Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 8
Helgi Vífill Júlíusson n Skoðun 10 Fréttir 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR Framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans segir að fyrir­ tæki viti í raun ekki í hvorn fótinn þau eigi að stíga áður en þau hefji sína stafrænu vegferð. Því sé þörf á að búa til aðgengilegt fræðsluefni sem geti verið verkfærakista. magdalena@frettabladid.is Eva Karen Þórðardóttir, fram­ kvæmdastjóri Stafræna hæfni­ klasans, segir að lítil og meðalstór fyrirtæki séu komin afar skammt í hinni stafrænu vegferð. „Við gerðum könnun þar sem við vildum meta stafræna hæfni hjá íslenskum fyrirtækjum. Niður­ stöðurnar leiddu ýmislegt áhuga­ vert í ljós, meðal annars að lítil og meðalstór fyrirtæki og einkum fyrirtæki með fjölda starfsmanna á bilinu einn til tíu, eru einstak­ lega illa stödd þegar kemur að staf­ rænni tækni,“ segir Eva og bætir við að stafræn tækni sé eitthvað sem öll fyrirtæki ættu að tileinka sér óháð stærð. „Fyrirtækin vita í raun ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga og hvar sé best að byrja. Viðhorfið hjá þessum minni fyrirtækjum er oft á þá leið að kostnaður fari upp úr öllu valdi, val á stafrænum lausnum séu erfiðara eða hæfnin innan fyrir­ tækisins ekki til staðar og þau eru því hikandi við að hefja sína staf­ rænu vegferð. Könnunin sýndi okkur svart á hvítu hversu mikilla úrbóta er þörf hjá fyrirtækjum á þessu sviði. Sem dæmi má nefna þegar stjórnendur fyrirtækja voru spurðir hversu hátt þeirra fyrirtæki skoruðu í hinni stafrænu vegferð þá mældist heildin aðeins 1,2 á skal­ anum 1­6 sem er ekki góð staða.“ Eva segir einnig að fólk eigi upp til hópa erfitt með að skilja hugtökin er snúa að stafrænni tækni. „Þegar við vorum að vinna spurningarnar þá sendum við þær á tilraunahóp og fengum þær flatt í andlitið til baka. Við áttuðum okkur á því að fæstir skildu spurningarnar og hvað við vorum að biðja um. Við þurftum að fara yfir þetta fræðilega tungumál og lagfæra spurningarn­ ar. Þetta sýnir svart á hvítu hversu skammt Íslendingar eru komnir þegar kemur að stafrænni vegferð. Við erum til að mynda eftirbátur hinna Norðurlandanna sem standa sig mun betur í þessum efnum.“ Eva bætir við að Stafræni hæfni­ klasinn hafi verið stofnaður á sínum tíma til að bæta úr þessari stöðu. „Stafræni hæfniklasinn var stofn­ aður með það að markmiði að bæta stöðu lítilla og meðalstórra fyrir­ tækja í þessum efnum. Við förum inn í fyrirtækin og skoðum þessi Minni fyrirtæki skammt á veg komin Byggingariðnaður og landbúnaður skemmst á veg komnir Eva segir að greina megi að hinar mismunandi atvinnugreinar standi sig misvel þegar kemur að stafrænni tækni. „Það er byggingariðnaðurinn og landbúnaðurinn sem voru neðstir í könnuninni. Það er því mikilvægt að ráðast í aðgerðir til að bæta úr þessari stöðu í þessum greinum,“ segir Eva og bætir við að utanaðkomandi þættir ýti fyrirtækjunum í stafræna vegferð. „Það verður þannig eftir nokkur ár að ef þú ætlar að halda áfram í landbúnaði þá verðurðu að vera stafrænn. Fjósin í dag eru til að mynda öll að færast yfir í róbóta og þau verða að vera þannig eftir nokkur ár ef þú ætlar að vera með kúabúskap. Það er líka mikilvægt að vera stafrænn þegar kemur að því að lesa gögn. Þannig að það er í raun verið að ýta okkur öllum í þessa stafrænu vegferð.“ mál. Þetta er atriði sem öll fyrirtæki ættu að skoða hjá sér því enginn vill lenda í því að Boozt eða sambæri­ legt fyrirtæki komi inn og jarði fyrirtæki viðkomandi.“ Eva segir að það hafi verið mikil­ vægt að framkvæma könnunina til að átta sig á hvernig best sé að forgangsraða verkefnum Stafræna hæfnisklasans. „Við áttum okkur á því að við viljum búa til fræðsluefni fyrir fyrir­ tæki og vera verkfærakista til að hjálpa fyrirtækjum á sinni stafrænu vegferð. Það sem við greindum líka í könnuninni var að stjórnendur eiga erfitt með að átta sig á hvernig þeir eigi að kenna bæði sjálfum sér og starfsfólki stafræna tækni og það tónar alveg við upplifun viðskipta­ vina þeirra sem mátu það svo að fyrirtækin þyrftu að vera sterkari í leiðtogahæfni og breytingastjórn­ un. Fólkið er að kalla eftir meiri þjálfun, bæði stjórnendur og við­ skiptavinir. Einnig er vert að nefna að það er áskorun fyrir fyrirtækin að vera skapandi í tækninotkun. Það er eitthvað sem þarf að bregðast f ljótt við því þetta gerist svo hratt erlendis.“ n Eva K. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans. MYND/AÐSEND Við höfum lengi verið að velta því fyrir okkur hvernig við byggjum upp umbunar- og launakerfi svo við verðum samkeppnis- hæf á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtækin vita í raun ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga og hvar sé best að byrja. Við- horfið hjá þessum minni fyrirtækjum er oft á þá leið að kostn- aður fari upp úr öllu valdi. magdalena@frettabladid.is Guðmundur Hafsteinsson, stjórn­ arformaður Icelandair, segir að það hafi verið lengi í skoðun hjá fyrirtækinu að tengja betur saman langtímahagsmuni fyrirtækisins og starfsfólks. Fyrirtækið kynnti á dögunum að það hygðist innleiða nýtt kaupréttarkerfi fyrir starfs­ fólk í lykilstöðum hjá flugfélaginu og verður sú tillaga lögð fram fyrir aðalfund félagsins sem verður þann 3. mars næstkomandi. „Við höfum lengi verið að velta því fyrir okkur hvernig við byggjum upp umbunar­ og launakerfi svo við verðum samkeppnishæf á alþjóð­ legum vettvangi,“ segir Guðmundur og bætir við að félagið vilji byggja upp bæði skammtíma og langtíma hvata. „Við höfum verið með bónuskerfi sem er ekkert nýtt og það hefur verið allt að 25 prósent af grunn­ launum, en við höfum líka verið að skoða hvernig við getum innleitt langtíma hvata til að hvetja okkar besta fólk til að gera enn þá betur. Þá komumst við að því að kaupréttar­ kerfi sé mjög fýsilegur kostur og í takti við önnur félög á markaði.“ Guðmundur segir jafnframt að hann taki undir með því sem til­ nefningarnefnd félagsins gaf út að félagið þurfi að vera samkeppnis­ hæft þegar kemur að kaupi og kjör­ um. Tilnefningarnefnd Icelandair gaf út að þörf væri á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. „Tilnefningarnefnd starfar sjálf­ stætt og skrifar sína skýrslu byggða á samtölum við hluthafa, stjórn og fleiri svo við erum ekki beinlínis að bregðast við niðurstöðu nefndar­ innar en í raun sjáum við þetta með sömu augum. Það er sterkt fyrir félagið að geta verið samkeppnis­ hæft á þessu sviði og þessar aðgerðir eru stór partur af því. Við höfum farið í gegnum erfiða tíma undan­ farin tvö ár en þetta er hvati fyrir starfsfólk til að vera sífellt að gera betur.“ Þrír framkvæmdastjórar hafa látið af störum hjá Icelandair á undanförnum misserum en það eru þau Birna Ósk Einarsdóttir en hún starfaði sem framkvæmda­ stjóri sölu­ og þjónustusviðs, Jens Þórðarson en hann starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir en hún starfaði sem fjármálastjóri hjá fyrirtækinu. n Ekki að bregðast við niðurstöðu nefndarinnar Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarformaður Icelandair, segist taka undir með því sem tilnefningarnefnd félagsins hefur gefið út. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vonbrigði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráð­ herra olli sárum vonbrigðum í lið­ inni viku. Fái hugmyndir hennar brautargengi munu þær draga úr virði Íslandsbanka, sem ríkið á að mestu og mun selja hlut af eign sinni um þessar mundir, og vinna gegn aðgerðum Seðlabankans til að kveða niður verðbólgu. Það myndi ekki þykja gott dagsverk hjá bankamálaráðherra. Lilja sagði að bankarnir ættu í ljósi ofurhagnaðar að létta undir með heimilum og fyrirtækjum sem horfi fram á hærri vaxta­ byrði vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans. Að öðrum kosti yrði komið á bankaskatti til að dreifa byrðunum. Til að bregðast við Covid­19 kreppunni fyrir um tveimur árum lækkaði Seðlabankinn stýrivexti hratt til að hleypa súrefni í atvinnulífið. Að und­ anförnu hefur verðbólga vaxið hröðum skrefum einkum vegna húsnæðiseklu og mælist nú 5,7 prósent. Til að bregðast við henni hefur Seðlabankinn á skömmum tíma hækkað stýrivexti úr 0,75 prósent í 2,75 prósent. Mikilvægt er að peninga­ stefnu Seðlabankans sé miðlað í gegnum bankakerfið. Stjórn­ málamenn mega ekki bregða fæti fyrir seðlabankafólk sem er að stíga skref til að ná böndum á verðbólguna. Aukinheldur er kaupmáttur heimilanna mikill. Opinber gögn styðja ekki þá tilgátu að almennt þurfi að hlaupa undir bagga með heimilum. Stýrivextir voru litlu hærri eða um þrjú prósent við upphaf heimsfaraldursins og eru mun lægri en vanalega. Hagnaður viðskiptabankanna er mikill í krónum talið – sem almenningur horfir mest á – en í samhengi við umsvif þeirra var meðal arðsemi bankanna tæp­ lega 13 prósent í fyrra. Miðað við verðbólguna á árinu var ávöxtunin í raun um átta pró­ sent. Hagnaðinn má einkum rekja til aukinna þóknanatekna í ljósi mikils hagvaxtar og virði lánasafna, sem færð voru niður til að gæta varúðar vegna heims­ faraldursins, voru færð upp í ljósi batnandi aðstæðna í hagkerfinu. Í virðisbreytingunum felst því ekki raunverulegur hagnaður. Að þessu virtu getur ráðherra ekki leyft sér að tala um ofurhagnað. Að sama skapi ætti viðskipta­ ráðherra að vita vel að heimilin og fyrirtæki borga bankaskatt­ inn. Nær væri að leggja hann af og draga úr almennri skatt­ heimtu ef leita á leiða til að lækka vaxtakostnað landsmanna í staðinn fyrir að koma á mið­ stýrðu kerfi. Ákall hefur verið um að erlendir fjárfestar komi í meira mæli að fjármögnun banka­ kerfisins. Hafa ber í huga að meiri áhætta felst fyrir fjár­ festa í að leggja fé í banka eftir að bankamálaráðherra hefur sagt að aukin skattheimta komi til greina. Aukin skattheimta dregur úr arðsemi banka og þar með virði þeirra. Bankamála­ ráðherra á ekki að vera Þrándur í Götu á sölu á hlut í Íslandsbanka erlendis. n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.