Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.2021, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 08.12.2021, Blaðsíða 17
 „Ég bjóst alls ekki við því að fá til- nefningu til neinna verðlauna þar sem þetta er fyrsta bókin mín og ég var bara nokkuð sátt með að ég hafi náð að koma henni út, en þetta er bara frábært og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Að vera yngsti höfundur sem hefur verið tilnefndur til verðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis er svo auðvitað bara stór plús,“ segir Kristjana Vigdís Ingvadóttir en í umsögn dómnefndarinnar sagði m.a. að bókin væri „hressandi lesning“- sem hún er mjög ánægð með. „Ég var að vonast til þess að það myndu fleiri en sagnfræðingar eða fræðimenn yfir höfuð vilja lesa bókina þar sem þetta er efni sem höfðar til margra, sérstaklega þeirra sem hafa áhuga á íslenskri tungu, fortíð hennar og framtíð. Það að dómnefndin tali um hress- andi lesningu kveikir því von hjá mér um að bókin muni rata inn á heimili breiðari hóps og fleiri verði fróðari um Bjarna Jónsson rektor og hugmyndir um afnám ís- lenskunnar, áhrif Dana á Íslandi og virðingu þeirra fyrir tungumálinu og tungumálanotkun íslenskra embættismanna, svo fátt eitt sé nefnt. Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent um mánaðarmótin janúar og febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jó- hannessyni - og ég bíð bara spennt eftir því þó ég sé meira en sátt með að fá bara tilnefninguna. Hópur rithöfunda sem fékk tilnefningu Bókmenntaverðlauna 2021. Kristjana þriðja frá vinstri í neðri röð. Umsögn dómnefndarinnar: „Höfundur leitar svara við nokkrum spurningum, m.a. hversu víðtæk var notkun dönsk- unnar á 18. og 19. öld á Íslandi, hvar bar hana helst niður og hvers vegna ekki var skipt yfir í dönsku eins og rektor einn lagði til? Höf- undur setur frumrannsókn sína í samhengi við fyrri rannsóknir fræðimanna á einstaklega skipu- legan og ferskan hátt. Virðing Dana fyrir menningararfi Ís- lendinga kemur ef til vill einna helst á óvart. Í lok bókar spyrðir höfundur áhyggjum fyrri alda varðandi íslenskt mál saman við þær sem tilheyra deginum í dag. Hressandi lesning.“ Tilnefnd til bókmenntaverð- launa fyrir sína fyrstu bók Öllu fjármagni til gestastofa og sýninga verði ráðstafað til uppbyggingar í Kvikunni Bæjarráð Grindavíkur leggur mikla áherslu á að komið verði á fót sýningu og fræðslusetri um náttúru og jarðfræði með áherslu á eldgosið í Fagradalsfjalli. Mikill fjöldi ferðamanna hefur komið á gosstöðvarnar og gert er ráð fyrir að svo verði áfram næstu árin jafnvel þótt eldvirkni verði ekki til staðar. Á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur kom fram að Grindavíkurbær leggur fram aðstöðu í menningarhúsinu Kvikunni sem er sérstaklega hentugt og vel staðsett húsnæði til þessarar starfsemi. Í ljósi aðstæðna og þess aðdráttarafls sem gosstöðvarnar hafa fer bæjarráð Grindavíkur fram á að öllu því fjármagni sem ætlað er til gestastofa og sýninga á vegum Reykjanes Geopark til ársloka 2022 verði ráðstafað til uppbyggingar í Kvikunni. Kjúklingaskilti á hliðina í óveðrinu Björgunarsveitir voru kallaðar út á sunnudag vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Foktjón varð víða og gámur tókst á loft í Grindavíkurhöfn. Þá lagðist niður stórt auglýsingaskilti KFC í Reykjanesbæ. AÐVENTURÁÐ Apótekarinn Keflavík Suðurgötu 2 S: 421 3200 Apótekarinn Fitjum Fitjum 2 S: 534 3010 VIÐ BJÓÐUM YKKUR HJARTANLEGA VELKOMIN Í DESEMBER ÆJ, FÁÐU ÞÉR NÚ EINN MOLA OG LESTU GÓÐA BÓK! - lægra verð vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.