Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Síða 6

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Síða 6
FLOABATURINN BALDUR Flóabáturinn Baldur er án efa fyrsta skipið, sem smíðað hefur verið á íslandi þar sem þess hefur verið sérstaklega gætt að fatlað fólk komist um. Þegar Baldur "l.á" á teikniborðinu var leitað til Carls Brands, starfs- manns félagsmálaráðuneytisins um ferlimál. Carl hefur þvi fylgst með smíðinni frá upphafi og lagt á ráðin. Eftirfarandi upplýsing- ar um innréttingu skipsins eru fengnar hjá honum: Aðkoma: Landgangur getur verið nokkuð brattur, en það fer auð- vitað eftir sjávarföllum. Um það bil 85-90 sm. eru á milli hand- riða, sem eru með góðu gripi. Æskilegt væri þó að framlengja handriðið um 30 sm. báðum megin. Til þess að auðvelda akstur hjólastóla er tekið úr þverlistum á gólfi landgangsins. Bílaþilfar og lyfta: Það er æskilegt að fatlaðir ökumenn komi tímanlega til skips og láti vita af sér, til þess að hægt sé að koma bifreiðinni fyrir sem næst lyftunni. Hún er nægilega stór til þess að hjólastóll af algeng- ustu stærð komist þar fyrir. Leiðbeiningarskilti, sem skýrir hvernig best sé að hagræða stóln- um, er við lyftuna. Tvö handrið eru í lyftunni, eitt lóðrétt, þeim megin sem takkarnir eru, hitt lárétt á veggnum andspænis. A lyftunni eru þrjár útgönguleið- ir, út á bílaþilfar og inn i báða farþegasali. Stigar: Handrið er við stiga báðum megin. Uppstig og innstig eru i milligráum lit en stiganef eru svört, til þess að sjóndaprir eigi auðveldara með að átta sig. Farþegasalur niðri: Eitt pláss er fyrir hjólastól í farþegasal, þar sem sérstaklega er tekið úr bekk í því skyni. Þetta pláss er við lyftuna. Úr þessum sal er ekki útsýni. Efri farþegasalur: í þessum sal, sem er stjórnborðsmegin eru einn- ig boró og gott rými til þess að snúa hjólastól. Þarna er góður útsýnisstaður og stutt i lyftuna. Hvílubekkir: Atta hvílubekkir eru fyrir hendi, auk nokkurra fleiri bekkja i litlum sal stjórnborðsmegin. Salerni: Aðgengilegt salerni er fyrir hreyfihamlaða. Flóabáturinn Baldur var smiðaður hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Hann var sjósettur laugardaginn 2. desember 1989 og hóf áætlunar- ferðir yfir Breiðafjörð þann 6. apríl s.l. 0R. 6

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.