Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 32

Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 32
Þ essi farði kom nýlega á markað og er þyngd- arlaus með miðlungsþekju sem hægt er að byggja upp. Ef þú vilt bara örþunnt lag af farða þá setur þú lítið en ef þú vilt þykkara þá setur þú annað lag á þá staði sem þurfa meiri farða. Áferðin á farðanum er fersk og náttúruleg og veit- ir farðinn mikinn raka og smitar ekki út frá sér. Hann þolir það til dæmis að þú farir með hann í Infra Power hjá Önnu Eiríksdóttur, leikfimisdrottningu í Hreyfingu, án þess að haggast. Farðinn kemur í átta mismunandi lit- um þannig að hver og einn ætti að geta fundið lit við sitt hæfi. Best er að bera farðann á með förðunarbursta – ekki svampinum sem fylgir með. En auðvitað er það smekksatriði. Besti farði ársins? Einn besti farði síðari ára er Synchro Skin Self Refreshing Cushion Compact-farðinn frá Shiseido. Við fyrstu sýn minnir hann töluvert á gamaldags köku- meik en svo blasir dýrðin við þegar farðinn er prófaður. Marta María | mm@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Hæ Við erummeðSWING gleraugu og þau eruÆÐI Kosta bara9.900 kr. Það er mjög mikil 1970-lykt af þessari litapallettu. Rauð- brúnt naglalakk passar svo sannarlega við beige-litan sanseraðan augnskugga, Stylo Ombre Et Contour Beige. Fljótandi sanseraði augnskugginn heitir Ombre Premiére Laque Lamé Ivoire. Matti heimurinn og glansheimurinn mætast Haustlína Chanel kemur eins og himnasending inn í líf fólks sem þráir að losna við grámyglu haustsins. Ef það er eitthvað sem getur hresst okkur við á köldum haustmorgnum þá er það líklega það að geta farðað okkur með einstökum förðunarvörum. Marta María | mm@mbl.is Brúngráa naglalakkið í haustlínunni minnir svolítið á Chanel 505- naglalakkið sem gerði allt vitlaust 2010. Þetta naglalakk fer vel við bleikar varir og grænbrúnan blýant. Paraðu saman blýant og augnskugga. Það kemur mjög vel út að setja grængráan blýant á allt augnlokið og sanseraða augnskuggann yfir. Svo má auðvitað nota bara örlitla sanseringu á augnlokið. Í haustlínunni eru augnblýantar sem má leika sér með á marga vegu. Það er hægt að setja hann inn í augnkrókinn og nota einan og sér með maskara eða bera hann á augnlokið og dreifa úr honum og setja svo örlítinn sanseraðan augnskugga yfir. Í þessari haustlínu mætast tveir heimar; matti heimurinn og glansheimurinn. Í línunni eru fljótandi augnskuggar, Ombre Premiére Gaque Lamé í fjórum litum; Acier, Pourpre, Bronze og Ivoire. Þrjú ný naglalökk er að finna í línunni en það eru litirnir Le Vernis Brun Fumé, Le Vernis Rouge Brun, Le Vernis Beige Cendré og Le Vernis Terre Bru- lée. Málaðu augun með möttum blýanti og settu sanseraðan augnskugga yfir, settu á þig þykkt lag af maskara, blýant inn í augun og nýtt naglalakk og vittu til. Þú munt hressast um allavega 23%. Haustlína Chanel í ár er mjög mikið í anda átt- unda áratugarins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.