Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 43

Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 43
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 MORGUNBLAÐIÐ 43 HEILDRÆN HEILSA –NÁMSKEIÐ TIL BETRA LÍFS HEFST 17. OKTÓBER NK. BETA REYNIS næringarfræðingur býður upp á fjölbreytt og áhugavert fjögurra vikna námskeið þar sem áhersla er lögð á blóðsykurjafnvægi. Fylgt er ákveðnu matarprógrammi og þátttakendum gefin fjölbreytt og góð ráð sem nýtast andlegri og líkamlegri heilsu. Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem vilja setja sjálfan sig í fyrsta sæti og endurheimta eigið heilbrigði. Þekkir þú þessi einkenni? – Orkulaus eftir máltíðir – Þyngdaraukning – Aukin kviðfita – Þreyta og slen – Maga- og meltingar- vandamál – Bólgur SKRÁNING HAFIN Sendu póst á beta@betareynis.is Námskeið hjá Betu Reynis gerbreytti líkamslíðan minni, bæði andlega og líkamlega. Námskeiðið er samansett úr venjulegummat, án allra öfga og hjálpaði mér að komast út úr næringarmunstri sem ég átti erfitt með að brjóta upp. Beta heldur einstaklega vel utan um skjólstæðinga sína og fræðir á skemmtilegan og upplýsandi hátt. – Heiðdís Einarsdóttir HÁRSNYRTIMEISTARI OG FÖRÐUNARFRÆÐINGUR passa fyrir hann og svo daginn áður en hann átti að fljúga út, þá fékk ég þær upplýsingar að meðferðin í Svíþjóð gæti ekki tekið við honum. Þeir töldu hann of veikan. Þetta var enn eitt áfallið fyrir pabba sem bjó hjá mér í nokkrar vikur áður en hann svo að lokum féll aftur. Það sem við tók var ferill þar sem pabbi fór í neyslu, upp á spítala og síðan í fangaklefa. Skömmu áður en hann dó sagði hann mér að hann hefði verið læstur inn í fangaklefa alls- nakinn í sólarhring. Eins fljótt og hægt var var hann sendur út á götuna aftur í kraftgallanum sínum. Það er enginn sem lendir í bílslysi settur út á götu eða látinn vita að hann sé of slasaður til að hægt sé að aðstoða hann. Fólk er lagt inn á spítala og svo vanalega sent áfram í kerfinu í endurhæfingu. Við þurfum að hugsa kerfið án aðgreiningar á sjúkdómum.“ Var einn og hræddur áður en hann dó Þegar fólk lendir undir bíl er það ekki spurt á hvaða spítala það vill fara eða hverskonar umönnun það kæri sig um. Eins er ekki ætlast til þess að stórslasað fólk sé aðlaðandi eða skemmtilegt. „Við þurfum að búa til kerfi þar sem litið er á alkóhólistann líkt og lítið barn. Þar sem kær- leikur og ást er sett í öndvegi.“ Það er einföld úrlausn byggð á öllu því sem hún upplifði með föður sinn í gegnum árin. „Pabbi átti enga rödd. Hann var brotinn þegar hann fór á götuna, en það braut hann líka ennþá meira niður hvernig var komið fram við hann þar. Við horfum ekki í augu þeirra sem búa á götunni og knúsum þau. Heldur horfum við undan líkt og þau séu ekki til. Þetta fólk okkar sást ekki þegar þau voru börn og þau sjást ekki þegar þau eru orðin fullorðin. Það upplifir stöðugt meiri niðurlægingu í stað þess að upplifa stað þar sem það getur leitað aðstoðar og fengið það eina sem það vantar í lífinu, at- hygli og svigrúm til að vinna í sér með sér- fræðingi. Fólk verður misþroska þegar það fer í neyslu ungt og svo þroskast það ekki í neysl- unni. Því þarf að nálgast það líkt og lítil brotin börn. Þau þurfa að láta leiða sig áfram, við handtökum ekki börn og hendum þeim inn í klefa. Við látum ekki börn sem eru særð skríða á eftir sjúkrabílum. Það þarf að mennta alla þá sem vinna með fólki eins og pabba til að sjá vandann frá þessu sjónarhorni. Ég gæti skrifað heila bók um þann hrylling sem ég upplifði sem aðstand- andi alkóhólista, en ég ætla ekki að gera það. Hvernig hann var settur í einangrun á geðdeild í viku út af ab-mjólk í hús- næði sem hann bjó í með nokkrum öðrum virkum fíklum, hvernig fólk og kerfið okkar var hætt að þola hann. Pabbi hafði enga rödd og það var ekki tekið mark á hon- um. Hann var eins og óþekkur unglingur sem enginn réð við. Hann hafði verið í Gistiskýl- inu á Lindagötu í fjölda ára og mín tilfinning er sú að hann hafi verið fyrir þar. Honum var komið fyrir í einbýlishúsi í eigu Velferð- arráðs en þar var hann einn í angist og alveg svakalega hræddur. Hann hafði útivista- reglur í gistiskýlinu en það var ekkert sem hélt utan um hann einan í þessu húsi. Hann var farinn að hósta blóði og húsið var ekki íbúðarhæft.“ Það fékk Vala staðfest af heilbrigðiseft- irlitinu sem dæmdi húsið óíbúðarhæft. Vala hafði ítrekað óskað eftir því við Velferðarráð að taka út ástand hússins en viðbrögðin voru lítil. Árið sem Gestur dó hafði hann verið lagður ótal oft inn á spítala. En alltaf var hann settur aftur út á götuna. Hann var löngu hættur að vera manneskja fyrir fólki. Ótti föður Völu í lok lífsins er að hennar mati kominn til vegna þess að hann var ekki á þeim stað sem hann vildi vera. Hann hafði ekki stjórn á eigin lífi eða aðstæðum og valdi sér ekki það að deyja úr þessum sjúk- dómi. Rétt fyrir andlátið á Landspítalanum þar sem Vala og móðir hennar voru hjá honum bað Gestur um að rúminu hans á spítalanum yrði snúið þannig að hann gæti horft út, síðustu andartökin fékk hann því að sjá náttúruna, fuglana og frelsið. Í kjölfar þess að Gestur dó fann Vala kraft innra með sér og vissi fyrir víst við hvað hún vildi vinna. „Þegar maður hef- ur lært að elska fólk með skugga þá verð- ur maður ofurnæmur á skugga í öðrum. Ég held að svona reynsla geri það að verk- um að maður velji að vinna í mjög björtu og fallegu umhverfi. Þegar pabbi dó var eins og ljósið innra með mér fyndi sér farveg. Ég vissi hvert ég vildi beina því.“ Þurfum að segja sögur okkar upphátt Það fallega við sögu Völu er þessi mikla ást sem hún bar alla tíð til föður síns. Þessar sögur eru oft á tíðum sagðar í herbergjum sem fáir heyra af. Þar sem aðstandendur koma saman og tala fallega um alkóhólist- ana sína og deila reynslu sinni, styrk og von- um. Kannski er kominn tími í samfélaginu á að þessar sögur fari að heyrast meira. Því á með- an litið er á sjúklinga með fíknivanda sem vandamál, þá verður hernaður gegn vandanum ekki markviss. Það hafa á öllum tímum verið plágur sem við mannfólkið höfum ekki talið okkur geta sigrast á. Nýjasta dæmið er kórónuveirufaraldurinn sem við vorum vanmáttug fyrir á tímabili. Að lokum minnist Vala þess sem hún elskaði mest í fari föður síns. ,,Ég elskaði það hvað hann var mikið fyrir litla sæta hluti og að hann var alltaf að gefa mér þá. Fólk sem býr á götunni getur ekki ferðast með stóra hluti á sér. Pabbi var alltaf með litla sæta orkusteina á sér, hann var með lítið sætt dót sem hann var alltaf að skilja eftir við hurðina mína eða gefa mér. Rétt áður en hann dó þá var hann alltaf að hringja í mig út af skóm sem hann langaði að færa mér. Hann tók leigubíl heim til mín og færði mér skóna. Hann staulaðist upp tröppurnar í kraft- gallanum með skóna til mín. Maðurinn minn notar reyndar skóna í dag, því þeir voru á karl- mann, en það var hugarfarið sem skipti máli. Það að hann var alltaf að hugsa um litlu stelp- una sína.“ Vala segir lánið í lífinu vera að vanalega fylgir veikum einstaklingi einhver stoð og stytta, sem hefur verið meðal annars móðir hennar í þessu lífi. „Það er alltaf erfitt að vera bæði faðir einhvers og móðir. Eins og mamma reyndist mér. En aðstandendur fá einhvern óútskýrðan kraft til þess.“ Að lokum er forvitnilegt að vita hvaða ein- staklingur hjálpaði föður hennar mest? ,,Ég held að ég verði að segja að það hafi verið ég. Pabbi treysti svo fáum þó að margir hafi viljað koma að bata hans. Það var dásamlegt að finna það en einnig mjög sársaukafullt. Því það er of mikið á börn lagt í svona aðstæðum. Því eins og við vitum þá þarf heilt samfélag til að koma barni til manns líkt og það þarf heilt samfélag til að koma fólki til heilsu.“ „Pabbi átti enga rödd. Hann var brotinn þegar hann fór á götuna, en það braut hann líka ennþá meira niður hvernig var komið fram við hann þar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.