Fréttablaðið - 08.02.2022, Page 11

Fréttablaðið - 08.02.2022, Page 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 8. febrúar 2022 Rjómakennd tómatsúpa með smá kikki er fullkomin vörn gegn kulda- kasti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY jme@frettabladid.is Tómatsúpa 2 x 500 ml heilir tómatar í dós 1 ½ msk. púðursykur 4 skalotlaukar 4 msk. smjör 1 msk. tómatpúrra Smá klípa af allspice/allrahanda 2 msk. hveiti 4 dl kjúklingasoð 1 dl rjómi 2 msk. brandý/sérrí/koníak Salt og cayenne-pipar Sigtaðu sundur tómata og safa yfir skál. Geymdu safann. Opnaðu tómatana yfir sigtinu og fjarlægðu fræin. Tómatar eru bakaðir með púðursykri á álklæddri ofnskúffu við 230°C í 30 mínútur. Bræddu smjör í potti, fínsaxaðu skalotlauk og settu í pottinn ásamt tómatpúrru og allrahanda. Hrærðu, stilltu á lægsta hita, settu lok á og eldaðu uns laukurinn er mjúkur og brúnleitur. Hrærðu hveiti saman við. Helltu soði og tómatsafa út í, hrærðu. Settu tómatana út í súpuna. Láttu malla í um 10 mínútur með lokið á. Sigtaðu vökvann aftur frá. Settu tómatana í blandara með um 2 dl af tómatsafa. Blandaðu uns blandan er orðin mjög mjúk. Svo er allt sett aftur í pottinn með rjóma og áfengi og hrært, ekki á heitri hellu. Smakkað til með salti og cayenne-pipar. n Súpa sem hlýjar Hagkaup, Íslandsapótek, Lyfjaver, taramar.is. T A R A M A R KYNGIMAGNAÐAR HÚÐVÖRUR ÚR NÁTTÚRU ÍSLANDS Frítt Serum með hverju Dagkremi Jewells Chambers flutti til Íslands árið 2016. Hún deilir ýmsu um Ísland og íslenska menningu á samfélagsmiðlum undir nafninu All Things Iceland og er komin með nokkuð stóran fylgjendahóp víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Uppgötvaði nýja ástríðu á Íslandi Jewells Chambers er frá New York en fyrir tæpum sex árum flutti hún til Íslands. Hún heldur úti vinsælu hlaðvarpi og YouTube-rás auk annarra miðla undir nafninu All Things Iceland þar sem hún fjallar um allt sem viðkemur landinu frá sjónarhorni innflytjanda. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.