Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 1
Vatnið er bara ísilagt núna og við erum ekkert að fara að eiga við þetta næstu daga eða vikur. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi 3 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 2 Margar sögur Helga Hjaltalín Útlagi á tímum útskúfunar Menning ➤ 24 Lífið ➤ 26 2-3 DAGA AFHENDING Þú færð okkar besta verð á tm.is MARKAÐURINN Stefanía Óskars- dóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segist telja að með ummælum sínum um að bankarnir ættu að nota „ofurhagnað“ sinn til að greiða niður vexti fólksins í landinu hafi Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, verið að senda skilaboð til ákveð- inna aðila innan og utan ríkis- stjórnar og minna á að hún sé ekki aðeins menningarmálaráðherra heldur líka viðskiptaráðherra. SJÁ SÍÐU 11 Vildi vekja athygli á ráðherrastól Munir sem fylgdu líkams- leifum mannanna sem fórust með TF-ABB í Þingvallavatni munu nýtast í þágu rannsókn- arinnar. Mánuðir geta liðið þar til niðurstöður krufninga liggja fyrir. Björgun flugvélar- flaksins gæti dregist til vors. ingunnlara@frettabladid.is BJÖRGUN „Það liggur við að segja að það bíði til vors,“ segir Oddur Árna- son, yfirlögregluþjónn hjá Lögregl- unni á Suðurlandi, um framhald aðgerða á Þingvallavatni. Unnið var að leit að f lugvélinni TF-ABB og f lugmanni ásamt þrem- ur erlendum farþegum í síðustu viku. Sú vinna bar þann árangur að f lugvélin fannst í Ölfusvatns- vík og skammt frá henni lík þeirra fjögurra sem voru um borð. Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra ásamt starfs- mönnum Köfunarþjónustunnar ehf. lyftu líkunum frá botni með fjarstýrðum kaf bát fyrirtækisins og færðu í hendur kafara sem komu þeim fyrir í segli. Þau voru síðan hífð um borð í bát og f lutt í land. Flugvélarf lakið liggur enn á botni Þingvallavatns og lögreglan þurfti að hætta við aðgerðir eftir að vatnið lagði. Fundað var í gær um framhald aðgerða en nokkuð ljóst er að ekki sé unnt að ganga í verkefnið fyrr en hlýnar í veðri. „Vatnið er bara ísilagt núna og við erum ekkert að fara að eiga við þetta næstu daga eða vikur,“ segir Oddur. „Við hættum við aðgerðir út af ís og við erum ekki að fara í þá stöðu aftur.“ Þegar hinir látnu voru sóttir af botni vatnsins fylgdu með þeim persónulegir munir sem nýtast í þágu rannsóknarinnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Upptökur úr öryggismyndavélum við Þingvallavatn sem varpa ljósi á það sem gerðist eru í fórum lög- reglu. Oddur segir lögregluna ekki veita upplýsingar um einstaka þætti rannsóknarinnar og því verði ekki sagt frá innihaldi myndefnisins að svo stöddu til að það hafi ekki áhrif á framburð mögulegra vitna. Ekki eru komnar niðurstöður úr krufningu og mánuðir gætu liðið áður en þær liggja fyrir, að sögn Odds. Að krufningu lokinni fá aðstandendur líkin afhent til greftr- unar. Bið eftir niðurstöðunum muni ekki tefja afhendinguna sjálfa. Aðgerðir til að ná í f lugvélina munu kosta sitt og hefur lögreglan verið í samskiptum við trygginga- félag f lugvélarinnar um greiðslu kostnaðarins. Ekki er komin niður- staða í þau mál en Oddur segir að samskipti við tryggingafélagið hafi verið góð. ■ Vélin gæti þurft að bíða fram á vor Unnið í kuldanum við að hífa strandveiðibát sem sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Verkið tók ekki langan tíma en báturinn hafði nýlega verið gerður upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.