Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 10
ara fyrst ég sé nú að hekla í fyrsta skipti,“ segir Vala. „Þarna komum við inn á grundvallaratriði í öllu mínu föndri. Ef ég hefði byrjað á einhverju auðveldu þá hefði ég ekki fundið metnaðinn til að klára verkefnið. Loka- útkoman verður að vera eitt- hvað algjörlega tryllt. Ég hef engan metnað til að hekla fjölnotabómullarskífur. Ég þarf eitthvert ruglað „outfit“,“ segir Vala. Á bak við bláa tjullkjólinn er einnig skemmtileg saga. Þegar Vala flutti heim frá Ástralíu í janúar á þessu ári fór hún að skoða kjóla eftir ítalska fatahönnuðinn Giam- battista Valli. Hann er þekktur fyrir að hanna íburðarmikla tjullkjóla. „Ég hugsaði með mér: djöfull vantar mig skósíðan tjullkjól í safnið og ég hugsaði líka að ég gæti alveg örugglega saumað hann sjálf. Þannig að ég fór út í búð og keypti mér sirka 40 m af ljósbláu tjulli og hófst handa,“ segir Vala. Eins og svo oft áður renndi hún blint í sjóinn með enga uppskrift né snið á reiðum höndum. „Ég bara dembi mér beint út í djúpu laugina með skærin á lofti og sauma eða prjóna út í blá- inn. Í þetta sinn varð mesti draumaprinsess- ukjóll sem ég hef á ævi minni séð til og bíður nú Tinnapeysa sem Vala prjónaði eftir Í myrkum mánafjöllum-bókinni. Rauða kögurjakkann gerði Vala ásamt móður sinni, en einn daginn ákvað hún að hún þyrfti að eignast rauðan kögurjakka. þeim tíma og þar er „eðli- legra“ að vera í svona múnderingu. Ég er alls ekki í þessu dags- daglega við eld- húsvaskinn. Ég sá mynd af svipuðu dressi á netinu og ég hugsaði: „Vá ókei, svaka smart, ég get örugglega gert þetta.“ Ég talaði við mömmu í símann og sagðist ætla að hekla buxur og topp og mamma spyr hvort ég vilji ekki byrja á einhverju aðeins auðveld- eftir að ég komist á almennilega verðlaunahátíð svo ég geti verið í honum. Ég var reyndar mjög sniðug þegar ég bjó hann til því hann er tví- skiptur, þannig að ég get notað hann sem topp og pils.“ Prjónar teiknimyndapersónur af miklum móð Vala, eins og svo margir af hennar kynslóð, ólst upp við ævintýri Tinna og Ástrík og Stein- rík á VHS-spólum. Þá las hún einnig allar Tinnabækurnar sem barn og Í myrkum mána- fjöllum var uppáhaldsspólan hennar. Út frá þeim kviknaði hugmyndin að prjónuðum peys- um með persónum teiknimyndanna á. „Árið 2015 spurði mamma hvort hún ætti ekki að prjóna á mig lopapeysu, ég sagði auð- vitað já en ég væri með sérstaka hönnun í huga. Þá var ég búin að fá hugmyndina um lopapeysu sem væri með Skapta framan á, Skafta aftan á og þeir væru fastir saman á hliðinni með hand- járnum. Mamma var ekki til í verkefnið og sagði að ég gæti bara gert þetta sjálf þannigað ég þrjóskaðist í gegnum það,“ segir Vala en Skapta og Skafta-peysan var sú fyrsta sem hún prjónaði. „Síðan þá hef ég gert Wily E. Coyote og Road Runner, Ástrík og Steinrík og síðast eld- flaugina í Tinna. Mér finnst langskemmtilegast þegar framhliðin og bakhliðin eru ekki eins svo þú ráðir hvernig þú snýrð peysunni! Þið getið beðið spennt hvað fer næst upp á prjónana!“ Fáránleg í laxa- bleiku Vala vandar val- ið þegar fatakaup eru annars vegar. Hún var alin upp við það að sofa á hlutunum. „Ef mig langaði í eitthvað þá þurfti ég að sofa á því og ef mig langaði enn þá í það daginn eftir eða viku seinna þá skyldi ég leyfa mér það. Allt sem ég hef keypt hef ég verið algjörlega ástfangin af á þeim tíma en núna þegar ég lít til baka get ég alveg ranghvolft í mér augunum og hugsað hvað ég hafi verið að pæla,“ segir Vala. Þá er hún einnig hrifin af því að kaupa notuð föt og náði sér einmitt í gimstein um daginn. „Ég keypti um daginn algjörlega sturlað heimasaumað lífstykki úr fiskiroði. Hljómar skringilega en er eiginlega ótrúlegt. Svo vil ég meina að ég og Páll Óskar séum sálufélagar af því ég elska allt með glimmeri og pallíettum, ég keypti ljósgrænt pallíettudress sem er eitthvað sem Jasmín í Alladín gæti átt, sem er mjög of- arlega, bróderaði bomberjakkinn minn sem er hægt að snúa við eða ljósblái gervipelsinn,“ segir Vala. Er eitthvað sem þér finnst flott á öðrum en myndir aldrei fara í sjálf? „Mjög fyndið að þú skulir spyrja að því en ég var akkúrat að ræða þetta um daginn. Ég held að það séu sumarkjólar, svona víðir, „flowy“, sætir blómakjólar. Það er alls ekki ég. Ég elska það á öðrum en ég get bara ekki tekið mig al- varlega í svoleiðis dressi. En eins og ég segi; aldrei segja aldrei, kannski verð ég aðalgellan í sumarkjól næsta sumar. Hver veit!“ Vala er ekki mikið merkjafrík og leynist öll flóran í fataskáp hennar. Hún á þó mest af flíkum frá merkinu Vans. Litir eru áberandi í fataskápnum og leggur hún mikið upp úr að velja fleiri föt í lit. „Blá- ir og grænir tónar eru uppáhalds og svo fara haustlitir mér mjög vel. Eitt er víst: ég er fáránleg í lax- ableiku.“ „Djöfull vantar mig skósíðan tjullkjól“ Sem fyrr segir hefur Vala föndrað margt í gegnum árin. Hún ræðst sjaldnast á garð- inn þar sem hann er lægstur. Hekl- aða dressið var til dæmis það fyrsta sem hún heklaði. „Ég lærði semsagt að hekla í fyrra til þess að gera þessar buxur og topp. Ég bjó í Sydney á „Lokaútkoman verður að vera eitthvað algjörlega tryllt. Ég hef engan metnað til að hekla fjölnotabómullarskífur.“ Morgunblaðið/Eggert Vala hefur sankað að sér miklu af silf- urskarti. Systir Völu gaf henni krossfiska eyrnalokkana. Eldskórnir eru frá Dolls Kills. Skapta og Skafta-peysan er sú fyrsta sem Vala prjónaði. 10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.