Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 2022 oddurfreyr@frettabladid.is Í gær birtist fyrsta stiklan fyrir nýja Marvel þætti sem heita Moon Knight, á YouTube. Þættirnir fjalla um Steven Grant, sem þjáist bæði af minnisleysi og minningum úr öðru lífi og kemst að því að hann deilir líkama með málaliðanum Marc Spector. Steven/Marc fær ofurkrafta frá egypskum tunglguði sem breyta honum í Moon Knight, en kraftarnir reynast bæði blessun og bölvun. Ethan Hawke leikur Arthur Har- row, sem virðist vera aðalillmennið í þáttunum. Í myndasögunum er Harrow lýst sem færum skurðlækni og vísindamanni, en í þáttunum virðist hann vera leiðtogi hóps sem er mögulega sértrúarsöfnuður. Byrja í lok mars Segja má að Moon Knight sé nokk- urs konar svar Marvel við ofurhetj- unni Batman, sem er ekki hluti af Marvel-heiminum, en þessi riddari er mun óstöðugri andlega. Þættirnir hefja göngu sína á Disney+ streymiþjónustunni 30. mars næstkomandi og verða sex talsins. Þættirnir fylgja í kjölfar Hawk- eye, síðustu Marvel-þáttanna á Disney+, sem komu út fyrir jól. Þar sló Hailee Steinfeld í gegn í hlut- verki Kate Bishop og Jeremy Renner lék aðalhlutverkið. Það eru litlar líkur á að þættirnir tengist beint, en yfirmaður Marvel, Kevin Feige, hefur staðfest að bæði persóna Bishop og Moon Knight verði hluti af kvikmyndunum. n Stikla fyrir Moon Knight komin Moon Knight kemur á Disney+ þann 30. mars. SKJÁSKOT/YOUTUBE ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is TRI hefur alla tíð lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu en hún hefur í auknum mæli færst yfir í vefverslun TRI. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Betri vefverslun og betri þjónusta TRI verslun býður upp á glæsilegt úrval reiðhjóla af öllum gerðum og mikið úrval af gæðavörum fyrir hjólreiðafólk. Vefverslun TRI hefur heldur betur slegið í gegn. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.