Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 24
Vatnsliturinn er svo- lítið kvenlegur og grafíkin hefur verið kvenlegi þátturinn í myndlistinni og svo sýni ég handverk, þannig að ég er í mýkri kantinum að tala um svolítið erfiða hluti, pólitíska og trúarlega. Helgi Hjaltalín sýnir glæný verk, þrjár stórar vatns- litamyndir og grafíkverk, í Kling & Bang á sýningunni Haugsuga-Dreifari. Sýningin stendur til 20. mars. kolbrunb@frettabladid.is „Vatnslitamyndirnar eru samsettar þannig að ég vinn út frá ljósmynd- um sem ég hef fundið, teikna þær upp á A4 blöð og vinn síðan hvern hluta fyrir sig sem sérmálverk og legg myndina ekki frá mér fyrr en ég er orðinn ánægður með hana. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég er að mála en veit nokkurn veginn hvar ég er staddur í myndinni hverju sinni. Þannig vann ég þessar þrjár stóru myndir í um það bil ár, frá janúar til desember, þannig að þær fóru bæði í gegnum myrkrið og ljósið,“ segir Helgi. Haugsugu má finna bæði í vatns- litamyndunum og grafíkmynd- unum. „Ég hef haft mikinn áhuga á haugsugum og dreifurum sem sjást við bæi úti um allt land. Ég trúði ekki því sem stóð á þeim: abbey (klaustur). Mig langaði til að nýta haugsuguna í myndlistinni,“ segir listamaðurinn. Hann segir allnokkra pælingu liggja að baki yfirskrift sýningarinnar Haugsuga- Dreifari. „Ef manni líst ekki á það sem fólk er að segja þá segir maður að það sé verið að dreifa óhróðri og þeir sem það gera eru kallaðir skíta- dreifarar. Haugsuga og dreifari eru líka jarðræktartákn, maður undir- býr jarðveginn með þeim. Maður er líka sem einstaklingur alltaf að taka eitthvað inn og koma því frá sér í form eða verk. Þannig að það má leika sér að þessum orðum á ýmsa vegu.“ Hluti sannleikans Jón B.K. Ransu skrifar texta sem fylgir sýningunni og fjallar þar meðal annars um frummynd og eftirmynd og segir: „Þegar Helgi sækir mynd á leitarvef internetsins, og notar í eigin list, ögrar hann hug- myndinni um eftirmynd og frum- mynd ...“. „Þarna er verið að ræða um það að ljósmyndin er tekin út frá sjónarhóli ljósmyndarans og einungis einn hluti af sannleikanum eða þá bara lygi. Þegar maður notar myndefni af netinu, eins og ég geri, þá veit maður ekki hvort búið er að fikta í því. Stundum kemur þetta mynd- efni óbeint inn í verkin og stundum nota ég þau í önnur myndverk,“ segir Helgi og bendir á mynd á sýn- ingunni af Angelu Merkel en þar má einnig sjá félaga í Ku Klux Klan. „Þessi mynd er algjörlega tilbúin mynd, það er búið að fótósjoppa Merkel út og suður og setja á bak- grunn og myndin er síðan prentuð út sem plakat fyrir kosningarnar 2014. Svo var ýmsu slett á plakatið. Ég kem síðan og mála og þá kemur annað lag á þessu mörgu lög sem eru þarna fyrir.“ Á sýningunni eru einnig litlir skúlptúrar af mótorum. „Ég kenni smíði í barnaskóla og þá er stundum sest niður saman í hring og tálgað og þá hef ég verið að tálga mótora,“ segir Helgi. Kvenlegi þátturinn Um sýninguna segir hann: „Á þess- ari sýningu er ég að vinna með mjúk element, vatnsliturinn er svolítið kvenlegur og grafíkin hefur verið kvenlegi þátturinn í myndlistinni og svo sýni ég handverk, þannig að ég er í mýkri kantinum að tala um svolítið erfiða hluti, pólitíska og trúarlega. Ég er ekki að segja eina sögu heldur nokkrar.“ Hvernig sögur? spyr blaðamaður og Helgi bendir á mynd sína af Merkel. „Þarna er einn vinsælasti stjórnmálaleiðtogi heims. Merkel hleypir tveimur milljónum ólög- legra innflytjenda inn í landið, sem manni finnst vera rétt, en hún tapar kosningunum. Það sýnir að við höfum ekki vald á umræðunni og höfum ekki getu til þess að takast á við hana. Þetta er meðal annars það sem ég er að reyna að sýna.“ n Ekki að segja eina sögu heldur nokkrar Þessi forvitnilega sýning Helga er í Kling&Bang. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI TÓNLIST Sinfóníutónleikar Verk eftir Mozart og Beethoven í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands Stjórnarndi: Eva Ollikanen Eldborg í Hörpu fimmtudagur 10. febrúar Jónas Sen Forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós, sem var á dagskránni á hádegistón- leik u m Sinfóníu hljómsveit a r Íslands á fimmtudaginn, er afar skemmtileg tónlist. Hún er full af fjöri, enda var tónskáldið með mikla kímnigáfu. Þetta er undir- strikað í hinni stórkostlegu kvik- mynd, Amadeus, sem fjallar um Mozart. Þar vekur hann hneyks lun fyrir trúðslæti, en snilldin sem flæðir í gegnum hann virkar fyrir bragðið enn þá tilkomumeiri. And- stæður fíf lalátanna og upphafinn- ar tónlistarinnar eru furðulega heillandi. Eva Ollikainen stjórnaði hljóm- sveitinni og gerði það ákaflega vel. Hljómsveitin spilaði af öryggi, hröð tónahlaup voru skýr og jöfn. Raddir mismunandi hljóðfærahópa voru nákvæmar og heildarhljómurinn voldugur og bjartur. Túlkunin ein- kenndist af spennu og líflegheitum, akkúrat eins og hún átti að hljóma. Þetta var frábært. Hermt eftir sveitasælu Hitt verkið á efnisskránni var sjötta sinfónían eftir Beethoven, sem jafn- an er kölluð Sveitasinfónían. Hún er svokölluð hermitónlist, þ.e. líkir eftir einhverju áþreifanlegu fyrir- bæri eða sögu. Victor Hugo sagði eitt sinn að tónlist væri um eitthvað sem ekki er hægt að koma orðum að, en samt ekki hægt að þegja yfir. Þetta á ekki við um Sveitasinfóníu Beet- hovens, því hægt er að segja með fáeinum orðum um hvað hún fjallar. Fyrsti kaf linn er um fögnuðinn yfir að komast í sveitina – væntan- lega að sumri til. Annar kaflinn er um notalega stund við læk, en því næst byrjar sveitaball. Þá skellur á þrumuveður og svo styttir upp og allt verður gott á ný. Þessi einfalda mynd er síður en svo einföld í tónlistinni, og það er ekkert banalt við hana. Fyrsti kafl- inn er margslunginn og fullur af ljúfum tilfinningum. Stemningin við lækinn er sömuleiðis yndisleg og ballið er skemmtilegt. En það er þrumuveðrið sem skapar nauð- synlegt drama. Þar eru pákurnar lamdar af miklu afli til að líkja eftir þrumum. Pákuleikarinn, Sorya Nayyar, fór þarna á kostum á tón- leikunum. Hljómsveitin í heild spil- aði prýðilega undir öruggri stjórn Ollikainen. Tónlistin var tignarleg og tæknilegar hliðar f lutningsins voru útpældar og flott settar fram. Blásararnir voru með allt á hreinu. Fyrir gráglettni örlaganna var sinfónía Beethovens um sumar- sælu í sveit frumf lutt á ísköldum desemberdegi í Vínarborg árið 1808, í óupphituðum tónleikasal af illa æfðri hljómsveit. Sú var aldeilis ekki raunin hér. Snillingar í kvikmyndum Bæði forleikurinn að Brúðkaupi Fíg- arós og Sveitasinfónían hafa verið notuð í kvikmyndum. Forleikur- inn er í Trading Places með Eddie Murphy og Dan Akroyd. Þar gengur betlari í hlutverk forríks kaupsýslu- manns og öfugt – með kostulegum afleiðingum. Og Sveitasinfónían er meginuppistaðan í Fantasíu eftir Walt Disney, eldri myndinni. Disney fylgdi þó ekki forskrift Beethovens, heldur setti tónlistina í grískt goð- sagnasamhengi. Þar eru kentárar og satírar, guðir og galdrar og er útkoman hreint út sagt mergjað sjónarspil. Báðar myndirnar eru aðgengilegar á sjónvarpsveitum, sú fyrri á Amazon Prime og hin á Disney plús. Nú er um að gera að leggjast í sófann með popp og kók og glápa úr sér augun. n NIÐURSTAÐA: Glæsileg tónlist og stórfenglegur flutningur. Þrumur og eldingar í Hörpu Eva Ollikainen stjórnaði hljómsveit- inni og gerði það ákaflega vel. MYND/AÐSEND Túlkuninn einkennd- ist af spennu og lífleg- heitum, akkúrat eins og hún átti að hljóma. Þetta var frábært. kolbrunb@frettabladid.is Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar fer fram dagana 1.-8. mars og loka- tónleikarnir með Báru Gísladóttur þann 12. mars. Tónleikastaðir eru Harpa, Hallgrímskirkja og Norræna húsið. Sóley Stefánsdóttir, Bára Gísla- dóttir, Sigurgeir Agnarsson, Caput Ensemble, Kammersveit Reykjavík- ur, Heiða Árnadóttir, John McCow- en, Matthias Engler, The Emotional Carpenters, Duo Harpwerk, Cant- oque Ensemble, og Nordic Affect eru meðal flytjenda á Myrkum músík- dögum í ár. Leiðarljós hátíðarinnar er að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja íslenska tónlist í bland við erlenda. n Myrkir músíkdagar í mars Bára Gísladóttir kemur fram á Myrkum músíkdögum. MYND/AÐSEND mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .................................................... Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433 Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is 20 Menning 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.