Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 30
Það fólk á síðan mis- jafnlega auðvelt með að komast inn í sam- félagið aftur. Sérstak- lega virðist það eiga erfitt með að komast inn í Samfylkinguna. toti@frettabladid.is Athafnakonan Heiða Þórðardóttir ákvað, nývöknuð, á laugardaginn að bjóða sig fram í 3.- 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisf lokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. „Ég fæ bestu og stundum verstu hugmyndirnar þegar ég vakna eða er að sofna. Ég vaknaði eldsnemma aðfaranótt laugardags og fyrsta hugsun mín var: Hei, ég kýli á 3. eða 4. sætið. Hellti upp á könnuna, settist við tölvuna, án þess að ráð- færa mig við kóng eða prest. Og hér er ég,“ segir Heiða sem tilkynnti ákvörðun sína á Facebook strax daginn eftir. „Ég veit að margir, ef ekki allir Sjálfstæðismenn, urðu gapandi hissa,“ heldur Heiða áfram og bætir við að henni þyki vænt um allar þær heillaóskir sem henni hafi borist í kjölfarið. „Svo kemur í ljós hvort hugmyndin var góð eða vond.“ Heiða segist hafa fylgt Sjálfstæð- isf lokknum að málum allar götur síðan hún náði kosningaaldri. „Enn þann dag í dag kemur það mörgum á óvart.“ Heiða bendir á að þar með taldir séu meira að segja hennar fyrrverandi. „Öllum. Ég á þá nokkra,“ segir Heiða og hlær og bendir á að einhverjir vilji meina að hún eigi betur heima í Flokki fólksins. „Með öllu „góða fólkinu“ frekar en skúrkunum í Sjálfstæðis- f lokknum, sem sumir álíta að þeir séu.“ Heiða lætur f ljóta með að þó nokkrir hafi komið að máli við hana. Flestir óf lokksbundnir eða úr öðrum f lokkum og skorað á hana að „æða í oddvitann“ gegn Hildi Björnsdóttur. „Mér fannst það fáránleg hug- mynd. Algjört brjálæði. Ég hef unnið í grasrótinni af miklum krafti í þrotlausu sjálf boðastarfi, staðið fyrir viðburðum, tekið þátt í kosninga- baráttum, verið k o s n i n g a s t j ó r i og sinnt trúnaðar- störfum og það mun ekki breytast þótt ég nái ekki kjöri.“ ■ Sjálfstæðismenn gapandi hissa Heiða gefur kost á sér í 3.-4. sæti. skrifstofan Veglegt sérblað Fréttablaðsins um skrifstofur og skrifstofuvörur kemur út 22. febrúar. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. nánari upplýsingar um auglýsingar og umfjallanir fyrir blaðið veitir; Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Netfang, jonivar@frettabladid.is – Beinn sími 550 5654. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og kki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netf ng ð s rblod@frettabladid.is Jón Gnarr fer með titilhlut- verkið í Skugga Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar og tekur þátt í málþingi um leik- ritið. Fyrir norðan fann hann tengingu milli Georgs Bjarn- freðarsonar og Sveins og ætlar hann að ræða útilegumenn- ina í verkinu í víðu samhengi og jafnvel með hliðsjón af slaufunarmenningu vorra daga. toti@frettabladid.is Jón Gnarr, sjálfur Skugga Sveinn, tekur þátt í málþingi í Sigurhæðum á Akureyri sem haldið verður á fimmtudaginn í tilefni frumsýn- ingar Leikfélags Akureyrar á hinu sígilda verki Matthíasar Jochums- sonar. Samkvæmt dagskrá fjallar erindi Jóns um „útilegumennina í verkinu með hliðsjón af hugtakinu úti- lokunarmenning (cancel culture) nútímans“. Sjálfur segist Jón þó ætla að skoða Svein og félaga í mun víð- ara samhengi og að hann sé meira að pæla í stöðu þeirra sem standa utangarðs á slóðum þar sem hann þekkir vel til. Utangarðsmenn „Það er útskúfun fólks sem hefur hrökklast úr samfélagi fólks sökum til dæmis afbrota sem eru líka í aðra röndina hluti af fíkn. Það er að segja fólk sem á við fíknivanda að stríða og leiðist mjög gjarnan út í afbrot til að fjármagna fíkn sína. Það fólk á síðan misjafnlega auðvelt með að komast inn í samfélagið aftur. Sérstaklega virðist það eiga erfitt með að komast inn í Samfylkinguna,“ segir Jón. „Mér finnst bara athyglisvert hvernig þetta snertir svona „cancel culture“ en ég lít ekki á það sem útgangspunkt. Þannig að ég er ekki að einskorða mína skoðun við „cancel culture“ sem mér finnst vera annað fyrirbæri en er kannski það sama. Ég veit það ekki.“ Jón víkur talinu aftur að Skugga Sveini og rótgró- inni tilhneigingu til úti- lokunar fyrr og síðar. „Utangarðsfólk er fólk sem fær ekki að koma inn fyrir garðinn okkar og svona útilokunar- kúltúr hefur viðgengist í hópum fólks sem hefur úti- lokað einstaklinga innan hópsins. Sem er ákveðin þöggun, sko, og þetta hefur gerst í skólum, á vinnustöðum og svoleiðis.“ Útilegumenn á Hrauninu Jón bendir í framhaldinu á að slauf- unarmenningin tengist oft meira „einhverju þjóðþekktu fólki sem gerir eða segir e it t hv a ð s e m brýtur í bága við svona það sem telst eðlileg dóm- greind. Eða heldur fram einhverjum skoðunum sem þykja vafasamar. En ég lít sko bara á þetta í svolítið breiðu samhengi. Nú er leikritið, Skugga Sveinn, náttúrlega svona ákveðinn óður til íslenskra útlaga og fjallar um nokkra sem hafa gerst útlagar af mismun- andi ástæðum,“ segir Jón sem í glímu sinni við persónu Skugga Sveins fann óvæntan þráð milli útlaga Matthías- ar og tveggja þekktra fanga á Litla- Hrauni úr dægurmenningarsögu síðari tíma. „Og það er í rauninni alveg fárán- legt að þegar við erum að leika þetta þá sé ég að samband Skugga Sveins og Ketils skræks er í rauninni ekkert ósvipað sambandi Georgs Bjarn- freðarsonar og Kenneths Mána,“ segir Jón sem varð nánast fyrir hug- ljómun á leiksviðinu fyrir norðan. „Ég fékk alveg svona bara: Já, ein- mitt! En samt hef ég aldrei talið mig undir einhverjum sérstökum áhrif- um frá Matthíasi Jochumssyni, sko. Varasöm persóna Jón segir aðspurður að hugsanlega nálgist hann viðfangsefni málþings- ins að einhverju leyti frá sjónarhóli Skugga Sveins sem hann hefur undanfarið varið miklum tíma með. „Mér finnst Skugga Sveinn og ástæður þess að hann velur að vera glæpamaður athyglisverðar. Þetta er mjög vandasamt. Ég meina, hann er glæpamaður, hann er þjófur, hann er morðingi og hann er kynferðis- glæpamaður. Þannig að það er svo- lítil áskorun hvernig ég meðhöndla hann.“ Þá þykir fulltrúa Skugga Sveins á Íslandi 2022 slaufunarmenningin ekki síður athyglisverð en útilegu- maðurinn sjálfur. „Mér finnst þetta athyglisvert en hef svona ekki mótað mér ákveðna skoðun á því þannig sko. Hvort þetta er alvont eða algott eða einhvers staðar þar á milli.“ ■ Skugga Georg og Kenneth skrækur Jón Gnarr hefur komist að því að Skugga Sveinn er varasamur viðureignar enda ekki alveg óskyldur Georg Bjarn- freðarsyni sem Jón þekkir einnig manna best. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Málstofa um Skugga Svein Frumsýning Skugga Sveins, eftir Matthías Jochumsson, gaf Leikfélagi Akureyrar, Flóru menningarhúsi og Símenntun Háskólans á Akureyri tilefni til að bjóða upp á málþing með umræðum og umfjöllun um leikritið og þjóðskáldið en árið 2020 voru liðin 100 ár frá andláti Matthíasar. Málstofan verður í Sigurhæðum fimmtudaginn 17. febrúar milli klukkan 17.00 og 18.30. Gengið er að Sigurhæðum frá miðjum kirkju- tröppum. Takmarkað sætapláss. Skráning á simenntunha.is. Dagskrá: ■ Kristín Þóra Kjartansdóttir – Húsið Sigurhæðir, listamaðurinn Matthías og fjölskylda. ■ Jón Gnarr – Útilegumennirnir í verkinu með hliðsjón af hugtakinu útilokunarmenning (cancel culture) nútímans. ■ Björgvin Franz, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Árni Beinteinn – Tónlist. ■ Marta Nordal, leikhússtjóri og leikstjóri verksins – Umræður. Jón Gnarr 26 Lífið 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.