Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 36

Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 36
áherslu á hreyfingu í hárinu og að halda í dekkri hvirfil.“ Hvað með efni í hárið? „Við þurfum góðan raka þegar kólnar í veðri og rokið tekur sinn toll. Mínar uppáhaldsvörur í Label.m á þessum árstíma eru Anti-frizz-línan sem er einmitt hönnuð til að veita góðan raka og næringu. Ég get mælt með Therapy Rejuvenating Radiance-olíunni sem er mjög létt olía sem fegrar og nærir hárið svo það verður silkimjúkt og glansandi. Honey Oat-sjampó og Honey Oat- næringin er einnig mýkjandi og end- urlífgandi og verndar hárið og gerir það sterkara og meira glansandi. Inni- haldsefnið í þeim vörum er manuka- hunang sem er einstaklega gott fyrir hárið.“ Klipping er ekki bara klipping Hvernig skraut er vinsælt í hárið núna? „Það sem er vinsælt núna eru stórar klemmur, litríkar slæður og allar gerðir af spennum með steinum.“ Hvað ber að hafa í huga þegar hárið er klippt? „Klippingin verður að vera vel útpæld út frá andlitsfalli. Svo er alltaf fallegt að vera með náttúrulega liði sem eru pínu stælaðir og svo má ekki gleyma að minnast á góðan Holly- wood-blástur.“ Harpa segir mikilvægt að muna að til að vera með fallegt hár þá verðum við að taka frá tíma í það. „Ég mæli með að við „trítum“ okkur með smá „spa“- stemningu þegar kemur að hárinu með því að setja sem dæmi djúpnæringu í hárið, keratínmaska og að leyfa sér að fara stundum bara í þvott og blástur á stofu. Það jafnast fátt á við nuddið við vaskinn. Það eru margir viðskiptavinir sem sitja nánast dáleiddir við vaskinn eftir slíkt nudd og segja að þetta sé eitthvað sem þeir ættu að gera vikulega. Ég er sammála því.“ Þ að er ótrúlegt hverju Harpa kemur í verk yfir dag- inn. Hún rekur Blondie-stofurnar sem nú eru orðnar fjórar talsins, auk þess er hún með Hár- akademíuna og er sendiherra (e. ambassador) fyr- ir Label.m á Íslandi. „Venjulegur dagur í mínu lífi er þannig að ég flakka á milli hárgreiðslustofanna og klippi viðskiptavini mína tvo til þrjá daga í viku. Mitt aðalstarf er að vera framkvæmdastjóri og kennari í Hárakademíunni. Svo má ekki gleyma því að ég er móðir með þrjú dásamleg börn sem þurfa sinn tíma líka. Svo það mætti segja að vikan mín telji yfirleitt níu daga frekar en sjö.“ Harpa útskrifaðist úr námi árið 2003 og hóf þá störf fyrir Toni&Guy á Íslandi. Hún menntaði sig sem litafræðing og litahönnuð og segir að sú menntun hafi komið henni lengra í starfi. „Sem dæmi um það þá vinn ég mikið með bpro heildverslun við að halda litanámskeið og ýmislegt fleira. Sem sendiherra Label.m þá hef ég unnið með T&G artistic-teyminu í Belgíu, London og Ítalíu. Árið 2018 komst ég í teymið þeirra úti í London og vinn ég með þeim tvisvar á ári, á tískuvikunni í London. Þess ber að geta að á tískuvikunni eru vanalega yfir 40 sýningar í hvert sinn.“ Axlarsíða hárið með „shag“-stemningu vinsælt Hvað er í tísku núna þegar kemur að hárinu? „Það sem er í tísku núna er að axlarsíða hárið með „shag“- stemningunni heldur sér og fylgja toppar með í allskonar síddum. Í síðu hári eru miklar styttur og hreyfing sem er eitt- hvað sem allar konur ættu að prófa að fara í. Það gerir hárið svo miklu skemmtilegra. Stutti „mulletinn“ er svo að vaxa mjúkur niður og svo mætti lengi áfram telja.“ Eru einhverjir litir í gangi sem þú ert mjög hrifin af? „Hlýir litir mega vera meira áberandi hjá stelpunum, þ.e.a.s. vanilluljós, hunangslitur, mjúkur ferskjulitur, ljós kopar og bleikur mokka. Brúnir og dökkir litir eru orðnir hlýrri. Litatæknin er þannig núna að við erum að leggja meiri „Við þurfum góðan raka þegar kólnar í veðri“ Harpa Ómarsdóttir, eigandi og stofnandi Blondie-hársnyrtistofanna, veit hvað er það heitasta þegar kemur að hárinu í vetur. Hún segir nauðsynlegt að næra hárið vel og að leyfa sér að nostra við það reglulega. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Harpa Ómarsdóttir mælir með að fólk fari reglulega og láti dekra við hárið sitt á hárgreiðslustofu. Ljósmynd/Pinterest Ljósmynd/Pinterest Það þarf að skoða hvert andlit fyrir sig og klippa hárið þannig að það falli vel við and- litslagið. Ljósmynd/Pinterest Harpa mælir með að kon- ur prófi að láta setja á sig topp. Eins skiptir máli að nota góð efni í hárið. Styttur eru vinsælar um þessar mundir. 36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Byggmjólk Eina íslenska jurtamjólkin Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.