Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 20

Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 20
Viðtal ir. En ég held að það hefi verið undantekning, ef fólk í hjólastól- um gat fengið vinnu. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að far- ið var að hugsa um að bæta að- stöðu á vinnustöðum fyrir fatlaða. Verkum skipt Nú stundaðir þú tónlistar- kennslu. Var fötlunin þér fjötur um fót í starfi? „Ég var búinn að læra svolítið á fiðlu og einnig á harmonium, áður en ég veiktist. Hafði alltaf gaman af því að iðka þetta dá- lítið. En það var aldrei neinn atvinnuvegur. Ég söng í karla- kórnum í Ólafsfirði og stjórnaði honum seinna. Eitt ár kenndi ég við barnaskólann, en þá komu krakkarnir bara heim til mín í stóra stofu, sem ég átti.“ Þú hefur ekki komist inn í skólann? „Það var alltaf vandamál í fannferginu þarna fyrir norðan. Að vísu átti ég lítið handknúið útihjól. Þetta var þríhjól, sem var keyrt áfram af sviftum, sem við kölluðum. Sviftirnar gengu niður á öxulinn, sem var undir afturhjólunum og það var svo tenging fram fyrir og aftur fyrir, sem þurfti að renna yfir dauða punktinn. Þetta var nokkurs konar vogarafl. Hjólið var mér mikil lausn. Reyndar var enginn vegur í Ólafsfirði, nema bara troðningar, svo ég gat lítið farið á því. Samt fór ég út, sérstaklega á veturna, þegar svell voru.“ Það er merkilegt að heyra, að þú skulir hafa getað athafnað þig betur á veturna en á sumrin. „Víst var það. Og ég fór þá langt á svelli, því þarna er stórt stöðuvatn. Það koma þeir tímar að frýs í hreint eftir hláku. Þá myndast oft á Ólafsfirði alveg afbragðs svell, til skautaferða og fleira. Nú, svo við hugum áfram að starfsemi Sjálfsbjargar, þá var árið 1959 sett á stofn milliþinga- nefnd, þar sem áttu sæti fulltrúar SÍBS, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjargar og Al- þingis. Eysteinn Jónsson var síð- an skipaður formaður nefnd- arinnar. Hann vann þetta verk af glöggskyggni og skilningi. Eng- inn okkar hinna var því vanur að fremja vinnu við frumvörp og þingstörf. Verkefni milliþinga- nefndarinnar fólust m.a. í því að koma á verkaskiptingu milli ör- yrkja- og styrktarfélaganna og að tryggja þeim tekjustofna. Verkaskiptingin sem varð upp úr þessu milli félaganna var eiginlega staðfesting á því, sem þegar var orðið. SÍBS var á sínu sérstaka sviði og undir þá flokk- uðust brjóstholssjúkdómar. Styrktarfélagið hafði sem sérsvið að sjá um málefni barna, þjálfa þau, og Sjálfsbjörg hafði með höndum þetta almenna svið fatl- aðs fólks, og baráttu fyrir því að bæta kjör þess og almenn mannréttindi. Þjóðfélagið skipti sér lítið af málefnum þessa fólks, nema að einhverju leyti í gegnum al- mannatryggingarnar, þótt þær væru ekki fullnægjandi. Þarna var um það að ræða að gefa því ástandi sem var, einhvern laga- legan grundvöll." Þurfum oð hugso pólitískt Heldurðu að það sé auðveld- ara að vera fatlaður í dag, en þegar þú varst að alast upp? „Já, ég held að möguleikarnir fyrir fatlað fólk séu núna miklu meiri en áður var. Að maður tali nú ekki um til að læra eitthvað." A Sjálfsbjörg að beita sér á pólitískan hátt? „Við þurfum miklu meira á pólitískri hugsun að halda. Okk- ar mál verða aldrei gerð að veru- leika nema gegnum löggjöf. Og til þess að breyta löggjöf þarf pólitíska hugsun. Magnús Kjart- ansson gekkst fyrir því á sínum tíma, að öllum stjórnmálaflokk- um var sendur listi með spurn- ingum um stefnu þeirra í málefn- um fatlaðra. Síðan var þessu safnað saman í bækling, sem síð- an var prentaður. Þar er að finna lykil að því hvernig er hægt að vinna. En ég vil fagna því, að ungt fólk virðist ekki vera eins hrætt við pólitíska hugsun og mín kynslóð var. Það er þrosk- andi að velta því fyrir sér, hvern- ig jafnréttismál fatlaðra tengjast stjórnmálum þjóðfélagsins.“ Eru menn hrœddir við að fá á sig pólitískan stimpil? „Ég held að það sé viss tregða á því að ganga út í pólitíska bar- áttu um kjörin, það hefur mér alltaf fundist." Hvað liggur að baki? „Ég held, að það sé ótti við að missa eitthvað, að lenda í and- stöðu við valdamikil öfl í þjóðfé- laginu. Ef við lítum til Svíþjóðar, er baráttufélag fatlaðra þar í mjög nánum tengslum við sænska sósíaldemókrataflokk- inn. Fatlaðir þar taka þátt í þess- ari baráttu af lífi og sál, enda eiga þeir undir högg að sækja og hafa styrk af verkalýðshreyfingu og pólitískum samtökum." Finnst þér, að Sjálfsbjörg œtti að fylgja sömu stefnu hér? „Ég vil minnast á það framtak okkar hjá Sjálfsbjörg að láta þýða kafla úr stefnuskrá sænsku alþýðusamtakanna (LO) um málefni fatlaðra. Uppúr því komumst við í samband við verkalýðshreyfinguna íslensku um 1980, nokkuð sem hefur haft 18 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.