Fréttablaðið - 08.02.2022, Page 29
Mér finnst
þetta
ekkert mál.
Eina sem
mér finnst
erfitt er að
láta stinga
mig með
nál í hönd-
ina.
Helst langar mig til að
vinna að list minni
erlendis og gera stórar
myndir.
kolbrunb@frettabladid.is
Sjáðu mig! er sýning á akrýlverkum
Unnars Ara Baldvinssonar í Gallery
Port, Laugavegi. Sýningin stendur til
17. febrúar.
Á sýningunni eru þrjár stórar og
litríkar myndir, þær stærstu sem
listamaðurinn hefur málað hing-
að til, og tuttugu minni myndir.
„Myndefnið í stóru myndunum er
baujur, vitar og vörður, hlutir sem
eru oftast appelsínugulir eða gulir
og í skærum neonlitum til að þeir
sjáist sem best. Það má segja að
þessi sýning sé eins konar framhald
af sýningu sem ég hélt í fyrra þar
sem ég var að skoða mismunandi
orð yfir vind og fann yfir hundrað
orð. Tökum vindfána sem dæmi,
það er risastór fáni sem segir þér
úr hvaða vindátt vindurinn er að
koma. Baujur og belgir eru, eins og
vindfáni, leiðarkerfi. Ég er að skoða
þessa hluti sem kalla má verndara
öryggis og vinna með appelsínugula
litinn. Himinn, neon og haf koma
þarna við sögu,“ segir Unnar.
Teiknar sundlaugar
Um minni myndirnar segir hann.
„Þetta eru tuttugu myndir sem eru
lagðar saman tíu og tíu í tveimur
línum og fjórar myndanna mynda
einn appelsínugulan hring eða bauj-
ur í miðjunni. Yfir sýningartímann
verður verkinu snúið og þannig
mun mynstrið breytast.“ Nánar má
fylgjast með snúningi verksins á
Instagram listamannsins – @unnar.
ari.baldvinsson.
Tvær aðrar sýningar eru fyrir-
hugaðar á þessu ári. Sú fyrri, Sund-
Form er hluti af HönnunarMars.
„Ég teikna upp allar sundlaugar á
landinu í mínímalískum stíl. Þetta
verða tölvuteikningar, alls hundrað
og fimm myndir, sem enda sem
prentverk.“ Seinni sýningin verður
í Gallery Gróttu í lok september.
Vill helga sig myndlist
Unnar stundaði nám við Mynd-
listarskólann í Reykjavík og fram-
haldsnám í Accademia Italiana og
Florence University of Arts á Ítalíu
þaðan sem hann útskrifaðist árið
2013. Hann hefur haldið fjölda
einkasýninga og samsýninga á
Íslandi og erlendis. Hann stefnir
að því að helga sig myndlistinni.
„Helst langar mig til að vinna að
list minni erlendis og gera stórar
myndir. Ég hrífst af tilhugsuninni
um að gera myndir sem eru stærri
en ég sjálfur.“ n
Himinn, neon og haf
Ég er að skoða þessa hluti sem kalla má verndara öyggis, segir Unnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
María Dís Gunnarsdóttir er
fjórtán ára hjartveik stúlka
sem þarf að vera í stöðugu eft-
irliti alla ævi. Hún er nýkomin
frá Boston þar sem hún fékk
fimmta gangráðinn í sinni
sjöundu aðgerð. Hún segir
félagsstarf Neistans henni afar
mikilvægt og þar hefur hún
eignast góðar vinkonur.
svavamarin@frettabladid.is
María Dís er einstaklega jákvæð og
miklar hlutina ekki fyrir sér, þrátt
fyrir að hafa þurft að fara í stórar
og veigamiklar hjartaðgerðir frá því
hún var nýfædd.
„Mér finnst þetta ekkert mál. Eina
sem mér finnst erfitt er að láta stinga
mig með nál í höndina,“ segir María
og bætir við að aðgerðir og svæfingar
séu bara skemmtilegar.
María fór þann 7. janúar til Boston
ásamt foreldrum sínum, þeim Gunn-
ari Geir Gunnarssyni og Fríðu Björk
Arnardóttur, sem segir að margt
hafi verið einfaldara í þetta skiptið
þar sem María er farin að geta talað
ensku við starfsfólk spítalans og á
veitingastöðum. „Við vorum úti í tíu
daga og María fékk nýjan gangráð í
fimmta sinn,“ upplýsir Fríða.
„Við reynum að gera ferðirnar
sem minnst kvíðavaldandi þar sem
Maríu þykir einstaklega gaman að
ferðast,“ segir Fríða og bætir við að
þær geri alltaf eitthvað skemmtilegt
fyrir aðgerð. Einnig finnst henni
mjög gaman að panta matinn í
Boston,“ segir Fríða og hlær sínum
smitandi hlátri.
Þriggja daga gömul til Boston
„Ég fæ að vita að hún sé með hjarta-
galla þegar ég fer í tuttugu vikna
sónarinn á meðgöngunni. Við förum
svo með hana aðeins þriggja daga
gamla í flugvél í hitakassa til Boston
þar sem hún fór í sína fyrstu aðgerð,“
segir Fríða og bendir á að um sjötíu
börn greinist með hjartagalla á ári
hverju. Allt frá mjög vægum yfir
í ákaflega f lókna eins og í tilfelli
Maríu.
Að sögn Fríðu miklar María hlut-
ina ekki fyrir sér og er einstaklega
jákvæð. Lífið gangi vel, þótt einn-
ig komi upp erfið augnablik. „Hún
hefur misst töluvert úr skóla og verið
þreytt og þollítil,“ segir hún og María
grípur orðið og segir hlæjandi að
það sé bara gaman að sleppa skóla.
Vitundarvakningarvika
„Við höfum fengið góðan stuðning
hjá Neistanum, félagi hjartveikra
barna. Neistinn styður félagslega
og fjárhagslega við þá sem þurfa
að fara með börnin sín í aðgerðir
erlendis þar sem þau eru með sér-
stakan styrktarsjóð,“ segir Fríða en
leggur áherslu á að stuðningurinn sé
mest félagslegur.
Vitundarvika Neistans hófst í gær
og stendur til 14. febrúar og á meðan
fá öll nýfædd börn rauða hjálmhúfu
að gjöf. Fríða dregur hvergi úr mikil-
vægi félagsins fyrir börn og foreldra.
„Neistinn vinnur gríðarlega mik-
ilvægt starf og þar er hægt að leita
upplýsinga um aðgerðir og barns-
hafandi foreldrar sem hafa fengið
greiningu um að barnið þeirra sé
hjartveikt geta fundið þar stuðning.
Svo er bara gott að geta hitt aðra for-
eldra og börn í sömu stöðu,“ segir
Fríða á einlægum nótum.
Sjálf segir María að starfið sé
henni afar mikilvægt og hefur hún
eignast góðar vinkonur. „Á fjór-
tánda ári fær hún að byrja í ungl-
ingastarfinu hjá Neistanum, sem
er afar spennandi,“ segir mamma
hennar.
„Unglingahópurinn hittist reglu-
lega og gerir eitthvað skemmtilegt
saman, fer í pílu, keilu og sumar-
búðir sem er hvað mest spenn-
andi,“ upplýsir Fríða. Neistinn er í
norrænu samstarfi þar sem tíu ung-
menni hittast í sumarbúðum í eina
viku á ári hverju og er stefnan sett á
Danmörku þetta árið. n
María Dís finnur neistann
María Dís hefur farið ófáar ferðirnar til Boston í hjartaaðgerðir. MYND/AÐSEND
María Dís og
Fríða móðir
hennar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Gangráður, eins og María Dís er með.
MYND/AÐSEND
FRÉTTABLAÐIÐÞRIÐJUDAGUR 8. febrúar 2022 Lífið 17