Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 45
„Á þessum þremur árum hefur orðið gríðarleg vitundarvakn-
ing í landinu og ber að þakka Plastlausum september hluta af
því að t.d. fyrirtæki hafa nú dregið gríðarlega úr plastnotkun
sinni og hagrætt í pakkningum svo dæmi séu tekin.
Kjötvinnslur hafa breytt umbúðum sínum og náð að minnka
plast um 70% eða um 30 tonn á ári. Nú kemur sushi í betri um-
búðum en ég væri samt til í að sleppa litlu sojasósu-plastflösk-
unum.“
Hvaða ráð áttu fyrir þá sem vilja aðlaga sig þessu hugarfari?
„Ég mæli með að fólk noti minna af plasti því við getum ekki
haldið áfram með sama hætti. Endurvinnslan er ekki að fara að
hvítþvo okkur af því hvernig við notum
plastið.
Það munar um hvert einasta plaströr,
plastgaffal og poka þótt okkur þyki það
kannski lítið í stóra samhenginu.
Maður þarf ekki að vera fullkominn í
þessu og að sjálfsögðu geta allir gleymt að
taka pokann með í búðina en það er alltaf
gott að reyna að gera eins vel og maður
getur.
Ég enda stundum með fangið fullt og vil
þá ekki þurfa að troða vörunum inn á mig
og þá splæsi ég í einn poka ef það eru ekki kassar í búðinni.
Baðvörum og hreinsiefnum getur fylgt mikið af plasti og um-
búðum og sum krem hafa örplast í sér eins og margir skrúbbar
sem dæmi.
Þess vegna skiptir miklu máli að við reynum að kaupa það
sem er best fyrir okkur og jörðina.
Við getum einnig þvegið sjaldnar, hver þvottur slítur fötunum
okkar og litlar plastagnir úr gerviefnum skolast út í haf.“
Lykilatriði að nota minna
Hún segir að munur sé á plasti og því gott að hafa í huga að
vanda valið.
„Sumt plast er hitaþolið annað er mjúkt, eða hart og brothætt.
Ef við erum að nota plast undir matvæli þá skiptir máli að það
sé laust við BPA þar sem það efni hegðar sér eins og hormón og
getur gert skaða og þá sérstaklega hjá börnum.
Lausnin er samt ekki sú að henda öllu plasti út eins og nest-
isboxum og slíku heldur að næst þegar þú endurnýjar þá kynnir
þú þér hvað er í boði.“
Hún segir lykilorðið í umhverfismálum vera að nota minna.
„Við getum safnað erindunum saman í eina ferð frekar en að
skjótast eftir einu í einu. Eins er hegðun eldri kynslóða oft til
fyrirmyndar – þá sér í lagi þegar
kemur að sparsemi.
Gott ráð er að slökkva t.d. ljós-
ið þegar við erum ekki í rýminu,
að fara vel með auðlindirnar okk-
ar þar sem þær eru á þrotum. Við
ættum að hjóla frekar eða ganga,
síðan ættum við að forðast að
henda mat og skoða að gera moltu og flokka. Verum nýtin og
förum vel með hlutina okkar svo þeir endist. Við ættum einnig
að fara fáar lengri utanlandsferðir heldur en margar styttri.
Minnka neyslu á kjöti og mjólkurvörum og kaupa íslenskt og
það sem er á uppskerutíma. Ef við þurfum að kaupa erlent reyn-
um þá að kaupa það sem er næst okkur. Þetta eru allt hlutir sem
við getum gert bara með því að velta þeim aðeins fyrir okkur.
Ég sé þetta fyrir mér þannig að við séum að hægja aðeins á líf-
inu, lifa nær náttúrunni og huga að heilsunni.“
Þurfum að slökkva á sjálfstýringunni
Hvernig val höfum við þegar við förum út í búð?
„Við þurfum bara að slökkva á sjálfstýringunni og horfa í
kringum okkur því við höfum alltaf val.
Pizzasósan er sem dæmi í plasti eða fernu. Íslenskur pappi er
betri en erlent plast og pappi. Við getum keypt ávexti og græn-
meti án umbúða og svo mætti lengi telja. Það sem ég tók eftir
þegar við tókum þetta í gegn hjá okkur var að við fórum að
borða hreinni mat.
Hreinlætisvörur skipta miklu máli og minnka má notkun á
plasti mikið t.d. með sápu sem sápustykki eða áfyllingar án eða í
minna plasti, svitalyktareyðir er til í pappaumbúðum án skað-
legra aukaefna, við getum keypt plastlausan plástur, til eru fjöl-
nota túrnærbuxur og mánabikar úr sílikoni í stað dömubinda
sem eru algjör snilld og þvílíkt frelsi. Það er ekki heftandi að
vera umhverfisvænn.“
Hvað með íslenska smjörið?
„Þegar við tókum allt í gegn hjá okkur þá skoðuðum við allt
sem var í umbúðum og hvað gæti komið í staðinn. Við keyptum
alltaf smjörva sem er meira unninn en venjulegt smjör í bréfinu
og á 6 manna heimili er það fljótt að hrannast upp. Við erum
með smjörkúpu á borðinu og notum núna alltaf venjulegt smjör
þegar notað er smjör og það er alltaf mjúkt og pakkningin í lág-
marki. Þetta er nefnilega svo merkilegt eða kannski ekki, að oft-
ar en ekki fer saman hreinleiki vöru og einfaldleiki pakkninga.“
Hvernig lýsir þú þínu heimili?
„Það er stoppistöð þegar skólinn, íþróttir og félagslíf er á
fullu. Annars er heimilið okkar hlýlegt, fallegt og frjálslegt með
húsgögnum héðan og þaðan.
Ég vil að heimilið sé staður þar sem gott er að koma og slaka á
og allir hafa pláss fyrir sitt.“
Vil vera hluti af lausninni fyrir börnin sín
Emilía er í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands.
„Hver einasti tími er ótrúlega áhugaverður og flottir kenn-
arar. Ég treð marvaða í augnablikinu að læra að læra aftur og
koma þessu öllu heim og saman við lífið.“
Af hverju skipta umhverfismál þig svona miklu máli?
„Því það er nútíðin og framtíðin og við verðum að bregðast við
því þegar við erum komin yfir mörk jarðarinnar, þá er ekki vitað
hvort við getum snúið við eða húrrum í einhverja óafturkræfa
eyðileggingu. Við nálgumst óðfluga þessi mörk en það er svo
margt sem við getum gert og óteljandi tækifæri sem felast í því.
Ég er heilbrigðismenntuð líka og að skoða línurit sem sýnir að
þar sem kaupmáttur vex þá dalar hamingjan sem er ákveðin
vakning. Það skal enginn segja mér að við kaupum hamingjuna.
Erum við annars ekki öll í leit að hamingju og heilsusamlegu líf-
erni?“
Hún segir kórónuveirufaraldinn hafa kennt okkur margt.
„Faraldurinn sýndi okkur að við getum tileinkað okkur nýjar
venjur ef við viljum eða þurfum. En það sem er öðruvísi með
umhverfismálin er að okkur finnst þau svo langt undan og ekki
eins nálæg ógn. Að við þurfum ekki að gera neitt og það sem ég
geri skipti ekki máli í heildarsamhenginu en það var nú ekki
raunin í kórónuveirufaraldrinum og það á sannarlega við einnig í
umhverfismálum. Ég á börn sem erfa munu landið og ég vil vera
hluti af lausninni fyrir þau.“
Emilía komst að
því að best væri
að nota smjör og
að hafa smjör-
kúpu á borðinu til
að halda pakkn-
ingum í lágmarki.
Emilía segir að þær vörur sem eru
úr gæðaefni séu oft í mjög
umhverfisvænum umbúðum.
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 MORGUNBLAÐIÐ 45
Vefverslun
aprilskor.is
Garðatorg 6 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is