Fréttablaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 6
Að mati Mannréttinda- og
lýðræðisskrifstofu Reykja-
víkurborgar gengur fram-
kvæmdaáætlun í málefnum
hinsegin fólks of skammt.
Beinar aðgerðir skorti sem og
fjármögnun.
kristinnhaukur@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Mannréttinda- og lýð-
ræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar
gagnrýnir nýja framkvæmdaáætlun
Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð-
herra í málefnum hinsegin fólks.
Telur borgin ekki nóg um fram-
kvæmdir í áætluninni og að ekki
fylgi nægt fjármagn.
Drög að áætluninni voru lögð fram
í lok janúar og er hún í 17 liðum.
Aðeins er gert ráð fyrir aukafjár-
magni í tveimur liðunum, 40 millj-
óna framkvæmdasjóði sem nýttur
verður á fjögurra ára tímabili og 5
milljónum í kortlagningu á stöðu og
réttindum hinsegin fólks á Íslandi.
Aðrir liðir, til dæmis um hatursorð-
ræðu, aðgengi trans fólks, fræðsla og
rannsóknir, eiga að rúmast innan
fjárheimilda viðkomandi ráðuneyta.
„Við óttumst að þetta verði aðeins
tímabundið en ekki hluti af kerfinu
til framtíðar. Ef við ætlum að breyta
kerfinu þá kostar það peninga,“
segir Svandís Anna Sigurðardóttir,
sérfræðingur í málefnum hinsegin
fólks hjá skrifstofunni.
Hún segist ekki hafa ákveðna tölu
í huga varðandi þessa aðgerðaáætl-
un, en þegar fyrri áætlanir hafi verið
gerðar hafi mjög ákveðnar pen-
ingaupphæðir fylgt f lestum liðum.
Dæmi um þetta séu áætlanir í jafn-
réttismálum og um aðgerðir gegn
ofbeldi og afleiðingum þess. Svan-
dís veltir því fyrir sér hvers vegna
þetta sé ekki gert núna, hvort það
séu ekki til peningar í þetta málefni.
Gagnrýni Mannréttinda- og
lýðræðisskrifstofunnar beinist að
mörgum þáttum áætlunarinnar,
ekki aðeins fjármögnuninni. Einna
helst beinist hún að því sem lýtur að
menntamálum, heilbrigðismálum
og málefnum hinsegin f lóttafólks
og hælisleitenda.
Hvað varðar menntamálin, sem
dæmi, sé ekki á dagskrá að gera neitt
áþreifanlegt umfram það sem þegar
er í lögum og reglum. Lög um jafna
stöðu kynjanna séu góð og í aðal-
námskrá sé nú þegar stór kafli um
jafnrétti, kynhneigð og hinsegin
fræði. Í áætluninni eigi til að mynda
að kanna líðan hinsegin barna og
ungmenna í skólum. Könnun sem
þegar hefur verið gerð áður.
„Rannsóknir og kannanir eru af
hinu góða. En núna finnst okkur
tími kominn til að taka næstu skref.
Til dæmis er varðar hinsegin börn
og skólakerfið. Hvenær ætlum við
að fara að gera eitthvað annað en að
skoða stöðuna og sjá að hún er ekki
nógu góð?“ spyr Svandís.
Koma þurfi hinsegin málefnum
inn í langtímahugsun stjórnvalda.
Til dæmis með því að fylgjast með
líðan hinsegin barna í gegnum þær
reglubundnu kannanir sem fram
fara í grunnskólum. „Stóra ákallið
frá okkur er að nú þurfi að fram-
kvæma,“ segir Svandís. n
Hvenær ætlum við að
fara að gera eitthvað
annað en að skoða
stöðuna og sjá að hún
er ekki nógu góð?
Svandís Anna
Sigurðardóttir,
sérfræðingur í
málefnum hin-
segin fólks
Gætið þess að börn nái ekki í vöruna. www.msb.is
illjant
þvottaefni fyrir
Borgin gagnrýnir harðlega áætlun
forsætisráðherra um hinsegin fólk
bth@frettabladid.is
AKUREYRI Meirihluti bæjarbúa á
Akureyri vill hnekkja fyrirhuguðu
lausagöngubanni katta samkvæmt
nýrri könnun. Gallup spurði íbúa
um afstöðu til lausagöngu, sem að
óbreyttu verður bönnuð frá og með
ársbyrjun 2025.
Ákvörðun bæjarins síðasta ár
vakti mikla úlfúð jafnt innan bæjar
sem utan og er ekki að undra, því
samkvæmt niðurstöðum Gallup
eru 39 prósent hlynnt banninu en
46 prósent andvíg banninu. Um 15
prósent eru hlutlaus.
Niðurstaðan varð til þess að
bæjarráð Akureyrar tók málið
upp aftur í síðustu viku og sam-
þykkti að óska eftir gögnum frá
umhverfis- og mannvirkjasviði
vegna frekari umræðu um málið í
bæjarstjórn.
Hilda Jana Gísladóttir bæjar-
Akureyrskir kettir eygja von um lausagöngu
Enn verður fundað í stjórnkerfinu á
Akureyri um afdrif kattanna í bænum.
Hilda Jana
Gísladóttir,
bæjarfulltrúi
fulltrúi, sem lagðist gegn banninu,
segist vonast til að bæjarstjórn dragi
fyrri ákvörðun til baka og kettir
verði frjálsir áfram. Hin hörðu við-
brögð hafi ekki komið á óvart.
„Þarna mætast ólík sjónarmið.
Við höfum séð aðra könnun um
þetta mál með ólíkum niðurstöð-
um, báðir hópar hafa nokkuð til síns
máls. Mér finnst málið snúast um
að skapa samfélag þar sem flestum
líður vel, þar sem umburðarlyndi
er í öndvegi fyrir fólki með ólíkar
þarfir,“ segir Hilda Jana.
„Það hefði þurft að skoða þetta
mál betur áður en bannið var sam-
þykkt,“ bætir hún við. n
Samkvæmt
áætluninni
eru 45 millj-
ónir settar í
málaflokkinn á
næstu fjórum
árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Ég tel farsælast að hið
opinbera tryggi með
lögum hver ber ábyrgð
á að þau séu til staðar
þar sem þeirra er þörf.
Jódís Skúladóttir, þingkona
Vinstri grænna
kristinnhaukur@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Jódís Skúladóttir,
þingmaður Vinstri grænna, hefur
lagt fram þingsályktunartillögu til
að greiða úr lagaóvissu um rekstur
líkhúsa. Tvö sveitarfélög, Langanes-
byggð og Múlaþing, hafa lent í vand-
ræðum vegna þessarar óvissu.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrir viku hafa kirkjugarðarnir
reynt að leysa úr málinu um ára-
tugaskeið en stjórnvöld daufheyrst
við. Auk áðurnefndra vandræða
hefur óvissan skapað lakari aðstöðu
í líkhúsum landsins.
Jódís segir stöðuna í Múlaþingi
uppsprettuna að því að hún ákvað
að skoða málið nánar. Meðflutn-
ingsmenn hennar eru tvær aðrar
þingkonur Norðausturkjördæmis,
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og
Líneik Anna Sævarsdóttir.
„Ég er vongóð um að þingsálykt-
unartillaga mín sem var dreift nú
fyrir helgi komi til með að varpa
ljósi á umfang og stöðu málsins,“
segir Jódís. Samkvæmt tillögunni
er dómsmálaráðherra falið að skipa
starfshóp til að gera úttekt á aðstöðu
til umönnunar og geymslu líka,
aðgengi að líkhúsum og regluverk-
inu og gera úrbætur á því fyrir 1. maí.
Í svari ráðuneytisins við fyrir-
spurn Fréttablaðsins fyrir viku kom
fram að enginn væri skyldugur til að
reka líkhús og ráðuneytið myndi
kanna lagaumhverfið.
„Ég tel farsælast að hið opinbera
tryggi með lögum hver ber ábyrgð á
að þau séu til staðar þar sem þeirra
er þörf. Hver á endanum sér um
rekstrarhlutann er ekki mitt að
dæma um,“ segir Jódís spurð um
hvernig hún sjái rekstrarfyrirkomu-
lagið fyrir sér. Í dag er það mis-
munandi eftir sveitarfélögum. Hún
segist líta á málið sem þjónustu-
mál, það er að rekstur líkhúsa sé
þjónusta við aðstandendur látinna
og almenning. n
Hið opinbera
tryggi að líkhús
séu til staðar
6 Fréttir 8. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ