Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Side 2

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Side 2
KOSNINGANEFNDIN í STARF VEGNA KOMANDI ALÞINGISKOSNINGA. Fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Útgefandi: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Ábyrgðarmaður: Ólöf Ríkarðsdóttir Prófarkalesarar: Sigurður Björnsson Eins og fram kom í síðustu Sjálfsbjargarfréttum, nánar tiltekið 1. tölublaði 1991, þá er kosninganefnd starfandi á vegum Sjálfsbjargar l.s.f. Nefndin tók til starfa í desember s.l. og hefur haldið samtals 9 fundi. Markmiðið er að koma málefnum Sjálsbjargar á framfæri vegna kosning- anna í vor. Verður það gert m.a. með því að gefa út bækling þar sem fram koma ýmsar staðreyndir er snerta hreyfihamlaða. Fyrirhugað er að dreifa bæklingnum á framboðsfundum og senda hann til allra frambjóð- enda. Kosninganefndin er að semja spurningarlista sem verður sendur til allra félagsdeilda Sjálfsbjargar með það fyrir augum að nota hann á framboðs- fundum. Að sjálfsögðu er hægt að breyta og bæta við spurningum sem henta á hverju svæði fyrir sig. Tölvuvinna og setning: Þórarinn Sigurðsson Mars 1991 2. árgangur 1. tölublað. Prentað á umhverfisvænan pappír Stensill hf. Efnisyfirlit: Bls. 1 Þjóðarsátt ■ 1 Hollandsferðin “ 2 Kosninganefndin ' 3 Námskeið fyrir " foreldra/aðstandendur " fatlaðra barna " 3 Aðlögunarnámskeið fyrir fatlaða “ 4 Tölvumiðstöð fatlaðra " 4 Ný ferlinefnd " 5 Pistill frá Sjálfsbjörg í Reykjavík 11 6 Mobility International " 6 Verndaðir vinnustaðir “ 7 Formenn félagsdeilda Sjálfsbargar Til að starfið beri sem mestan árangur er nauðsynlegt að við fjölmennum á framboðsfundina. Þarna getur orðið sterkur þrýstihópur á ferðinni og við hvetjum allar félagsdeildir til þess að taka þátt í þessu mikilvæga starfi. “Til að ná fram sínum málum verða Sjálfsbjargarfélagar að láta sem mest í sér heyra'' Lilja Þorgeirsdóttir, félagsmáladeild, Sjálfsbjargar l.s.f. Þessa mynd sáum við í svissnesku blaði, en þar hefur aftari hlutinn af venjulegu reiðhjóli verið tengdur hjólastól svo úr verður nokkurskonar tvíeyki. Reiðhjólið er hægt að tengja við hvaða hjólastól sem er. Það er tveggja gíra og með traustum bremsubúnaði. Skemmtileg hugmynd en ekki sér- leg hentug fyrir íslenskt landslag. KLIFUR - 2 -

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.