Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 44

Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 44
V ið hættum að kaupa inn plastpoka í öllum stærðum nema þessa gráu þunnu í tunnuna. Við endurnotum poka mjög oft en við skolum þá þegar hægt er. Sem dæmi notum við frekar smjörpappír í nestisbox barnanna ef skilja þarf að matvæli. Við byrjuðum að kaupa sápustykki í stað fljótandi sápu en einnig höfum við keypt fljótandi sápu í stórumbúðum þar sem stykkin henta ekki. Það eru þessi smáu atriði sem safnast saman. Við erum öll í þessu saman og börnin ekki síður en við foreldr- arnir.“ Hvernig voru málin hjá ykkur áður og hvernig eru þau núna? „Fyrir nokkrum árum minnkuðum við plastið sem fór frá okk- ur um 80% með stífu átaki. Við fórum úr 7,1 kílógrammi af plasti á mánuði niður í 1,45 kílógrömm en við erum 6 í heimili. Með- alnotkun plasts á fjögurra manna fjölskyldu er 13 kílógrömm á mánuði. Þetta var heldur ýkt átak en það þarf oft til að koma manni í gang en við settum okkur markmið að fara ekki yfir þrjú kílógrömm á mánuði sem tókst nánast í 2 ár fyrir utan desember og maí eitt árið sem við vorum með fermingu.“ Vigtar allt plastrusl Til að halda utan um notkun sína var brugðið á það ráð að vigta allt plastrusl sem fór út af heimilinu. Morgunblaðið/Eggert 44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Mercedes Benz Parfumes Iceland „Reynum að kaupa það sem er best fyrir okkur og jörðina“ Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður og fjölskylda hennar hafa á undanförnum árum verið að minnka notkun sína á plasti um 80%. Hún segir að oftar en ekki fari saman hreinleiki vöru og einfaldleiki pakkninga. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Þau nota einungis gráu þunnu ruslapokana og skola pokana inn á milli til að spara plastið á heimilinu. Emilía hefur á undanförnum árum lyft grettistaki þegar kemur að því að minnka plastnotkun á heimilinu. Umhverfisvænn uppvöskunarbusti er málið ef marka má Emilíu. Það má hugsa alla hluti upp á nýtt til að spara umbúðir að mati Emilíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.