Víkurfréttir - 14.07.2021, Page 9
Á hefðbundnum degi stundar
Gunnar nám sitt og á meðan eru
leikvellirnir í hverfinu vel nýttir af
öðrum fjölskyldumeðlimum. „Við
búum nokkrum mínútum frá Central
Park og eyðum miklum tíma þar.
Þar er að finna 21 afgirta leikvelli
og á þessu hálfa ári erum við búin
að heimsækja tuttugu þeirra. Flóki
elskar að fara í garðinn því þar fær
hann að ganga frjáls um, annað en
nálægt götunum. Ef veður leyfir þá
eyðum við öllum deginum úti við.“
Kerfislæg kynþátta-
mismunum í hverfinu
Aðspurð hvað hafi komið sér á óvart
við það að flytja í aðra menningu,
jafn frábrugðinni þeirri íslensku
og raun ber vitni, segir Lovísa það
einna helst tvennt. „Hið fyrra og
öllu léttvægara er hversu ljúft það
er að þurfa ekki að eiga bíl þótt
við séum með börn. Hitt er gjáin
milli kynþátta. Ég hélt ég fengi
ekki menningarsjokk þar sem ég
hef áður búið í Bandaríkjunum og
mikið verið í borginni en lífsgæði og
skörp skipting kynþátta milli íbúða-
hverfa kom okkur verulega á óvart,“
segir hún en fjölskyldan býr á hverf-
amörkum Harlem og Upper West
Side. „Hér sjáum við skýrt hvernig
kerfislæg kynþáttamismunun fær
enn að þrífast, t.d. eru tvær næstu
lögreglustöðvarnar við okkur stað-
settar alveg ofan í húsnæðiskjarna
fyrir efnaminna fólk, sem nær allt er
dökkt á hörund – en það er ekkert
sem við finnum fyrir á eigin skinni
vegna forréttinda okkar að vera
hvítir, evrópskir innflytjendur í
Bandaríkjunum.“
Þau Lovísa og Gunnar þykja hins
vegar ungir foreldrar í New York.
„Nær allir okkar vinir heima á Ís-
landi eru komnir með börn líkt og
við en Gunnar er að öllum líkindum
eini faðirinn innan deildarinnar í
skólanum. Það sýnir kannski svart
á hvítu hversu rugluð við erum að
leggja í þetta með tvö börn,“ segir
Lovísa.
Hvað tekur við eftir námið er
óljóst enn sem komið er. „Sama hvar
við lendum þá reynum við að halda í
gömlu, góðu klisjuna að njóta hvers
dags, því tíminn líður svo ótrúlega
hratt.“
Útboð
Félagsaðstaða eldri borgara í Grindavík
Verkfræðihönnun
Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Þeir sem hyggjast gera tilboð í
verkið geta nálgast gögn vegna útboðsins í
útboðskerfinu Tendsign (https://tendsign.is).
Nýskráning fyrirtækja á útboðskerfinu hefst
með því að smella á „stofna aðgang“.
Byggingin verður um 1.120 fermetrar á tveimur
hæðum, til viðbótar má reikna með allt að 100 fer-
metra tæknirými. Byggingin verður byggð að/og
samtengd við eldra húsnæði dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins Víðihlíð við Austurveg í Grindavík.
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
• Forhönnun
• Hönnun burðavirkja og grundunnar
• Hönnun lagnakerfi
• Hönnun loftræsikerfa
• Hönnun rafkerfa
• Hönnun lýsingar
• Brunahönnun
• Hönnun hljóðvistar
• Jarðvegsrannsóknir og jarðtækniskýrsla
• Gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar
Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti í framangreindu útboðskerfi
eigi síðar en kl. 11:00 þann 23. júlí 2021.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur heldur verður niðurstaða útboðs send bjóðendum
að loknu útboði, þá verður niðurstaða útboðs birt á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Nánari upp-
lýsingar má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar og í framangreindu útboðskerfi.
Skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar
víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 9