Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 22

Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 arnir eru stundum langir. „Lífið með fjölskyld- unni og á sumrin snýst meira um sól, útiveru og hreyfingu. Við byggðum okkur gróðurhús í miðjum kórónuveirufaraldrinum og ræktum þar okkar eigið grænmeti saman. Að hefja dag- inn á því að vökva blómin og drekka morg- unkaffið okkar úti í gróðurhúsi gerir alla daga betri, sitjum innan um ilmandi jurtir þar sem við njótum samverunnar við hvort annað. Það er einstakt að fylgjast með hvað grænmetisrækt- unin heima hefur haft jákvæð áhrif á börnin okkar. Þau borða meira grænmeti og hafa svo gaman af því að fylgjast með gróðrinum vaxa.“ Leikmyndahönnuðir að starfa víða Sigríður Sunna segir að sér finnist fag- urfræðileg umgjörð í kringum líf fólks skipta miklu máli. „Ég hef alltaf heillast af arkitektum sem koma með meiri ævintýri inn í byggingarlist eins og Gaudí og Hundertwasser. Það er einnig að færast í aukana að leikmyndahönnuðir séu dregnir inn í verkefni utan leikhúsanna. Ég get nefnt sem dæmi um þetta Sky Lagoon þar sem hluti náttúrunnar er manngerður og nýja miðbæinn á Selfossi sem er meðal annars unninn í samstarfi við leik- myndahönnuði.“ Hvað finnst þér mikilvægt á þínu heimili? ,,Inni á mínu heimili er ég mikið að hugsa um áferð. Við erum með efri hæðina okkar teppa- lagða sem dæmi, þá verður gólfflöturinn næst- um því eins og eitt allsherjarhúsgagn þar sem þægilegt er að sitja berfættur með börnunum að leika og dunda. Mér finnst líka mikilvægt að stilla upp hvíld- arhornum sem hvetja mann til að staldra við, glugga í bók, horfa út um gluggann og láta hug- ann reika. Heimilið á að vera griðarstaður og þarf að halda utan um alla sem þar búa.“ „Já, ég er sammála því. Við þurfum að gera miklu betur sem samfélag í úrræðum fyrir þá sem glíma við fíknivanda og að styðja þéttar við bæði foreldra og börn, þótt margt hafi vissulega batnað. Það er vanda- samt að koma að verki um raunverulega mann- eskju, sem á lifandi afkomendur. Ólafur Egill Egilsson, höfundur og leikstjóri verksins, var í miklu samtali við börn Ástu enda skipti að- standendur sýningarinnar miklu máli að þau væru sátt við verkið. Það er ekki hægt að fjalla um móðurhlutverk listakonu fyrir um sextíu árum án þess að skoða það í samhengi við tíma og samfélag þar sem voru engir leikskólar, örfáar starfandi listakon- ur, mikil fátækt og þögn í kvennabaráttunni. Svo veltir maður þá líka fyrir sér hvar um- ræðan sé um hvernig karlkyns listamenn hafi staðið sig sem feður og hvort það hafi áhrif á umræðu um þeirra arfleið.“ Hvað með þig? Nú ertu listakona og móðir sjálf. Hvernig fara þessi hlutverk saman í dag? „Það er vissulega áskorun og eilíf jafnvæg- islist. Það er oft hark að vera sjálfstætt starfandi listamaður og vinnutím- inn er ekki alltaf fjölskyldu-vænn. Við maðurinn minn reynum að vera ekki í törn á sama tíma, en það er ekki alltaf hægt að skipuleggja það þann- ig. Þá er mikilvægt að eiga gott bakland, við er- um með ömmur og afa sem koma reglulega til bjargar á lokmetrunum fyrir frumsýningu.“ Að segja sögur í gegnum búninga Í sýningunni um Ástu gegna búningar, hár og förðun mikilvægu hlutverki. „Hún klæddi sig í síðbuxur sem þótti mjög róttækt á götum Reykjavíkur um miðjan 6. ára- tuginn. Það var líka mikið talað um hvernig hún klæddi sig eins og Hollywood-stjarna. Var í svörtum loðfeld og litríkum kjólum sem hún saumaði sjálf. Mér fannst lykilatriði að fá klæð- skerann og fatahönnuðinn Sigurbjörgu Stef- ánsdóttur til liðs við mig til segja söguna í gegn- um búninga. Okkur fannst sníðagerð og litaval á efnunum í búninga Birgittu Birgisdóttur sérstaklega mik- ilvægt þar sem Ásta var með litheyrn og mjög næmt auga. Sem andstæðu notuðum við graf- íska svart-hvíta pallettu, innblásna af frægu dú- kristunum hennar.“ Ásta var þekkt fyrir sínar rauðu varir. ,,Jú, Ásta var þekkt fyrir að vera með sterkan rauðan varalit, sem þótti mjög ögrandi á þessum tíma og gjarnan tengt því að vera „í ástandinu“. Hún litaði hárið svart, en fáir vissu að hún var frá náttúr- unnar hendi með ljósara rauðleitt hár. Ég hugsa stundum til þess hvað það er merkilegt að bera saman hvernig Ásta skapaði ímynd sína utan frá á ná- kvæmlega sama tíma og sem dæmi Frida Kahlo í Mexíkó var að gera. Ljósmyndirnar af Ástu eftir Jón Kaldal þóttu mjög ögrandi og hafa orðið hluti af listasögunni rétt eins og smásögurnar hennar mörkuðu spor í bókmenntasögunni. Það var einstakt hvernig Ásta ruddi brautina, hvernig hún verður hluti af bókmenntasögunni ólíkt ýmsum öðrum kvenrithöfundum sem ég hafði ekki heyrt um áður á borð við Arnfríði Jónatansdóttur sem kemur fyrir í leikverkinu.“ Þorir að klæðast alls konar litum Sigríður Sunna er fallega klædd og þorir að vera í alls konar litum. Hún segir klæðnað skipta máli og með honum séum við alltaf að segja einhverjar sögur. „Ég tala oft um að við klæðum okkur í mis- munandi búninga í hversdeginum. Við klæðum okkur upp á í ákveðin hlutverk. Svo er áhuga- vert að skoða hvernig við notum liti. Ég kann svo vel að meta það þegar fólk klæðir sig upp á í alls konar liti. Við Íslendingar getum verið mjög svartklæddir og þess vegna finnst mér alltaf svo gleðilegt þegar ég hitti fólk sem gefur af sér til annarra með litagleði, ekki síst í skammdeg- inu.“ Hún líkir lífinu í leikhúsinu við að starfa í myrkrum kassa þar sem dramatík ríkir og dag- „Við byggðum okkur gróðurhús í miðjum kórónuvei- rufaraldrinum og ræktum þar okkar eigið grænmeti saman“ Blómin leika stórt hlutverk á heimilinu. Skápur sem er áferð- armálaður af Halldóru Hermannsdóttur. Sigríður Sunna er alltaf fallega klædd. Listaverk í bland við blóm er alltaf góð hugmynd. Efri hæðin er teppalögð svo hægt sé að sitja ber- fættur á mjúku teppinu og lesa og leika sér. Í bókahorninu má finna þessar fal- legu borðbækur. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.