Víkurfréttir - 14.07.2021, Side 16
Úr einu
í annað
Það er sannkölluð Spánarblíða
núna dag eftir dag og sumarið
líður allt of hratt. Reyndar er þessi
blíða bara fyrir norðan og austan
en hérna á Reykjanesinu hefur
sumarið ekki enn látið sjá sig,
kemur eflaust á Ljósanótt. Pott-
þétt eldgosinu um að kenna en það
skemmir þó ekki gleðina hjá fólki
sem hefur brosað út að eyrum í
allt sumar. Takmarkanir sem settu
nánast allt líf okkar í fjötra á löngu
tímabili eru ekki lengur í gildi
og veislur og mannfagnaðir eru
nánast á hverju horni. Það varð að
fórna og fresta ýmsu í faraldrinum
og ljóst að fólk er svo sannarlega
að fara eftir mottóinu góða að
„lifa núna“ og það til hins ýtrasta!
Gleðin virðist vera allsráðandi
og meira að segja fyrir skömmu
síðan kom jákvæður póstur inn
á „Reykjanesbær-gerum góðan
bæ betri“-síðuna á Facebook! Það
fraus næstum hjá mér nettengingin
þegar sá póstur var opnaður, enda
óvænt. Ég verð reyndar að taka
undir smá tuð þar inni sem snýr
að gæðum slátturs hér í bæ en
t.d. á Njarðvíkurbrautinni í Innri-
Njarðvík um daginn þá sýndist
mér að menn hafi slegið grasið þar
með jarðýtu. Jákvæða er að það
þarf ekki að slá þarna aftur fyrr en
sumarið 2024.
Einn af þessum mannfögnuðum
sem ég fagna mikið þessa dagana
að séu komnir á fullt eru brúð-
kaupin. Þau hafa sjaldan eða aldrei
verið skemmtilegri. Fór í eitt hel-
víti skemmtilegt um daginn. Lenti
þar á spjalli við eldri hjón sem hafa
verið gift í næstum 43 ár, virkuðu
afar hress og hamingjusöm og litu
ótrúlega vel út miðað við aldur
og fyrri störf. Ég spurði þau eftir
nokkra bjóra hver lykillinn væri
að svona löngu og hamingjusömu
hjónabandi. Sú gamla var snögg að
svara, hún vildi meina að síðustu
árin hafi þau haft það fyrir reglu
að fara alltaf út að borða og á hótel
einu sinni í viku. „Góður matur,
gott spjall og svo mikið svefnher-
bergisfjör upp á hótelherberginu,“
sagði hún og brosti. Sá gamli sagði
þá nokkuð ákveðið: „Lykillinn er
reyndar sá að ég fer á fimmtu-
dögum og hún á sunnudögum!“ Þau
voru eldhress.
Sumar fréttir gleðja mann meira
en aðrar, það er bara þannig. Ein
slík var frétt í þessari viku af Elsu
Pálsdóttur, kraftlyftingakonu úr
Garðinum, sem varð Evrópu-
meistari og setti hvorki fleiri né
færri en fimm heims- og Evr-
ópumet á EM í kraftlyftingum
öldunga sem fram fór í Tékklandi.
Ótrúlegt afrek og ekki síst vegna
þess að Elsa hefur bara æft klass-
ískar kraftlyftingar í rúm tvö ár.
Í heimi fullum af neikvæðum
fréttum þá eru það svona tíðindi
sem kæta og veita fólki ákveðinn
innblástur. Til hamingju Elsa!
Mundi
Sumargírinn!
Það er nú meira sumarið sem er
boðið upp á hér á Suðurnesjum.
S TA R F S S T Ö Ð :
K E F L AV Í K
U M S Ó K N I R :
I S AV I A . I S/AT V I N N A
U M S Ó K N A R F R E S T U R :
2 8 . J Ú L Í
Keflavíkurflugvöllur iðar af lífi og við leitum að
brosmildum einstaklingum með ríka þjónustulund í
starf flugöryggisvarða í flugverndardeild. Starfið felst í
öryggisleit farþega og farangurs.
Óskað er eftir starfsfólki í framtíðarstörf bæði í 100%
starfshlutfall og hlutastörf. Um vaktavinnu er að ræða.
Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið
áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs.
Nánari upplýsingar veitir Árni Gísli Árnason deildarstjóri
flugverndar, arni.arnason@isavia.is og á isavia.is/atvinna.
Hæfniskröfur
• Rík þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum
• Góð samstarfshæfni í hóp
• Nákvæmni í vinnubrögðum
• Gott vald á íslensku og ensku,
bæði í rituðu og mæltu máli
• Rétt litaskynjun
• Aldurstakmark 20 ár
F L U G Ö R Y G G I S V Ö R Ð U R
V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I
A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ?
Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem hefur það að markmiði
að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli fyrirtækisins
og íslenska flugstjórnarsvæðið.
LO
KAO
RÐ
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
11.28.
ÁGÚSTJÚLÍ
Nú er komið hásumar og við hjá Víkurfréttum ætlum að fara í smá sumargír í júlí og
fram í byrjun ágúst. Blaðið mun koma út hálfsmánaðarlega þann tíma. Það verður
því ekkert blað í næstu viku en Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 28. júlí.
Við stöndum vaktina á vf.is alla daga en svörum ekki mikið í síma. Það má samt
alltaf ná í okkur með tölvupósti á vf@vf.is, hvort sem þú þarft að auglýsa eða
koma efni í okkar miðla.
MiðvikudagurMiðvikudagur
VÍKURFRÉTTIR Í SUMARGÍR
Ljúfir tónar saxófónsins léku um Sjólyst
Dagný Dís Jóhannsdóttir, fimmtán ára saxófónnemandi í Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar, hélt litla stofutónleika í Unuhúsi í Garði laugardaginn 26.
júní síðastliðinn.
Lögin sem Dagný flutti voru kynnt og stuttlega rætt um tónskáldin þótt
öll séu þau þekkt. Þá var heitt á könnunni og boðið upp á nýbakaðar vöfflur.
Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst bendir áhugasömum á að hægt
sé að óska eftir að fá að halda stofutónleika í Unuhúsi án endurgjalds. Húsið
er smátt í sniðum, eins og Una var sjálf, og tekur takmarkaður fjölda gesta.
Tilvalinn vettvangur fyrir hljóðfæraleikara sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Gestir nutu þess að
hlýða á tónleikana.
Þótt Dagný Dís sé aðeins fimmtán ára gömul
hefur hún náð mikilli leikni á saxófóninn
enda búin að stunda námið í mörg ár.
Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta er hægt að smella á
myndina og sjá brot af tónleikunum. VF-myndir: JPK