Lindin

Árgangur

Lindin - 02.05.1956, Blaðsíða 10

Lindin - 02.05.1956, Blaðsíða 10
40 Sögðust ekki svo mikið sem hafa snert spjöldin, enþað var nú sama. Báðir voru settir í fangelsi. Á meðan aefðu Halli og Brandur nýja brellu. Á hverjum morgni fór Brandur inn í herhúðirnar að æfingaVellinum. Þar var General Smith að æfa hermennina í vopnaburði. og skipanimar glumdu við. "Til hægri snú, áfram gakk, lj-ftið byssunum, nefið staðar, skjótið.'’ Og allir hermennirnir skutu í eitt og sama markið. Brandi var mjög illa við þegar þeir voru að skjóta. Því þótt Brandur væri fyrir aftan pá, glundu skotin allt í kringum hann. Að síðustu fann hann þó öruggan stað, líklega eina staðinn í öllum herbúðunum, þar sem skot kom aldrei nálægt. Brandur stillti sér nefnilega upp fyrir framan miðpxmktinn á skotmarkinu. Þegar hann var kominn þangað var hann öruggur. StTindum kom það fyrir að pað var rigning. há gat generalinn auðvitað ekki verið útiþví tá' gæti hann fengið kvef. Þess vegna hefði verið settur upp skúr úti á æfingarvellinum, og um allan VÖllinn var búið að leggja hátalarakerfi í sambandi við skúrinn. Svo sat anith inni í skúrnum yfir rjúkandi kaffibolla og gaf skip- anir í míkrafóninn. "Kaftið þið ykkur á magan, skríðið tíu metra, Veltið ykkur kollhnís." Svo hafði Smith líka annan míkraón. Hann var til að tala í Þegar sólskin var og gott veður. 0g hann var með langri snúru svo Snith gat labbaá með hann út á miðjan völl. Inni í skúrmmi var svo skiptiborð og átti bara að ýta á takka til aö skipta yfir á míkrafón. Það sem Brandur var að gera Þarna var ekki aðeins að sjá, Heldur miklu frekar að hlusta. Hlusta á Smith gefa fyrirskipanir. Hlusta það vel að hann gæti hermt nákvæmlega eftir honum, síðar meir. A kvöldin gl-umdi um allt húsið heima hjá Halla. "Staðar nem, sting- ið ykkur kollhnís, sleppið byssunum asnarnir ykkar." Það var Brandur sem var að æfa.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.