Fréttablaðið - 08.02.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 08.02.2022, Síða 4
Nágranninn taldi ekki hægt að þvinga sig til að eignast hross. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 ALVÖRU BREYTTIR RAFBÍLAR KOMDU OG REYNSLUAKTU 40” BREYTTUM PRUFUAKSTURSBÍL JEEP WRANGLER RUBICON PLUG-IN HYBRID ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID 35” BREYTING 40” BREYTING Reykjavíkurborg og Bláa bandinu ber ekki saman um hvort borgin hafi gert hópi sem vildi nýta Víðines á Álfs- nesi fyrir meðferð alkóhólista að skila húsinu. Tekist er á um sjúkratryggingar og faglegar kröfur. bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Arnar Gunnar Hjálmtýsson, sem berst fyrir með- ferðarheimili í Víðinesi á Álfsnesi, segir sorglegt að ríkið sjái sér ekki fært að leggja fé til starfsemi með- ferðar í húsinu. Svör hafi borist frá heilbrigðisráðuneyti og félags- málaráðuneyti sem setji áætlanir í uppnám. Þá vilji borgin sölsa húsið undir sig. „Við vorum nýbúin að fá húsið en þurfum nú að skila því aftur,“ segir Arnar. Nokkrir félagar í Bláa bandinu tóku Víðines á leigu af Reykjavíkur- borg síðastliðið haust og sáu tæki- færi í að opna meðferðarheimili. Rökin voru að með því myndi létta álagi af sjúkrahúsinu Vogi og Land- spítalanum og biðtími sjúklinga styttast mjög. Arnar segir það ólýsanleg von- brigði að mál séu komin í þennan farveg. „Þetta er gríðarlega sorglegt. Við ætluðum meðal annars að bjóða upp á meðferð fyrir útlendinga, ekki síst Pólverja. Hér búa 23.000 Pólverjar og þeim gagnast ekki meðferð á Vogi vegna tungumála- erfiðleika.“ Arnar hefur sjálfur um ára- bil rekið meðferðarheimili fyrir um 50 heimilislausa alkóhólista. Rekstraráætlun sem Fréttablaðið hefur undir höndum gerir ráð fyrir einum lækni á Víðinesi, tveimur hjúkrunarfræðingum og fimm ráð- gjöfum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þyrfti heimilið um 300 milljónir af opinberu fé til rekstrar til að byrja með. Samið var við Reykjavíkurborg um leigu á Víðinesi til fjögurra ára. Arnar segir að vel færi á að með- ferðarstarf væri í húsinu, því Víðines hafi verið byggt af frumkvöðlum í AA í félagsskapnum Bláa bandinu sem hafi fært borginni húsið að gjöf árið 1996. „Það sem staðið hefur á er að Bláa bandið nái samningum við heil- brigðisráðuneytið og Sjúkratrygg- ingar um reksturinn,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Engin leiga hefur enn þá verið greidd en borgin hefur sýnt því skilning að tíma geti tekið að ná samningum við ríkið og ráðuneyt- ið,“ bætir Dagur við. Hann neitar því aðspurður að Reykjavíkurborg hafi gert Bláa bandinu að afhenda borginni aftur húsið. Fimmtíu rúm eru tilbúin fyrir vistmenn á Víðinesi, en með öllu er óvíst hvort þau verða nokkru sinni nýtt. Í svari frá heilbrigðis- ráðuneytinu við fyrirspurn Frétta- blaðsins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem Bláa bandið hafi sent til ráðuneytisins falli fyrir- ætluð þjónusta í Víðinesi ekki undir heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða mikilvæga þjónustu áþekka því sem rekin er í Krýsuvík og flokkist undir félagsþjónustu. „Fulltrúum Bláa bandsins hefur verið bent á að ef þeir hafa áform um að bjóða upp á meðferð sem telst heilbrigðisþjónusta þurfi þeir að kynna sér þær faglegu kröfur hjá Embætti landlæknis sem liggja til grundvallar reksturs heilbrigðis- þjónustu sbr. sjöttu grein laga um landlækni og lýðheilsu,“ segir í skrif- legu svari frá ráðuneytinu. n Áætlanir um meðferðarheimili fyrir alkóhólista sagðar komnar í uppnám Á Víðinesi stóð til að opna meðferðar- heimili með rúmum fyrir um fimmtíu alkó- hólista. Málið er komið í uppnám að sögn Arnars Hjálmtýs- sonar hjá Bláa bandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Borgin hefur sýnt því skilning að tíma geti tekið að ná samning- um við ríkið og ráðu- neytið. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri kristinnhaukur@frettabladid.is MOSFELLSBÆR Eigandi hesthúss í Mosfellsbæ sendi nýlega inn kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna þess að nágranni hans var ekki með hesta í sínu húsi. Notaði hann hesthús sitt frekar sem geymslu sem kærandinn taldi ólöglegt. Kæran beindist að ákvörðun byggingarfulltrúa sem gerði ekki athugasemdir við notkunina. Málið var tekið fyrir hjá nefndinni og úrskurðað að ákvörðun byggingar- fulltrúans stæði. Hann hefði upp- fyllt skyldu sína með því að skoða aðstæður og komast að því að notk- unin færi ekki í bága við lögbundna notkun og að almannahagsmunum væri ekki raskað. Kærandinn taldi að notkun nágrannans á hesthúsinu sem geymslu væri brot á lóðaleigusamn- ingnum, en hann er sameiginlegur fyrir fjóra sameiginlega leigutaka. Húsin skyldu notast sem hesthús. Hefði bærinn skyldur til að hlutast til um að samningurinn væri virtur. Geymsla nágrannans á hlutum, svo sem gömlum gúmmímottum, dekkjum, plasti sem væri að brotna niður og gamalli hestakerru væri hinum til ama. Granninn benti hins vegar á að eignarréttur hans væri verndaður í stjórnarskrá. Hús hans væri hest- hús, þó að ekki væru hestar þar tímabundið. „Þótt ekki séu hross þar tímabundið sé ekki hægt að beita lagaákvæðum og dagsektum til að þvinga hann til að eignast hesta og halda þá í húsinu,“ segir í úrskurðinum. Að geymsla muna í lokuðu hús- næði geti verið öðrum til ama sé óskiljanlegt. Þar séu meðal annars handverkfæri til söðlasmíði, starfs- greinar sem sé órjúfanlegur þáttur hestamennsku og „fráleitt að amast við slíkum tólum í hesthúsi.“ n Lagði fram kæru vegna hrossaskorts í hesthúsi nágranna birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Utanríkisráðuneytið mun verja 250 milljónum króna í stuðning við UNICEF til að hraða dreifingu og aðgengi að bóluefni gegn Covid-19 í þróunarríkjum. Á vef Stjórnarráðsins segir að Ísland hafi tekið virkan þátt í alþjóðlegum aðgerðum til stuðn- ings baráttu þróunarríkja gegn áhrifum faraldursins en auk fram- lagsins til UNICEF hafa stjórnvöld veitt rúmum milljarði króna til COVAX-bóluefnasamstarfsins. n Veita UNICEF hundruð milljóna UNICEF sér um flutning á bóluefnum innan þróunarríkja. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY hjorvaro@frettabladid.is ANDLÁT Nöfn mannanna fjögurra sem létust í f lugslysi á Þing völlum síðast liðinn fimmtu dag og fundust í Þing valla vatni á sunnudaginn eru Haraldur Diego, Nicola Bellavia, Josh Neuman og Tim Alings. Haraldur var flugstjóri flugvélar- innar en hann var fæddur 12. apríl 1972. Nicola, 32 ára Belgi, Josh, 22 ára Banda ríkja maður og Tim, 27 ára Hollendingur, voru farþegar um borð í f lugvélinni. n Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu 4 Fréttir 8. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.