Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Síða 34

Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Síða 34
minnst einu sinni í viku. Stund- um fara hinn fullkomni fatlaði og perluvinkonan á hátíð fyrir fatl- aða, þar sem Árni Johnsen og Sigurður Johnny skemmta. Full- kominn fatlaður hvorki giftir sig né stofnar fjölskyldu, því hann getur ekki verið að eiga börn, sem verða þjóðfélaginu til byrði. Hinn fullkomni fatlaði er mjög trúaður. Hann skilur, að þján- ingin borgar sig einhvern tíma í framtíðinni, þegar hinn full- komni fatlaði er ekki lengur fatl- aður. Kirkjan tekur tillit til hinna fullkomnu fötluðu og hef- ur helgað þeim sérstakan sunnu- dag einu sinni á ári. Kraftaverka- prédikarar taka hinn fullkomna fatlaða upp á arma sína, en þó er nokkuð hæpið fyrir hinn full- komna fatlaða að taka þátt í slíku, þar eð það ber vott um óánægju með fötlunina. Stundum hefur hinn fullkomni fatlaði sérstaka ástæðu til að vera ánægður eins og þegar yfir- völd ákváðu að halda ár fatlaðra. Hinum fullkomna fatlaða vöknar um augu, þegar ákvörðunaraðil- ar, pólitíkusar, embættismenn og blaðamenn og allt hitt full- komna fólkið talar svo fallega um rétt hinna fötluðu. Þá býr hinn fullkomni fatlaði við fagrar minningar síðar, þegar ákvörð- unaraðilar, pólitíkusar, embætt- ismenn og blaðamenn eru farnir að tala um allt aðra hluti. S.H. þýddi úr sænsku. 32 SJÁLFSBJÖRG SJÁLFSBJÖRG 33

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.