Lindin

Árgangur

Lindin - 02.05.1956, Blaðsíða 14

Lindin - 02.05.1956, Blaðsíða 14
ft ft tt ft tl II er sai M Nú þegar simarstarfið er að hefjast verður okkur e.tv. hugsað til samverustundanna í skóginum. Hugsað til ]?ess er við áttxim þar góðar stundir með félögm okkar við alls kyns íþróttir. Hver man ekki eftir t.d. róðrarferðunum út á vatninu og sjó- orustum eða fótboltakappleikjiim, sem að vísu voru háðir meir af kappi en forsjá, en tóku £ó hug okkar allan. Annars er ]?að ekki þetta sem ég æt3.aði að ræða við ykkur um heldur sú hlið starfsins, sem i>að er grundvallað á, - andlega hliðin. "Það orð er satt og í alla staði þess vert að við því sé tekið að Jesús Kristur kom í heiminn til þess að frelsa syndunga menn." Já vissulega er £etta satt, og þetta höfum við fengið að heyra á hverjum degi meðan við dvöldumst í skóginum. Hengið að heyra um frelsarann ástkæra sem hikaði ekki við að leggja sjálfan sig í sölurnar til þess að við mættum lifa, fengið að heyra, hvernig hann var hæddur og svívirtur, en einnig hvernig hann sigraði dauð- ann og fullkomnaði þannig náðarverk sitt. Já, vissulega er þetta allt saman sannleikur, en hefur okkur skilist J>að. Ef ekki þá vantar okkur ljúfustu minninguna, minninguna um ]?að er við sáum að við vonum, já, við erum syndarar, sem ekkert fær bjargað nema Hann einn, sem hugsaði ekki m að bjarta sjálfum sér. Þetta er tilgangurinn með starfinu í "Skóginum". "Að vér allir mættum verða eitt" í trúnni á Jesúm Krist. Átt þú þessa trú? Ef ekki þá hefur Jesús sagt: "Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld", og einnig, "þann sem til mín kemur mun ég alls ekki burt reka."

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.