Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 8

Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 8
úti í búð þannig að ég þurfti að tylla mér við saumavélina og gera þetta frá grunni,“ segir Vala. Hvernig föt klæða þig best? „Ég er á því að föt sem þú fílar þig í fari þér best. Eftir vaxtarlagi þá fara uppháar buxur, bolir sem sitja rétt um mittið og aðsniðin föt mér langbest.“ Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega? „Ég er mikil stemningskona þannig að ég klæði mig eftir líðan og auð- vitað veðri og vindum. Ég er mjög mikið fyrir fallegar yf- irhafnir þannig að ég segi gallabuxur, strigaskór og geggjaður jakki væri ég dagsdaglega,“ segir Vala sem segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni. Hún hafi spurt vini sína og sam- starfsfélaga og fengið mörg ólík orð. Stemn- ingskona nær þó nokkuð vel utan um fatastílinn. Hvernig klæðirðu þig þegar þú ert að fara eitt- hvað fínt? „Ég get alveg sagt þér það að ég er ekki mikið fyrir að læðast meðfram veggjum í fatavali. Ég vil helst alltaf vera í einhverju algjörlega geggjuðu. Ég er langoftast í buxum og vel þá flott- an bol/samfellu við eða kjól og jafnvel þó að ég sé mjög hávaxin dúndra ég mér í himinháa hæla við,“ segir Vala. V ala er dugleg við að sauma sjálf á sig föt, prjóna og hekla, enda kemur hún af ein- staklega handlögnum konum. Vala vinnur við viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Men&Mice. „Mamma mín er lærður textílkennari, systir mín er prjónahönnuður og amma mín var líka mikil sauma- og prjónakona þannig að ég hef ver- ið í kringum miklar listakonur alla mína tíð. Ég byrjaði kannski aðeins seinna en áhuginn byrjaði fyrir al- vöru í textílmennt í 10. bekk þegar ég fjölda- framleiddi sérmerktar hettupeysur fyrir allar vinkonur mínar. Svo í gegnum árin hef ég gert alls konar „one night only“-búninga og -flíkur sem rétt hanga saman í nokkra klukkutíma meðan ég er í þeim,“ segir Vala í viðtali við Smartland. Vala segir helsta kostinn við að skapa sínar eigin flíkur að það á enginn eins. Auk þess finnst henni mikil heilun að demba sér í handavinnu, sitja og sauma, hekla eða prjóna. Hún á það líka til að fá ákveðnar hugmyndir um flíkur; ef hún finnur þær hvergi fær hún þær á heilann og gerir þær sjálf. „Það eru til mörg dæmi um þetta eins og einu sinni fann ég hvergi hlýralaust appels- ínugult kögurbikiní með perlum eða þegar ég var að útskrifast úr menntaskóla, þá þurfti stúdentskjóllinn minn að vera ferskjulitaður með „structured“ hálsmáli og „peplum“-pilsi. Ég var alveg brjáluð að þessar flíkur væru ekki til Vala læðist ekki með- fram veggj- um í fatavali Viðskipta- og markaðsfræðingurinn Valgerður Anna Einarsdóttir, sem gjarnan er kölluð Vala, læðist ekki meðfram veggjum þegar kemur að fata- vali. Sjálf lýsir hún sér sem stemningsmanneskju sem klæðir sig eftir líðan, veðri og vindum. Sonja Sif Þórólfsdóttir | sonja@mbl.is Buxurnar og toppinn heklaði Vala þegar hún bjó í Sydney í Ástralíu Vala vill helst vera með hringa á öllum fingrum. 5SJÁ SÍÐU 10 Handsmíðaður hringur sem hún gaf sjálfri sér í útskriftargjöf. Morgunblaðið/Eggert Vala velur sér föt eftir stemningu, veðri og vindum. 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.