Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 40

Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Sölustaðir: Hagkaup Kringlunni og Smáralind, flestar heilsuverslanir, Lyfja Smáralind og Granda, Urðarapótek og Systrasamlagið Netverslun: heilsuhusid.is og elba.is DÝPRI VIRKNI Öflugt dagkrem fyrir þroskaða og þurra húð. Gefur mikla næringu og vörn. Endurnýjar ljóma og mýkt húðarinnar. Öflugt olíu serum fyrir þroskaða og þurra húð. Dr. Hauschka Ísland A ndlit aðstandenda alkóhól- ista eru allskonar þótt þeir geti örugglega flestir tengt við sömu tilfinningar. Til- finninguna um vanmátt við að vera til staðar, ótti við að missa viðkomandi og skömmina við að við- urkenna vandann. Þar sem oft og tíðum eru miklir fordómar í garð þeirra sem glíma við fíkn og úrræðaleysi í kerfinu til að leysa þeirra vanda. Gestur faðir Völu bjó á götunni frá því hann var rúmlega fertugur. Kerfið var orðið þreytt á honum. Vala upplifði það sterkt að ekki væri til úrræði fyrir fólk eins og föður hennar. Að sífellt væri verið að losa sig við hann og segja henni að hann væri of veikur fyrir kerfið. Vala segir að það sé slæmt að þeir sem minna megi sín hafi ekki rödd. ,,Ég held að mikilvægast sé alltaf að út- skýra sögu einstaklinganna svo við getum sett á þau andlit og hættum þannig að hlut- gera þau. Fólk er ekki vandamálin sem það glímir við. Gestur var t.d. pabbi minn, hann var vinur vina sinna og sonur svo dæmi séu tekin. En fyrst og síðast var Gestur mann- eskja. Við þurfum alltaf að byrja þar og enda þar. Gestur var ekki veikindin sín heldur var hann lítill strákur í stórum lík- ama. Ég elskaði pabba mjög mikið og hann elsk- aði mig. En hann var veikur og fékk ekki lækningu í kerfinu við því. Við erum ekki með verkfærin til að aðstoða veikasta fólkið okkar. Ég veit að allir voru að gera sitt besta tengt pabba, en við getum ekki fylgst með þessum málaflokki feta áfram sama veg. Það er of sárt fyrir okkur aðstand- endurna og eins er samfélagið bara of lítið til þess.“ Móðir Völu er Lilja Valdimarsdóttir sem hefur starfað sem hornleikari Sinfóníu- hljómsveitarinnar í yfir þrjá áratugi. Hún er ein af okkar bestu hljóðfæraleikurum og hélt til náms til Svíþjóðar þegar Vala var þriggja ára. „Mamma og pabbi felldu hugi saman þegar þau voru ung. Þau elskuðu bæði tónlist en voru miklar andstæður. Mamma hefur alltaf verið þessi ljónynja, kletturinn sem allir geta stólað á. En pabbi var mjög stór karakter, skemmtilegur og mikill hugsjónamaður. Þau náðu ekki samkomulagi með sambandið sitt og fjölskylduhagi þegar ég fæddist, svo við mamma fluttum til útlanda þar sem hún lagði grunn að sinni framtíð. Að loknu námi þraut Lilja hæfnispróf til inngöngu í Sinfóníuhljómsveit Íslands og bar sigur úr bítum. Samhliða fullri stöðu sem hornleikari í hljómsveitinni sinnti hún fullri hljóðfærakennara stöðu. Hún vann myrkranna á milli svo við gætum haft í okk- ur og á.“ Vala var fljót að átta sig á að öryggið væri með mömmu en hún gat aldrei slökkt á tilfinn- ingum til föður síns. Þegar Vala var sjö ára að aldri, fluttu þær mæðgur aftur heim til Íslands. Þá var Gestur faðir Völu búinn að vera edrú með aðstoð með- al annars AA-samtakanna. Þau eignuðust þannig nokkur góð ár þar sem góð geðtengsl mynduðust þeirra á milli. „Í raun má segja að ég hafi átt fjögur mjög dýrmæt ár með pabba í bata. Ég hef heyrt margar fallegar sögur af þeim níu árum sem hann var edrú, hvernig hann tileinkaði líf sitt AA-samtökunum og gerði hvað hann gat til að vera til staðar fyrir aðra. Það eru þónokkrir sem urðu edrú vegna pabba og því er ég stolt af, þó hann hafi svo um tíma talið sig læknað- an. Á þessum tíma bjó pabbi hjá foreldrum sín- um. Síðan veikist amma og deyr og þá fer að halla undan fæti hjá honum.“ Í fallinu átti Gestur Laugaveginn Við móðurmissinn virðist sem gömul áföll komi upp hjá Gesti og hann misstígur sig og fer á barinn. „Þá er pabbi um fertugt og hann fellur. Það virkaði ekki alvarlegt fall í fyrstu, þar sem hann fór bara á barinn og fékk sér einn bjór. Ætli hann hafi ekki bara verið að prófa hvort hann gæti drukkið í hófi. En hann náði aldrei til baka aftur.“ Gestur fór fljótt í hörð efni. Hann byrjaði að sprauta sig og sökk sífellt dýpra. „Af því að pabbi átti Laugaveginn varð ekki hjá því komist þegar maður fór í bæinn sem unglingur að rekast á hann. Þá var maður kominn inn á hans svæði. Ég man að ég gat ekki annað en laðast að ljósinu í honum, lífsgleðinni og fegurðinni. Pabbi bar höfuðið hátt á þessum tíma og það var gorgeir í honum. Hann var með læti, breiddi út arm- inn og söng, stundum ber að ofan með síða hárið sitt. Hann var eins og kóngur sem gekk um götuna sína. Við vorum gestirnir og hann tók alltaf höfð- inglega á móti okkur.“ Á Siglufirði spilaði Gestur Guðna- son með Ecco, Stormum og Hrími. Eftir að hann flutti suður spilaði Gestur með hljómsveitum sem boðuðu nýjan tíma, róttæk- an og ágengan. Þar nægir að nefna Eik, Tat- ara og Orghesta. Vala er sannfærð um að sjúkdómurinn sem faðir hennar var með sé einn þeirra verstu. Þessi sjúkdómur sem eirir engum né spyr um neitt. „Myrkrið í lífi pabba smitaðist yfir í mig og því þurfti ég að leggja vinnu í að tendra ljósið hið innra. Í raun kem ég þannig út í lífið að það eru mjög margir skuggar sem hafa fylgt mér. Bara það að alast upp með föður minn ekki á staðnum gerir það að verkum að ég passa ekki í eigið skinn, í raun ekki inn í veröldina.“ Geturðu útskýrt betur þessa tilfinningu? „Já. Ég hef alltaf verið ofboðslega beygluð í samskiptum við karlmenn. Ég set þá vana- lega í hlutverk pabba, verð fljótt lítil stelpa sem vill láta passa sig eða láta taka ábyrgð á sér. Ég hef ekki náð að mynda heilbrigð sam- skipti við karlmenn fyrr en nú í seinni tíð eftir að hafa unnið vel í mér tengt því sem ég hef upplifað. „Af því að pabbi átti Laugaveginn varð ekki hjá því komist þegar mað- ur fór í bæinn sem unglingur að rek- ast á hann.“ Vala Gestsdóttir vinnur við hljóð- heilun hjá Shalom-meðferð- arstöðinni. Hún segir þá sem hafa upplifað það sem hún hefur upp- lifað velja sér atvinnu sem er full af fegurð og ljóma. Ljósmynd/Íris Þorsteinsdóttir 5SJÁ SÍÐU 42

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.