Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Síða 23

Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Síða 23
Fatlaðir hafa löngum átt erf- itt uppdráttar á vinnumark- aði. Hvað er gert til að bæta úr því? Er rétt að fjölga vernduðum vinnustöðum? Atvinnumál „Eitt af því sem gefur lífinu er gildi er vinnan. Mönnum er nauðsynlegt að hafa starf við hæfi og afla sér tekna. í vinnunni kynnast menn mörgu fólki og eru þátttakendur í atvinnulífinu. Atvinnulífið er fjölbreytt og kall- ar á marga til starfa. Það er nær víst að til er starf sem hentar hverjum og einum. En hvað viljum við sjálf? Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, og leita að starfi með tilliti til þess. En við þurfum einnig að vera óhrædd að reyna eitthvað nýtt. Takast á við störf sem við höfum ekki unnið áður, en okkur kann að líka þegar á reynir." Þessi orð er að finna á forsíðu bæklings sem ber heitið Út að vinna - leiðbeiningar fyrir fatlaða sem ætla út að vinna. Þessi bæklingur er gefinn út af Samráðsnefnd um málefni fatlaðra sem starfar á vegum félags- málaráðuneytisins. í honum er að finna ýms- ar gagnlegar ábendingar og leiðbeiningar fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumark- aðnum, svo sem um ferðaþjónustu fatlaðra, réttindi og skyldur fólks á vinnumarkaði, öryrkjavinnu, laun og bætur, verndaða vinnustaði og síðast en ekki síst hvert fatlað- ir eiga að snúa sér hyggist þeir reyna fyrir sér á vinnumarkaðnum. Sjálfsbjargarblaðið ætlar að leggja sitt til málanna með viðtölum við nokkra þeirra sem afskipti hafa af atvinnumálum fatlaðra. Víðir Þorsteinsson er einn þeirra sem hafa hagnýtt sér þá möguleika sem tölvutæknin veitir fötluðum. Ásta B. Schram veitir for- stöðu sérstakri öryrkjadeild sem starfrækt er á Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar. Andri Örn Clausen segir frá athyglisverðri tilraun sem gerð var í sumar hjá Vinnuskóla Kópavogs og einnig er rætt við forstöðu- menn á vinnustöðum Öryrkjabandalagsins í Hátúni. SJÁLFSBJÖRG 21

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.