Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Page 14

Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Page 14
Sigursveinn í jafnréttisgöng- unni eftirminnilegu árið 1979. Það ár skreytti þessi mynd forsíðu Sjálfsbjargarblaðsins. Réttinda- mál fatl- aðra hluti af minni lífsbaráttu Sigursveinn D. Magnússon hefur tekið þátt í starfi Sjálfsbjargar frá upphafi en segist aldrei hafa unnið að réttindamálum fatlaðra Viðtal: Einar Hjörleifsson Sjá hin ungborna tíð vekur storma og stríð leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. Heimtar kotungum rétt og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. Þetta erindi úr íslandsljóðum Einars Benediktssonar hefur orðið ásamt með alþjóðasöngn- um eins og fánasöngur íslenskrar verkalýðshreyfingar á þessari öld. Annað erindi úr þessu sama Ijóði hljóðar þannig: Allt skal frjálst, allt skal jafnt, rétta skerf sinn og skammt á hvert skaparans barn allt frá vöggu að gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr menn brautina fram undir blikandi merkjum yfir land og um höf. Þetta gæti allt eins verið baráttusöngur fatlaðra. Þetta boðorð í öllum sínum blæbrigðum hefur orðið mér minnisstæðara en öll önnur, sem ég lærði í æsku. 12 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.