Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.2021, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 08.12.2021, Blaðsíða 22
Umsóknarfrestur til 31. desember. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna Covid á tíma- bilinu 1.- 30. nóv. 2021 geta átt rétt á styrk óháð starfsgrein. Við höfum aðstoðað ótal fyrirtæki um allt land og sótt styrki� uppá�tugi milljóna. Hafðu samband strax í dag og kannaðu rétt þinn. VIÐSPYRNU STYRKUR S: 554 5414 | ferdavefir.is upplysingar@ferdavefir.is KOLBRÚN JÚLÍAEvrópumeistari í hópfimleikum Keflvíkingurinn Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman vann það magnaða afrek að verða Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum um síðustu helgi. Eins og við var að búast var keppnin hörð en Ísland og Svíþjóð voru jöfn að stigum að keppni lokinni, bæði lið hlutu 57.250 stig en stórkostleg frammistaða íslenska liðsins á trampólíni auk þess að fá hæstu einkunn mótsins í gólfæfingum, 22.300 stig, tryggði þeim Evrópu- meistaratitilinn. Víkurfréttir heyrðu í Kolbrúnu sem var skiljanlega enn í skýjunum eftir afrek helgarinnar. „Þetta var alveg stórkostlegt,“ er það fyrsta sem Kolbrún segir og það dylst engum að hún er í sjöunda himni. „Maður trúir þessu varla ennþá en þetta er svo frábært lið, frábærar stelpur, og við erum búnar að vinna vel fyrir þessu.“ Kolbrún Júlía er 23 ára gömul og býr á stúdentagörðunum í Reykjavík en hún er á fullu í háskólanámi. „Ég er nú alltaf með annan fótinn í Keflavík, hjá mömmu. Svo er ég í Há- skóla Íslands á þriðja ári í hagnýttri stærðfræði og tölvunarfræði. Þar sem ég hef þurft að einbeita mér að Evrópumótinu hefur skólinn aðeins setið á hakanum undanfarið. Ég helli mér nú af fullum krafti í námið, þarf að taka tvö sjúkrapróf í desember en ég stefni á að klára bæði stærð- fræðina og tölvunarfræðina á fjórum árum.“ Þurfti að færa sig til að verða betri Eftir EM 2016 segir Kolbrún að hún hafi verið komin það langt á veg að hún var farin að skara fram úr öðrum hjá Keflavík og hún þurfti á breyt- ingu að halda. „Ég þurfti að ákveða mig. Ég var komin á ákveðna endastöð hjá Keflavík, vinkonur mínar sem ég var búin að æfa með allan þennan tíma voru margar að hætta og ég fann að til að verða betri þurfti ég að æfa með stelpum sem væru betri en ég. Ég var búin að vera að velta fyrir mér að skipta yfir í Gerplu og svo gerðist það að Gerpla kom í æfinga- búðir í Keflavík og ég æfði með þeim. Það varð til þess að ég tók ákvörðun og skipti, þarna voru stelpur sem ég leit á sem stórstjörnur og margar þeirra eru í dag mínar bestu vin- konur,“ segir Kolbrún sem hefur svo sannarlega náð langt í sinni íþrótt. Hvenær byrjaðir þú að æfa fimleika og eru það einu íþróttirnar sem þú hefur stundað? Kolbrún hlær. „Ég hef verið fjög- urra eða fimm ára þegar ég byrjaði í fimleikum, bara smá stelpa – en ég var rosalega orkumikil sem barn og það þurfti víst að hafa mig á fullu í íþróttum, annars svaf ég bara ekki. Ég var í sundi, fótbolta og svo lærði ég líka á píanó.“ Hvað er svo framundan hjá þér? „Eins og ég segi þá eru próf fram- undan en svo byrja æfingar með fé- lagsliðunum sennilega í næstu viku. Það verður rosalega gaman að mæta á æfingar og gera eitthvað nýtt því í undirbúningi fyrir EM hefur maður bara verið að æfa ákveðin stökk, leggja áherslu á það sama aftur og aftur – svo nú verður bara skemmti- legt að fá að leika sér. Svo hefst tímabilið hér heima strax eftir áramót og það er verið að fjölga mótunum, þau verða sennilega fimm eða sex á tímabilinu janúar til maí, endar á Íslandsmótinu í maí.“ Stutt í næsta Evrópumót Covid-19 hefur sett mótahald úr skorðum og Evrópumótið sem Kol- brún og félagar hennar í íslenska landsliðinu unnu um helgina er haldið ári á eftir áætlun því EM er ávallt haldið á ári sem endar á sléttri tölu. „Næsta Evrópumót verður haldið í september á næsta ári þannig að ég býst við að undirbúningur fyrir það hefjist strax,“ segir Kolbrún sem hefur sett stefnuna þangað – hún segist alveg geta hugsað sér annan verðlaunapening eins og þann sem hún vann núna um helgina. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Evrópumeistarar! Kolbrún með verðlaunin. Kolbrún Júlía er alltaf með annan fótinn í Keflavík en hún býr núna í Reykjavík þar sem hún er á fullu í Háskóla Íslands og æfir fimleika með Gerplu. Myndir af Facebook-síðu Kolbrúnar JÓLAGJÖFINA FYRIR DÝRIN FÆRÐU HJÁ OKKUR KROSSMÓA - REYKJANESBÆ Miðvikudagur 8. deseMber 2021 // 46. tbl. // 42. árg.sport Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.