Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is svavamarin@frettabladid.is „Staðurinn er með pínulitla og brot- hætta sál sem er að vaxa og dafna,“ segir Dóri DNA, veitingamaður á Mikka ref, sem hann opnaði í von um að veiran skæða færi að kveðja. „Við opnuðum fyrir um ári síðan og þekkjum í raun bara reksturinn undir þessum kringumstæðum. Við erum sem betur fer með góðan og dyggan kúnnahóp og bisnisshug- myndin var að þjónusta Þjóðleik- húsið, sem hefur verið opið mjög stopult.“ Dóri segir Mikka ref þó ganga sinn vanagang að einhverju leyti „og fólk er að hugsa til manns og hvern- ig gangi. Við ætlum ekki að kvarta of hátt en við þurfum að huga að uppá- haldsstöðunum okkar svo það verði ekki bara hamborgarastaðir eftir,“ segir Dóri og upplýsir og hann hafi f lutt inn hundrað stykki af hvítum stuttermabolum sem eru merktir staðnum. „Það er gott að kúra í þeim og vera töff í þeim,“ segir Dóri á léttum nótum og bætir við ögn alvarlegri: „Við vitum hversu bilað það er að við erum að selja boli hérna en þannig er ástandið á veitingamark- aðnum í dag, að vínbarir eru að selja boli.“ n Bilað að þurfa að selja boli Neyðin kennir veitingamanni að selja stuttermaboli. MYND/AÐSEND BÍÓBÆRINN FÖSTUDAGA KL. 20.00 Gunnar Anton og Árni Gestur fara yfir þær kvikmyndir sem eru væntanlegar í bíóhús lands- manna og dusta einnig rykið af gömlum gullmolum og fræða áhorfendur um leyndardóma kvikmyndaheimsins. odduraevar@frettabladid.is Sex vinir af Kársnesi hafa nú loksins látið drauminn rætast. Þeir hafa lagt niður bakaríið Brauðkaup á Borgar- holtsbraut og stofnað barinn og grillið Mossley í höll æsku- minninganna. Ásgeir Þór Jónsson, rekstrarstjóri nýjasta veitingastaðarins á Kárs- nesi – Mossley, segir það alltaf hafa verið planið að opna veitingastað á Borgarholtsbraut á móti Kópa- vogslaug í stað bakarísins vinsæla Brauðkaups. Ásgeir Þór og félagar hans eru allir uppaldir á Kársnesi og Ásgeir segir hugsjónina hafa ráðið för. „Okkur hefur frá upphafi langað til þess að gera þetta hús að sann- kölluðu samkomuhúsi Kársnes- inga. Ég ólst hérna upp í hverfinu og f lutti svo aftur hingað til baka fyrir þremur árum. Þá var bara bensínstöð hérna og ekkert annað,“ segir Ásgeir. Sjálfur hefur hann komið víða við, búið erlendis og rekið fjölda veitingahúsa og skemmtistaða hér á landi eins og Prikið, Laundromat og Jamie‘s. „Þannig að við strákarn- ir vorum alveg sammála um það að það vantaði einhverja stemningu hérna í hverfið og nú viljum við láta á það reyna með þessum nýja stað, að bjóða upp á líf og fjör hér í götunni.“ Stálu úr sjoppunni Ásgeir og félagar eiga allir sameigin- legt að eiga sínar æskuminningar úr húsinu, sem áður hýsti sjoppu um árabil. „Við vorum alltaf þarna í þessari sjoppu sem krakkar að ræna hlutum og skemmta okkur. Það er virkilega skrítið að eiga þennan stað allt í einu núna og þetta hús, enda mikið búinn að vera að hanga í þessari sjoppu þegar maður var krakki. Fyrsti kossinn og allur pakkinn var tekinn þarna,“ segir Ásgeir hlæjandi. Þeir félagar stóðust ekki mátið þegar húsið fór á sölu og keyptu það árið 2019. Ásgeir útskýrir að þá hafi það atvikast þannig að í skaut þeirra féll bakarí, þegar Kornið lét af starfsemi í húsinu. Ásgeir segir þá félaga þá hafa brugðist skjótt við og stofnað Brauðkaup, sem nú er orðið að Mossley. „En markmiðið hefur alltaf verið að gera þetta að bar og grilli og að samkomustað Kársnesinga,“ segir Ásgeir sem segir þá félaga hafa fundið nafnið á staðinn í skjalasafni ríkisins. „Þar fundum við kort sem Banda- ríkjaher hafði notað til að kortleggja eftir sínum kennileitum. Þeir skírðu Kársnesið Mossley Knoll og það fannst okkur bara smellpassa, enda góð saga og skemmtilegt nafn. Svo er einhver bær í Bretlandi sem er líka Mossley, þannig að við erum að spá í að sækja um að verða vina- bær. “ Lofa veislum Ásgeir segir þá félaga lofa veislu þegar veiran skæða hættir loksins að hrella landsmenn og mannamót verða gjaldgeng á ný. „Við erum með góðan sætafjölda og getum vonandi fyrr en síðar tekið á móti stórum og litlum hópum. Svo ætlum við að opna efri hæðina hjá okkur líka á næstu vikum og þar verður hægt að leigja sal, halda partí eða hreinlega bara horfa á Eurovisi- on og hafa gaman.“ Ásgeir segir þá félaga alltaf hafa blásið til veislu úti í garði við hvert tilefni og segir hann ekkert lát verða á því á hinum nýja stað. „Við höld- um árlega alls konar partí í garðin- um, á 17. júní, októberfest og á vorin og ætlum að halda því áfram, þann- ig að þetta verði áfram samkomu- hús fyrir Kársnes og Kópavog.“ n Steikir hamborgara á grilli við Hauskúpuhæðarveginn Ásgeir Þór er snúinn aftur á slóðir æskunnar og fyrsta kossins og steikir nú hamborgara í húsi sem má segja að sé höll æskuminninga hans og stendur í grennd við það sem Kaninn kallaði Mossley Knoll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kanarnir nefndu Kársnesið Í seinni heimsstyrjöld gerði bandaríski herinn kort af höfuðborgarsvæðinu og gaf ýmsum stöðum bandarísk ör- nefni. Hæðin þar sem Hamra- borg er var nefnd Skeleton Hill og Nýbýlavegur/Kársnesbraut voru nefnd Skeleton Hill Road. Digranes var svo kallað Whale Hill og hafnarsvæði Kársness Whale Point. Kársnesið sjálft fékk nafnið Mossley Knoll. 26 Lífið 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.