Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 4

Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 4
Ú tvíðar gallabuxur kalla á öðruvísi skó. Auðvitað er hægt að vera í striga- skóm við útvíðar gallabuxur eða gallabuxur sem eru beinar í sniðinu en háir hælar, mokkasínur og ökklahá stígvél með hæl koma sterk inn. Við gallabuxurnar er fallegt að vera í kaðlapeysu úr vandaðri ull. Slíkar peysur er hægt að eiga ár eftir ár ef fólk hugsar vel um þær. Ullarpeysur þurfa til dæmis handþvott því annars verða þær tuskulegar eftir nokkra þvotta. Til þess að verða ekki kalt má benda á að klútar og kápur frá Farmers Market smellpassa inn í hausttískuna í ár. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Samlit föt eiga upp á pall- borðið í vetur. Þessi peysa fæst í Mathildu í Kringlunni. Útvíðar gallabuxur munu gera allt kreisí í vetur. Þessar eru frá Ralph Lauren og fást í Mathildu í Kringlunni. Þetta vesti er mjög flott yfir stóra kaðla- peysu. Það fæst í Vila. Þessi klútur frá Farmers Market er nýr af nálinni. Hann smell- passar inn í hausttískuna. Munið þið þegar allir áttu skó með stáltá svo þeir gætu sparkað í strætóskýli eða í annað fólk. Stáltáin er komin aftur en þessir skór fást í versluninni Apríl skóm. Svona snið kallast mömmu-gallabuxur. Þær fást í Mathildu í Kringlunni. Ullarpeysa frá Gucci og mömmu- gallabuxur frá sama merki. Bæði fæst á net-a- porter.com. Slá frá Fendi gefur tóninn fyrir vetur- inn. Hún fæst á net-a-porter.com. Láttu þér ekki verða kalt Hausttískan núna minnir töluvert á tískuna í kringum 1990. Gallabuxur með víðum skálmum eru komnar aftur, stórar peysur og meira að segja Levi’s-gallabuxur eru að gera allt vitlaust. Í heiminum er aftur hægt að fara að ganga í 501 eins og ekkert sé. Marta María mm@mbl.is Þessi kápa er fallega sniðin og úr köflóttu efni. Hún fæst í Vero Moda. Jakki frá Balma- in fer vel við út- víðar gallabuxur. Hann fæst á net- a-porter.com. Þessir skór smellpassa fyrir fólk sem vill vera settlegt en ekki í of háum hælum. Skórnir fást í Apríl skóm. Levi’s-gallabuxur hafa sjaldan verið heitari en akkúrat núna. Þessar eru með 514-sniði og eru beinar niður. Þær eru mjög klæðilegar og til- valdar fyrir þær sem treysta sér ekki al- veg strax í útvíðar buxur og vilja fá eitt millistig. Þær fást í Levi’s-búðinni. Þessi kápa frá Farmers Market er ekki bara smart heldur er hún hlý og hjálp- ar okkur að komast í gegnum skaflana. Er hægt að biðja um meira en beige-lita kaðlapeysu? Þessi fæst í Mathildu í Kringlunni og er frá Ralph Lauren.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.