Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 26

Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Hæ Við erummeðSWING gleraugu og þau eruÆÐI Kosta bara9.900 kr. L ífið er dásamlegt. Ég er að klára svakalega törn akkúrat núna þannig að ég hlakka mest til þess að eyða meiri tíma með fólkinu mínu og endurhlaða mig. Það er svo margt sem ég get verið þakklát fyrir í mínu lífi og maður má ekki gleyma því í amstri dagsins. Ég er búin að eiga mjög góða tíma þrátt fyrir kórónuveiruna. Sonur minn var ný- orðinn sex mánaða þegar veiran skall á og það varð svo sem ekki mikil breyting á mínu dag- lega lífi þá. Auðvitað tók þetta sinn toll þegar á leið eins og hjá flestum en ég var blessunarlega með næg verkefni sem duttu ekki öll upp fyrir. Ég lék í tveimur sjónvarpsþáttaseríum og einni bíómynd. Mér finnst kórónuveiran líka hafa kennt okkur margt eins og sem dæmi hvað samskipti og nálægðin við annað fólk skiptir mann miklu máli. Að njóta líðandi stundar og að reyna að líta á björtu hliðarnar. Ég er reyndar frekar jákvæð manneskja að eðlisfari og reyni að sjá það besta í fólki og aðstæðum. Ég myndi segja að glasið mitt sé oftast frekar fullt,“ segir Svandís Dóra. Nýtur þess að fara út að borða Hvernig dekrar þú við þig? „Ég er algjör nautnaseggur – hvar á ég að byrja! Það geta verið litlir hlutir eins og bara að láta renna í heitt bað með ilmkjarnaolíum, setja á sig maska, kveikja á kertum, spila fallega tón- list og lesa góða bók. Svo er ég algjört nátt- úrubarn og fjallageit og elska að fara upp í hest- hús eða austur ef það er sumar og helst ríða út í buskann með tvo til reiðar og hundinn minn. Mér finnst gott að tengja mig við náttúruna og hlaða mig þannig. Ég elska líka að fara í nudd og spa ef ég vil gera vel við mig. Í raun væri ég til í að fara í nudd á hverjum degi. Svo nýt ég þess að fara út að borða og njóta góðs matar og drykkjar í góðum félagsskap. Að hlæja og dansa!“ Hvernig hugsar þú um húðina? „Ég hef alltaf hugsað vel um húðina á mér og passa sem dæmi að fara aldrei að sofa með farða á mér. Ég reyndar nota ekki farða dagsdaglega nema þegar ég er í stuði og þá mjög léttan. Í minni vinnu þarf ég oft að vera með mikinn farða, lita á mér hárið fyrir hlutverk og fleira þannig að ég reyni að hvíla húðina og hárið á milli verkefna ef ég get. Ég drekk mikið vatn, nota hreinar og góðar vörur, nota sólarvörn og leyfi húðinni að anda vel og hvíla sig á öllum farða. Ég passa upp á mataræðið, svefninn og umhirðu. Þetta er klisja en hún virkar!“ Hvað er í snyrtibuddunni þinni? „Ég á nokkrar mismunandi snyrtibuddur. Húðvörurnar sem ég hef notað lengi og elska eru frá Bioeffect – sem eru algjörlega frábærar vörur, hreinar en áhrifamiklar. Svo ef ég mála mig á daginn þá nota ég Super Serum Skin Tint frá ILIA sem ég kaupi á nola- .is. Ég er ekki hrifin af þungum farða og vil helst ekki að farðinn sjáist á húðinni á mér. Farðinn verður að innihalda SPF 30 og Hyal- uronic Acid þannig að hann fari einstaklega vel með húðina. Svo nota ég Benetint frá Benefit sem er rósrauður vökvi á kinnar og varir sem gefur náttúrulegan lit og svo maskara frá Lan- come eða Dior.“ Er vöknuð klukkan sex á morgnana Ef þú gætir verið ein erlendis í viku að njóta þín og næra þig – hvert færir þú? „Ég held ég myndi fara í jóga helst til Balí eða Indlands en ég þyrfti þá kannski aðeins lengri tíma en eina viku út af ferðalaginu. Ann- ars erum við maðurinn minn að klára svo svaka- lega törn og lítið búin að hittast undanfarna tvo mánuði þannig að mig dreymir mest um að komast í vikufrí með honum og litla stráknum okkar sem er 2 ára. Bara að njóta þess að vera saman í sól. París, Berlín eða Barcelona yrði þá fyrir valinu.“ Hvernig lýsir þú degi í þínu lífi? „Dagarnir mínir eru mjög mismunandi. Það fer eftir þeim verkefnum sem ég er að vinna hverju sinni. Ég vakna vanalega upp úr klukkan sex og hugleiði og reyni að eiga smá morgunstund með barninu mínu með því að kveikja á kerti og fá mér kaffi með honum meðan hann fær sér smá hressingu fyrir leikskólann. Þannig stillum við okkur saman fyrir daginn. Ég reyni að hreyfa mig fyrir vinnuna og þá helst með því að gera jóga. Vinnan mín er alls konar. Stundum er ég föst við tölvuna að skrifa, að undirbúa næstu verkefni, svara póstum og símtölum. Ef ég er í tökum þá eru oft langir tökudagar á mismunandi tímum sólarhringsins og lítið pláss fyrir annað en ég sleppi samt aldr- ei hugleiðslunni. Ef ég væri að æfa fyrir leik- húsið þá er ég niðri í leikhúsi frá klukkan tíu til fjögur og svo taka við sýningar á kvöldin. Ég les líka mikið inn á auglýsingar og þá er ég að hoppa inn í stúdíó í upptökur. Dagarnir mínir eru mjög mismunandi og fjölbreyttir en ég reyni eftir fremsta megni að ná gæðatíma með fjölskyldunni daglega sama hversu mikið er að gera hjá mér.“ Svandís Dóra er hvað þakklátust fyrir fjöl- skylduna sína og vini. „Ég er umvafin kærleiksríku og frábæru fólki bæði í leik og starfi. Ég elska líka vinnuna mína þó hún geti auðvitað tekið á. Ég held að það skemmtilegsta við lífið sé hreinlega bara að lifa því og njóta. Taka á móti hverjum degi með opnum faðmi, huga og hjarta með forvitni, með jákvæðni og æðruleysi að leiðarljósi og dass af kæruleysi. Lífið er of stutt til þess að njóta þess ekki!“ Hamingja er spurning um hugarástand Hún segir það erfiðasta við lífið þegar maður lendir í áföllum. „Hvort sem það eru alvarleg veikindi hjá manni sjálfum eða fólki sem mað- ur elskar, dauðsföll eða óhjá- kvæmilegir erfiðleikar sem fylgja því að eldast og vera á lífi. Eins og það getur verið ömurlegt og stundum erfitt að sjá tilganginn í því að þurfa að ganga í gegnum erfiða hluti þá trúi ég því að það sem drepur mann ekki styrki mann. Auðvitað getur lífið verið ósanngjarnt en það sem hefur hjálpað mér í gegnum erfiðleika er auðvitað að leita sér hjálpar en líka að staldra við og spyrja sig: Hvað á ég að læra af þessu? Hvað er verið að reyna að kenna mér núna? Að reyna að snúa erf- iðleikum upp í tækifæri til þess að læra og þroskast. Það getur verið mjög erfitt en það hefur samt hjálpað mér í gegnum tíðina.“ Hvert fórstu á síðasta stefnumóti? „Við hjónin erum venjulega dugleg að fara stefnumót en höfum ekki náð því að und- anförnu. Síðast þegar við gáfum okkur góðan tíma saman þá riðum við upp í fjallaskála sem heitir Klettur sem er tveggja hesta reið frá bú- staðnum okkar. Við vorum reyndar ekki tvö ein en fengum þó pössun í eina nótt og smá hjóna- stund uppi á fjöllum með góðum vinum og hest- um sem er eitt það skemmtilegasta sem við ger- um. Síðast þegar við hins vegar fórum út á tveggja manna stefnumót þá gerðum við vel við okkur og fórum út að borða á Kol í allskonar dekur sem var dásamlegt. Við förum líka reglu- lega á Sumac og Fiskmarkaðinn sem eru einnig í uppáhaldi hjá okkur.“ Áttu gott ráð til að koma sér í gegnum vet- urinn á sem bestan hátt? „Hættu að væla yfir veðrinu, fjárfestu í hlýj- um og góðum fatnaði, leiktu þér í snjónum og öskraðu upp í vindinn. Kveiktu á kertum og dekraðu við þig. Brostu meira til sjálfrar þín og annarra. Þetta er allt spurning um hugar- ástand.“ Lifir drauminn í vinnunni Hvað ætlarðu að gera um jólin næstu? „Það er allt óráðið en eitt er víst að stjúpbörn- in mín þrjú sem eru öll stödd erlendis í námi sitt í hverju landinu ætla að koma heim og vera með okkur um jólin. Ég hlakka mikið til þess að knúsa þau og að öll systkinin séu saman yfir há- tíðarnar. Hann Úlfur Egill okkar sem er 2 ára dýrkar systkini sín og við söknum þeirra öll. Það kemur í ljós hvað við gerum en sam- verustundirnar eru númer eitt, tvö og þrjú.“ Áttu töfraráð til að líta vel út? „Ég held það sé ekkert eitt töfraráð. Auðvitað skiptir máli að hugsa vel um sig bæði líkamlega en ekki síst andlega. Þú getur klætt þig í öll heimsins fallegustu föt og sett á þig nýtt andlit með farða en ef þér líður illa innra með þér þá skín það alltaf í gegn. Fólk sem mér finnst fal- legt í kringum mig er sátt við sinn innri mann, sýnir samkennd og umburðarlyndi, brosir, knúsar og hlær hátt. Innri ljóminn skín í gegn og það er fallegt.“ „Ég á nokkrar mismunandi snyrtibuddur. Húðvörurnar sem ég hef notað lengi og elska eru frá Bio- effect – sem eru algjörlega frá- bærar vörur, hreinar en áhrifamiklar. Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona er jákvæð að eðlisfari og gengur um með fullt glas. Hún segir hamingjuna ákvörðun og að ekki sé hægt að líta vel út ef okkar innri maður er beyglaður. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Svandís Dóra Einarsdóttir leik- kona er nýbyrjuð í jógakennaranámi. Námið er eitthvað sem hana hefur lengi dreymt um. „Glasið mitt er oft- ast frekar fullt“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.