthvað
nýtt. Sýna sig og sjá aðra, en
þannig stendur sölutímabilið í
þorrabjórnum frá 13. janúar til 19.
febrúar.
Þetta eru rétt rúmlega fimm
vikur og svo er það bara búið,“
heldur Sveinn áfram og bendir
á að á meðan kerfið í kringum
sölu í ÁTVR er við lýði verði þessir
árstíðagluggar, jól, þorri, páskar
og þess háttar, mikið notaðir til
þess að koma með nýjungar á
markaðinn.
„Þetta er kannski ástæðan
fyrir því að það er svona mikið
líf á þessum tímabilum sem er
ofboðslega skemmtilegt fyrir
bjóráhugafólk. Þetta heldur líka
öllum brugghúsum á tánum og
það er að myndast svona pláss
fyrir árstíðabjóra drjúgan hluta
ársins sem er bara hið besta mál.“
Þorramaturinn þykir miskræsi-
legur en Sveinn segir ekkert lagt
sérstaklega upp með að brugga
„vondan“ þorrabjór í stíl við það
sem er á troginu. „Núna má svo
að segja í rauninni allt í þessum
árstíðabjórum. Það eru engar
sérstakar reglur. Maður hefði til
dæmis haldið að súr bjór væri
stór partur af þorrabjór, og þeir
eru þarna nokkrir, en það er ekki
algilt.“
Sveinn bendir á að leikur með
tungumálið komi einnig við sögu.
„Eins og til dæmis Frýs í æðum
bjór, frá Ölvisholti. Það er ekki
súr bjór. Og Steðji er með bjór
sem heitir Hvalur 2 sem tengist
náttúrlega einum frægasta þorra-
bjór allra tíma þegar þeir muldu
hvals eistu ofan í bjórinn sem ég
held að enginn hafi beðið um,“
segir Sveinn og hlær.
„Þeir eru að vísa í hann en eru
þarna með venjulegan „dunkel“
sem er bara dökkur lagerbjór
ættaður frá Þýskalandi en þarna
eru þeir að nota hvalinn.“
Surtur, frá brugghúsinu Borg, er
sjálfsagt meðal þekktustu þorra-
bjóranna en Sveinn telur líklegt
að „Captain Morgan“ kynslóðin
eigi eftir að eiga erfitt með að
standast útgáfu þessa árs, Surt
8.15.
„Surtur hefur komið í alls konar
útgáfum en það sem þeir hafa
verið að gera er að láta þennan
upprunalega liggja í alls konar
tunnum og ílátum og hér erum
við að tala um eitthvað í líkingu
við sykrað og gott romm, sko.“
Sveinn segir aðspurður að
möguleikarnir í bjórgerðinni séu
óþrjótandi og engin hætta á öðru
en að nýjungarnar muni halda
áfram að flæða fram. „Ef það er
eitthvað sem við þurfum ekki að
hafa áhyggjur af þá er það að ekki
sé verið að reyna á bragðlauka
bjóraðdáenda. Ég get alveg lofað
því að það eru allt of mörg tæki-
færi til þess á hverju einasta ári
að smakka eitthvað nýtt.“ n
Þorrabjórinn þarf ekki að vera súr
n Sérfræðingurinn
réttir, þorrablót og þessir viðburðir
sem eru árlegir þar sem menn koma
saman,“ segir Sveinn.
Enda hafi fólk búist við að síðasta
ár yrði undantekning. „Svo heldur
þetta áfram og við erum öll vita-
skuld orðin þreytt. Það er mjög
slæmt að missa þetta út ár eftir ár.“
Hann tekur fram að það sé hins
vegar hugur í fólki. „Við gefumst
ekki upp og munum gera þetta eins
líkt því sem við könnumst við og
hægt er,“ segir Sveinn, sem viður-
kennir að hann hlakki til. n
24 Lífið 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGUR