Víkurfréttir - 14.07.2021, Page 2
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Eiríkur Sigurðsson lagði upp í langferð á laugar-
dagsmorgun þegar hann hélt af stað frá Sandgerði á
gömlum, sovéskum, uppgerðum traktor í hringferð um
Ísland.
Eiríkur er kominn á eftirlaun, hefur nægan tíma núna
og er að gera þetta fyrir sjálfan sig. „Ég hef ekki hug-
mynd hvað ferðin kemur til með að taka langan tíma,
fjallahótelið er í eftirdragi – ég tek alkann á þetta og tek
einn dag í einu.“
„Ég keypti vélina fyrir fjórum árum og hef verið að
gera hana upp, hugmyndin kom fljótlega eftir kaupin og
því er undirbúningurinn búinn að vera töluverður,“ sagði
Eiríkur að lokum, rétt áður en hann hoppaði upp í trak-
torinn sinn og hélt af stað í ævintýraferðina.
Jón Hilmarsson, fréttamaður Víkurfrétta, ræddi við
Eirík í upphafi ferðarinnar. Í rafrænni útgáfur Víkurfrétta
er hægt að smella á myndina og sjá myndbandið.
Skökk mynd dregin upp af stöðu
bólusetninga á Suðurnesjum
Staða bólusetninga á Suður-
nesjum hefur verið í umræðunni
síðustu daga en á vefnum covid.
is, sem Landlæknisembættið og
almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra standa að baki, kemur fram
að hlutfallslega er lægsta hlutfall
bólusettra að finna á Suðurnesjum.
Samkvæmt nýjustu tölum (9. júlí
2021) hafa í heildina verið gefnir
451.936 skammtar á Íslandi og
264.849 einstaklingar hafa fengið
allavega einn skammt bóluefnis.
Hæsta hlutfall eftir lögheimili er á
Norðurlandi þar sem yfir 75% hafa
verið bólusettir en á Suðurnesjum
er hlutfallið rétt um 65%.
Sveinbjörg S. Ólafsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja, sagði í samtali við
Víkurfréttir að sennilega mætti
skýra þennan mun á hærra hlutfalli
erlendra íbúa á Suðurnesjum en
annars staðar. „Margir þeirra erlendu
íbúa sem eru skráðir með lögheimili
hér, og misstu vinnuna í Covid,
hafa snúið til síns heima, ýmist um
stundarsakir eða eru alfarnir. Flestir
eru þetta Pólverjar og margir þeirra
sem hafa farið í frí til Póllands hafa
jafnvel þegið bólusetningu þar. Nú,
þegar þessar massabólusetningar
sem hafa verið í gangi hér hjá HSS
eru afstaðnar, tekur við vinna við
að skrá inn í kerfið öll þau vottorð
sem hefur verið framvísað til okkar
af erlendum íbúum svæðisins – þessi
vottorð eru ekki enn komin inn í þær
tölur sem eru gefnar upp á covid.is.
Ég hugsa að þegar allt er talið þá
sé hlutfallið hér svipað því sem er
annars staðar,“ segir Sveinbjörg.
Sveinbjörg segir að bólusetningar
hafi gengið vel og margir hafi mætt
á opinn dag þar sem Jansen bóluefni
var í boði. „Svo voru margir sem eltu
góða veðrið austur og voru kannski
ekki að nenna að mæta á boðuðum
tíma hingað úr góða veðrinu – en
þeir eru búnir að vera að mæta núna
og fá Jansen hjá okkur.“
Þeir skjólstæðingar Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja sem óska eftir
að þiggja eldra boð um bólusetningu
geta sent upplýsingar um kenni-
tölu og símanúmer til HSS (hss@
hss.is) og fá þá boð í bólusetningu
með Jansen bóluefni þegar að þeim
kemur og hvatti Sveinbjörg alla þá
sem hafa ekki enn verið bólusettir
fyrir Covid-19 að notfæra sér það.
Sveinbjörg S. Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur á HSS, mundar sprautuna
þegar María Arnlaugsdóttir, 99 ára, fékk fyrst allra almennra bæjarbúa á
Suðurnesjum bólusetningu þann 29. desember síðastliðinn. VF-mynd: pket
Hringferð á sovéskum traktor
Stöðugar uppfærslur og úrslit íþróttaleikja
vf.is er alltaf vakandi og þar er að finna nýjustu fréttir og íþróttir vf.is
Icelandair styrkir Landsbjörg og kynnir nýja árlega viðurkenningu:
icelandair veitir Þorbirni viður-
kenninguna verndarvænginn
Icelandair Group og Slysavarna-
félagið Landsbjörg skrifuðu í
síðustu viku undir áframhaldandi
samstarfssamning til næstu fimm
ára en félagið hefur frá árinu 2014
verið einn af aðalstyrktaraðilum
Landsbjargar. Samningurinn var
undirritaður fyrr í dag við einn vin-
sælasta ferðamannastað landsins
um þessar mundir, gosstöðvarnar
í Geldingadölum. Við sama til-
efni var tilkynnt um nýja viður-
kenningu, Verndarvænginn, sem
Icelandair mun veita árlega fyrir
eftirtektarvert starf björgunar-
sveitar. Fyrsti Verndarvængurinn
var veittur björgunarsveitinni Þor-
birni í Grindavík fyrir öflugt og
mikilvægt starf við gosstöðvarnar.
Samstarfssamningur Icelandair
og Slysavarnafélagsins Landsbjargar
kveður á um beinan fjárhagslegan
styrk auk sérstakra styrkja til flug-
ferða innanlands og milli landa.
Einnig verður lögð áhersla á sam-
starf Icelandair og Landsbjargar
hvað varðar forvarnir og upplýsinga-
gjöf til erlendra ferðamanna, öryggis-
þjálfun og gerð viðbragðsáætlana.
Horft verður til þess að efla vefinn
Safetravel.is enn frekar en vefurinn
er öflug og góð upplýsingamiðstöð
fyrir ferðamenn. Auk þess mun Icel-
andair koma upplýsingum um vefinn
áfram til flugfarþega um sínar dreifi-
leiðir. Undanfarin ár hafa Landsbjörg
og Icelandair verið í virku samstarfi
varðandi öryggisþjálfun, gerð við-
bragðsáætlana og viðbrögð við
flugatvikum. Þetta samstarf verður
eflt enn frekar á næstu árum.
Bogi Nils Bogason, forstjóri
Icelandair Group, og Kristján Þór
Harðarson, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
handsala áframhaldandi
samstarfssamning.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, afhendir
Boga Adolfssyni, formanni Björgunarsveitarinnar
Þorbjörns, viðurkenninguna Verndarvænginn.
2 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár